Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 46
„Ég hafði aldrei komið til Evrópu
áður en ég kom til Íslands,“ segir
Julianna Rose Mauriello sem leik-
ur Sollu stirðu í sjónvarpsþáttun-
um um Latabæ eða Stephanie í
Lazytown eins og persónan kallast
á bandarísku sjónvarpsstöðinni
Nick Junior þar sem þættirnir eru
sýndir um þessar mundir. „Það
var snjór þegar ég kom til lands-
ins í janúar en þá var líka snjór í
New York þar sem ég bý og það
sem ég tók fyrst eftir á Íslandi
var tungumálið, sem mér fannst
hljóma mjög erfitt.“
Er að læra íslensku
Julianna elur nú manninn að
mestu í stúdíói í Garðabænum þar
sem unnið verður að upptökum á
Lazytown þar til í lok desember.
„Hanna Maja, sem sér um hár og
förðun í Latabæ, er að kenna mér
íslenskuna og ég stefni á að læra
hana vel áður en ég fer aftur til
Bandaríkjanna,“ segir Julianna.
„Orðið „svona“ var það fyrsta sem
ég lærði því fyrsta daginn minn
voru Magnús Scheving og Hanna
Maja að tala um gervið mitt. Þau
stóðu fyrir framan mig, böðuðu út
höndunum og endurtóku í sífellu,
„svona“, „svona“ og „svona“ og að
lokum varð ég að fá að vita hvað
orðið þýddi.“
Julianna hefur greinilega eytt
drjúgum tíma í förðunarherberg-
inu því hún er farin að skilja ís-
lenskuna ansi vel. „Þegar fólk
spyr mig núna hvað ég segi gott í
dag þá svara ég: „Ég er alveg
þokkalega hress,“ segir Julianna
sem er ekki viss um hvort blaða-
maður vilji skrifa nýjasta orðið
sem bæst hefur í orðaforðann.
„Ég lærði síðast orðið rassgat. Ég
segi það alltaf við hundinn minn
því mér er sagt að það geti líka
þýtt að hann sé algjört krútt.“
Audrey Hepburn í uppáhaldi
Hundinn fékk Julianna í af-
mælisgjöf á Íslandi. „Hundurinn
heitir Audrey Hepburn því
Audrey er fyrirmyndin mín og
uppáhaldsleikkona,“ segir Juli-
anna. „Ég átti afmæli í maí en mig
langaði ekki í neitt sérstakt í af-
mælisgjöf fyrir utan hund. Eldri
systir mín var stödd á landinu og
hún sagði mér að ég ætti ekki að
gera mér of miklar vonir. Á af-
mælisdaginn fórum við mamma
svo út að borða með öllu sam-
starfsfólkinu í Latabæ og ég fékk
hamborgara sem er uppáhaldið
mitt. Svo stóð Magnús Scheving
allt í einu upp og hélt ræðu og
sagði að það sem hópurinn ætlaði
að gefa mér í afmælisgjöf hefði
aldrei stigið fæti inn fyrir stúdíó-
ið fyrr. Þá vissi ég að þau ætluðu
að gefa mér hund.“
Þótt Julianna hafi fengið ham-
borgara á afmælinu segist hún
ekki borða jafnmikla óhollustu og
Siggi sæti í Latabæ. „Ég borða
einstaka sinnum nammi. En ég
reyni oftast að borða hollt og æfi
reglulega og dansa mikið.“
Hóf ferilinn á Broadway
Samhliða venjulegu grunn-
skólanámi í Bandaríkjunum hefur
Julianna stundað nám í Pro-
fessional Performance Art School
þar sem hún leggur stund á leik-
list, söng og dans en Julianna hóf
ferilinn á Broadway. „Ég er með
umboðsmann og fékk hlutverk í
söngleiknum Oklahoma eftir að
hafa farið í prufur. Mér finnst
mjög gaman að vera á sviði og í
sjónvarpi,“ en aðspurð um fram-
tíðardraumana segir Julianna
vonast til að leika í bíómyndum
síðar meir.
Það er ekki ólíklegt að sá
draumur rætist því skólafélagar,
vinir og fjölskylda eru nú þegar
farin að fylgjast með Julianna í
bandarísku sjónvarpi.
Vinirnir dýrka Lazytown
„Ég sakna oft vina minna og
fjölskyldu en mamma, sem er
með mér hér á Íslandi, hefur
hjálpað mér mjög mikið. Hún
styður mig í vinnunni og þegar ég
sakna fólksins heima. Þau horfa
nú á mig í sjónvarpinu og voru
ótrúlega spennt þegar Latibær
var frumsýndur. Vinir mínir
dýrka þáttinn og ég hef fengið
mörg email frá þeim þar sem þau
lýsa ánægju sinni. Þau segjast
æfa sig á morgnana fyrir framan
sjónvarpið og dansa og teygja sig
heima í stofu.“
Þegar Julianna heldur til New
York í desember hefur Lazytown
verið í sjónvarpinu um nokkra
mánaða skeið. Julianna má því
vænta þess að vera þekkt meðal
jafnaldra sinna í Bandaríkjunum.
„Það verður ábyggilega skrýtið að
koma aftur heim en ég er líka
mjög spennt yfir því.“
tora@frettabladid.is
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
9.725
Í Hveragerði
Kabbalah
Ég er alveg þokkalega hress
„Þetta er frábært tækifæri,“ segir
leikkonan Aníta Briem en hún er
nú stödd á Spáni þar sem hún leik-
ur aðalhlutverk í nýrri kvikmynd
sem ber heitið La Monja eða
Nunnan. „Ég leik sautján ára
bandaríska stelpu sem leggst í að
rannsaka fortíð móður sinnar eft-
ir að hún er drepin á dularfullan
hátt,“ segir Aníta. „Móðirin hafði
á sínum yngri árum verið í skóla á
Barselóna og dóttirin heldur
þangað en í Barselóna fer af stað
undarleg atburðarás.“
Flestir meðleikarar Anítu eru
spænskar kvikmyndastjörnur þar
sem meirihluti myndarinnar ger-
ist á Spáni. En kvikmyndin, sem
er í leikstjórn hins spænska Luis
de La Madrid, er leikin á ensku og
framleidd með Bandaríkjamarkað
í huga.
Aníta Briem útskrifaðist frá
breska leiklistarskólanum Royal
Academy of Dramatic Art nú í
júlí. Hún hefur unnið með um-
boðsmanninum Jeromy Conway
síðan í janúar og óhætt er að ful-
lyrða að ferill hennar fer kröftule-
ga af stað.
Áður en Aníta hélt til Spánar
lék hún aðalhlutverk í breskum
sjónvarpsþætti sem ber heitið
Doctor og verður sýndur á BBC
um jólin. „Það var viku vinnutörn
og mjög góð reynsla fyrir mig
áður en mér var hent út í djúpu
laugina hér á Spáni. Ég hef aðal-
lega leikið á sviði og sjónvarp og
kvikmyndir eru alveg ný reynsla.
Ég er alin upp við að vinna fyrir
mínu en hérna fær maður varla að
halda á handtöskunni sinni sjálf-
ur. Það er svolítið skrýtið að detta
inn í svona stórt verkefni og venj-
ast því að dekrað sé við mann
áður en maður hefur á nokkurn
hátt þurft að sanna sig. Það að
vera innan um allt þetta klára fólk
hvetur mann þó bara til að leggja
sig allan fram og gera sitt besta.“
tora@frettabladid.is
Aníta Briem í spænskri hrollvekju
ANÍTA BRIEM
Ferillinn fer vel af stað hjá þessari nýút-
skrifuðu leikkonu.
30 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR
… fær Ísleifur Þórhallsson fyrir
að flytja gamla snillinginn Lou
Reed til landsins en kappinn hélt
eftirminnilega tónleika í Höllinni
á föstudaginn.
HRÓSIÐ
SJÓNVARP
LATIBÆR
■ Ungstjarnan Julianna Rose
Mauriello unir sér vel á Íslandi.
KVIKMYNDIR
ANÍTA BRIEM
■ Hefur leikið í breskum sjónvarpsþætti
sem sýndur verður á BBC um jólin og
leikur nú aðalhlutverk í nýrri kvikmynd.
JULIANNA ROSE MAURIELLO
Leikur Stephanie í Latabæ. Hér er hún fyrir framan búningsherbergið sitt í stúdíó Latabæj-
ar í Garðabænum, Gollywood Íslands.
í dag
Karlinn er farinn frá
Kattakonunni og
heimtar forræði yfir
hundunum þeirra
Lou Reed fór á
Rómeó og Júlíu
og gekk út í hléi
Bæjarstjórnin í
Bolungarvík hvetur
íbúana til að
njóta ásta
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
Lárétt:1bjór, 5jól,6au,7ör, 8tuð,9
tagl,10gg,12lui,13von,15nn,16
iðar, 18mára.
Lóðrétt:1björgvin, 2jór, 3ól,4auð-
linda,6augun,8tal,11goð,14nam,
17rá.
Lárétt: 1 drykkur, 5 hátíð, 6 tvíhljóði, 7
píla, 8 raus, 9 á hesti, 10 tveir eins, 12
hann á frönsku, 13 vænting, 15 ónefnd-
ur, 16 hreyfist, 18 afríkumann.
Lóðrétt: 1 bær í noregi, 2 hestur, 3
fæddi, 4 náma, 6 skynfærin, 8 mál, 11
æðri vera, 14 lærði, 17 slá.
LAUSN.
Aðspurður um uppáhaldsmyndasögu-
bókina sína segir Pétur Yngvi Yamagata í
versluninni Nexus: „Það breytist dag frá
degi en Invisibles er verkið sem ég hef
lesið hvað oftast. Invisibles fjallar um
vandræðaungling frá Liverpool sem
dregst inn í hryðjuverkasamtök sem hafa
það að markmiði að granda Status quo
eða því óbreytta ástandi sem ríkir í heim-
inum. Þetta er fjörug sería og þarna birt-
ast skemmtilegar persónur úr öðrum
bókmenntum og úr mannkynssögunni.“
Marquis de Sade er einn þeirra sem dúkk-
ar upp í Invisibles. „Margir segja að hann
sé upphafsmaður sadó masó en í Invisi-
bles mætir greifinn í nútímann til að búa
til þjóðfélag þar sem afsláttur er gefinn af
kynlífi. Þarna er líka ungur brasilískur
drengur sem er alinn upp sem norn en
verður klæðskiptingur þegar hann full-
orðnast. Nánast hver einasta paranoi-
upæling sem til er, er tekin fyrir í þessari
myndasögu og þarna er að finna enda-
lausar tilvitnanir í hinar og þessar bók-
menntir.“
„Þessi saga kemst næst því að hafa skap-
að pönk í myndasögunum enda umturn-
aði hún öllu í myndasögugeiranum þegar
hún kom út fyrir tíu árum. Fólk er að upp-
götva söguna núna því höfundurinn var
svo langt á undan sinni samtíð.“
| SÉRFRÆÐINGURINN |
Uppáhaldsmyndasagan: Pétur Yngvi í Nexus
INVISIBLES
Er uppáhaldsmyndasaga Péturs enda
tímamótaverk í þessum bókmenntageira.