Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 2004 es.xud.www 21:21 XUD Sænsk hágæðarúm The DUX® Bed m a d e i n S w e d e n „Áratuga reynsla á Íslandi“ DUXIANA Háþróðaður svefnbúnaður Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 7007 XUD ÓLYMPÍULEIKAR Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin, sem sigraði í hund- rað metra hlaupi á Ólympíuleikun- um í Aþenu, hefur vakið mikla at- hygli fyrir hógværa framkomu. Gatlin hefur haldið sér niðri á jörð- inni í stað þess að dásama sjálfan sig eins og kollegar hans hafa jafn- an gert eftir sigur á stórmótum. „Ég vil vera góð fyrirmynd. Ég er ekki að segja að einhver hafi gert lítið úr íþróttinni en ég vil sýna að það er til fullt af góðu fólki sem keppir á leikunum,“ sagði Gatlin. „Ég vildi líka sýna að góði strákurinn gæti unnið.“ Gatlin hljóp hundrað metrana á 9.85 sekúndum, 0,01 sekúndu á undan Portúgalanum Francis Obikwelu og 0,02 sekúndum á und- an Maurice Greene frá Bandaríkj- unum. Gatlin, sem er fljótasti maður heims um þessar mundir, bætti sitt persónulega met en hann hafði best hlaupið á 9,92. ■ Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin frá New York: Fljótasti maður heims GULLIÐ Í HÖFN Justin Gatlin kom fyrst- ur í mark í hundrað metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Aþenu. Ch a n t e l l eNewbery frá Ástralíu er Ólympíu- meistari kvenna í dýfingum af tíu metra palli. Newbery var dyggi- lega studd af lönd- um sínum, sem veifuðu fánum og kengúrum úr plas- ti, henni til stuðnings. „Ég get varla trúað hvernig þetta gekk fyrir sig allt saman,“ sagði Newbery. Julie Kent, þjálfari Newbery, sagði andartakið mjög þýðingarmikið fyrir ástralskar dýfingar. Ekki er hægt aðsegja að Rúss- neska fimleikakon- an Svetlana Khork- ina hafi endað feril- inn með sóma á Ólympíuleikunum. Khorkina hafði stefnt að því að næla sér í þriðja Ólympíutitilinn í röð í greininni og verða þar með fyrsta fimleikakonan til að ná þeim árangri. En henni voru mislagðar hendur og fór grátandi út úr höllinni í Aþenu. Khorkina kenndi dómurum um að vera hlutdrægir og færa þar með Carly Patterson frá Bandaríkjunum sigurinn. „Ég gerði allt rétt. Samt voru dómararnir mér ekki hliðhollir,“ sagði Khorkina. Frændur okkar,Svíar, geta verið stoltir af þrístökkvar- anum Christian Olsson. Hann stóð uppi sem sigurveg- ari í þrístökkskeppni Ólympíuleikanna um helgina. Olsson stökk 17,70 metra og skaut Rómverj- anum Marian Oprea ref fyrir rass sem stökk 17,55 og átti ekki möguleika í Svíann. Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.