Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 10
10 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR DÝFINGAR Á ÓLYMPÍULEIKUM Ástralinn Robert Newbery keppti í gær í undankeppni dýfinga karla af þriggja metra bretti á Ólympíuleikunum í Aþenu í Grikklandi. Talsmaður norður-kóreska utanríkisráðuneytisins: Bush líkt við Hitler og sagður pólitískur auli BANDARÍKIN, AP Talsmaður norður- kóreska utanríkisráðuneytisins segir að George W. Bush Banda- ríkjaforseti sé auli og svo mikill harðstjóri að Hitler falli jafnvel í skuggann af honum. Talsmaðurinn lét þessi orð falla eftir ræðu Bush í síðustu viku þar sem Bandaríkjaforseti líkti Kim Jong-il, einræðisherra í Norður-Kóreu, við harðstjóra. „Hann er pólítískur auli með greindarvísitölu grunnskóla- barns,“ sagði talsmaðurinn í við- tali á KCNA, norður-kóresku ríkisfréttastofunni. Á sama tíma og Bush lýsti Kim Jong-il sem harðstjóra þrýsti hann á Norður-Kórea að leggja til hliðar kjarnorkuáætl- un sína. Eitthvað virðist hafa legið illa á talsmanninum því auk þess að neita ásökunum Bandaríkjamanna um að Norð- ur-Kórea héldi kjarnorkuáætlun sinni til streitu, hótaði hann því að landið myndi efla heimavarn- ir sínar þúsundfalt. Talsmaður norður-kóreska utanríkisráðu- neytisins sagði að Norður- Kóreumenn myndu ekki mæta á undirbúningsfund fyrir viðræð- ur sex ríkja um kjarnorkuáætl- un landsins. ■ KÁRAHNJÚKAR Ekki hefur verið skrifað undir hliðarsamn- ing sem felur í sér ákvæði um ákveðnar bónusgreiðslur til handa starfsmönnum. Bónusgreiðslur: Þrýstingur ber ekki árangur KJARAMÁL „Það hefur ekki tekist á koma á fundi varðandi þetta mál enn sem komið er,“ segir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður samráðsnefndar verkalýðsfélag- anna að Kárahnjúkum. Frá því að virkjunarsamningar voru undirritaðir hefur staðið til að skrifa undir annan hliðarsamn- ing sem felur í sér ákvæði um ákveðnar bónusgreiðslur til handa starfsmönnum ef það tekst að stytta framkvæmdatímann en Impregilo hefur enn sem komið er ekki sýnt áhuga á að koma að samningaborði vegna þessa. „Við höfum þrýst á um þetta at- riði en undirtektir hafa verið eng- ar í sumar og enginn fundur boð- aður.“ ■ SÍLDARVINNSLAN Í NESKAUPSTAÐ Um 300 milljóna króna hagnaður varð á rekstrinum fyrstu sex mánuði ársins. Síldarvinnslan: Hagnaður um 300 milljónir SJÁVARÚTVEGUR Hagnaður af rekstri Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað nam 302 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs en áætlanir gerðu ráð fyrir 525 milljóna króna hagnaði á árinu öllu. Í þeim áætl- unum var gert ráð fyrir góðri kolmunnaveiði en hún hefur verið afar dræm að undanförnu. Hagn- aður samstæðunnar fyrir skatta reyndist 368 milljónir króna. Hækkandi olíuverð hefur haft mikil áhrif á reksturinn þetta árið þar sem olíukaup eru jafnan einn stærsti útgjaldaliður útgerða á Íslandi. Hafa forsvarsmenn áhyggjur af ört hækkandi heims- markaðsverði en telja ekki tilefni til endurskoðunar á uppgefinni áætlun að svo stöddu. Hins vegar séu kjarasamningar við hluta sjó- manna enn lausir og komi til verk- falls muni það enn fremur hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu félags- ins. ■ Skinnastaðakirkja: Kirkja endurvígð KIRKJA „Það var verið að endur- nýja þessa 150 ára gömlu kirkju en hún var færð í upprunalegt horf og er núna eitt fallegasta guðshús á Íslandi,“ sagði Jón Að- alsteinn Baldvinsson, vígslubisk- up á Hólum, eftir að hafa endur- vígt Skinnastaðakirkju í Öxarfirði í gær. Jón Aðalsteinn segir venju að endurvígja kirkjur þegar þær eru gerðar upp frá grunni og nánast allt sé nýtt. Endurbygging kirkj- unnar hófst árið 2002 eftir nokk- urra ára undirbúning. Skinnastað- ir hafa verið kirkjustaður allt frá upphafi kristni í landinu. Séra Jón Ármann Gíslason er sóknarprest- ur í Skinnastaðakirkju. ■ Bandarískur gísl í Írak: Sleppt úr haldi BAGDAD, AP Bandaríska blaða- manninum Micah Garen, sem var rænt í Írak fyrir rúmri viku, var sleppt úr haldi ræningjanna í fyrradag. Garen ræddi við arab- íska sjónvarpsstöð í gær og stað- festi að sér hefði verið sleppt. Aðstoðarmaður sjíaklerksins Muqtada al-Sadr hafði skýrt frá því skömmu áður að gíslinum hefði verið sleppt. Garen var tekinn í gíslingu 13. ágúst þegar hann var á gangi ásamt íröskum túlk á útimarkaði í borginni Nasiriyah. Tveir borg- aralega klæddir menn réðust á þá.■ GEORGE W. BUSH Talsmaður norður-kóreska utanríkisráðuneytisins hótaði því að Norður-Kórea myndi efla heimavarnir sínar þúsundfalt. Nýjar landnemabyggð- ir á Vesturbakkanum Ísraelsk yfirvöld ætla að reisa 500 nýbyggingar undir landnema á Vestur- bakkanum. Ákvörðunin kemur í kjölfar stefnubreytingar Bandaríkja- manna. Á næsta ári á smíði aðskilnaðarmúrsins að ljúka, ári á eftir áætlun. JERÚSALEM, AP Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í gær að þau munu reisa rúmlega 500 byggingar á Vesturbakkanum, til viðbótar við þúsund nýbyggingar sem einnig munu rísa í landnema- byggðum. Þá kunngjörðu þau að smíði aðskilnaðarmúrsins ljúki ekki fyrr en árið 2005, ári á eft- ir áætlun. Tilkynningin kom í kjölfar stefnubreytingar Bandaríkja- manna varðandi landnemabyggð- ir Ísraelsmanna, en landnám þeir- ra brýtur í bága við alþjóðalög. Nýbyggingarnar og aðskilnað- armúrinn eru liðir í áætlun Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísrael, að skilja Ísrael og Palestínu al- gjörlega að. Hún kveður einnig á um brotthvarf Ísraelsmanna frá Gaza-ströndinni eftir ár. Banda- ríkjamenn eru hlynntir brott- hvarfinu en hafa hingað til ekki viljað nýjar landnemabyggðir. Á því hefur orðið breyting. Palestínumenn eru ósáttir við stefnubreytinguna og segja hana ógna friði. Ahmed Quera, forsætisráðherra Palestínu, sak- ar Ísraela um að efna vísvitandi til ófriðar. Landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni ógna áætlunum Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Ísraelsher her- nam svæðin árið 1967 og hefur stjórnað þeim æ síðan. Rúmlega 230 þúsund ísraelskir landnem- ar búa þar núna, langflestir á Vesturbakkanum. Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær að tæplega hálfum milljarði króna yrði varið í að færa aðskilnaðarmúrinn í sam- ræmi við úrskurð hæstaréttar Ísraels frá því í júní. Dómurinn sagði að á 30 kílómetra svæði bryti múrinn í bága við mann- réttinda- og alþjóðalög. Múrinn verður því færður til á 60 kíló- metra kafla. Sameinuðu þjóðirn- ar hafa lýst múrinn í heild sinni ólöglegan og farið fram á að hann verði rifinn niður. Fullbyggður verður múrinn 680 kílómetra langur, þegar er búið að reisa um 200 kílómetra. Múrinn veldur fjölda Palestínu- manna miklum vandkvæðum þar sem hann skilur fólk frá vinnustöðum, skólum og ná- grannabæjum. ■ BYGGINGAR RÍSA Verkamenn vinna hörðum höndum við að reisa nýbyggingar undir ólöglegar byggðir ísrealskra landnema á Vesturbakkanum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.