Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 8
8 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR NORÐURLÖND Lægsta verðbólgan innan Evrópusambandsríkja er meðal þeirra Norðurlanda sem þar eru meðlimir samkvæmt nýj- ustu tölum þar um. Meðal sam- bandsríkja lækkaði verðbólga í júlí niður í 2,3 prósent frá 2,4 pró- sentum í júní. Reyndist verðbólg- an mest í Slóvakíu og Ungverja- landi en minnst í Finnlandi, Dan- mörku, Svíþjóð og Hollandi. Verð- hækkanir á tímabilinu júlí 2002 til júlí 2003 í þeim Norðurlöndum sem ekki eiga aðild að Evrópu- sambandinu, Íslandi og Noregi, reyndist verðbólga mun meiri, 1,6 prósent í Noregi og 2,8 prósent á Íslandi. Allar Norðurlandaþjóðirnar nema Ísland eru þar með vel undir meðallagi hvort sem miðað er við Evrópusambandssvæðið eða evrusvæðið. Tekið er sérstakt tillit til þess að á Norðurlöndunum virðist ganga sérstaklega vel að halda vöruverði í skefjum og þar með viðhalda almennum kaup- mætti. Í gær kynnti KB banki lán sem ætluð eru viðskiptavinum bank- ans og bera 4,4 prósenta vexti. Bankinn seilist með þessu inn í þann hluta lána heimilanna sem hingað til hafa verið á könnu Íbúðalánasjóðs. Vextirnir eru 0,1 prósenti lægri en vextir Íbúða- lánasjóðs í síðasta lánaflokki. Með þessum lánum má búast við að samkeppni um lán til ein- staklinga harðni til muna. Helena Jónsdóttir, forstöðu- maður sölu- og þróunardeildar bankans segir markmiðið að bjóða viðskiptavinum betri kjör en áður hafi þekkst og verða leiðandi í fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri bankans, segir lánin frá- brugðin lánum Íbúðalánasjóðs að því leyti að ekki verði sett skilyrði um að lánin séu notuð til íbúða- kaupa. Lánin miðast við 80 pró- sent af verðmæti eignar og ekkert hámark er á lánunum. „Við erum að uppfylla loforð við sameiningu bankanna um að v i ð s k i p t a v i n i r muni njóta stærð- ar bankans. Útrás bankans og vel- gengni erlendis gerir okkur kleift að keppa við Íbúðalánasjóð, án þess að bankinn njóti ríkisábyrgðar.“ Hann segir bankann munu fjármagna lánin með innlendri skuldabréfaútgáfu auk innlána. „Við vorum fyrst til að bjóða skuldabréf í íslenskum krónum á erlendum markaði sem ég tel þá aðgerð bankans sem bætt hefur lífskjör mest hér á landi,“ segir Hreiðar Már. Lánshlutfallið er 80 prósent á höfuðborgarsvæðinu og á Akur- eyri, en 60 prósent annars staðar. Friðrik S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabanka- sviðs bankans, segir lánin verða að taka mið af stöðu markaðar á hverjum stað. Lánin eru annað hvort til 25 eða 40 ára og vextir eru verðtryggðir og fastir. Viðskiptavinur sem breytir lánastokki upp á 10,5 millj- ónir þar sem meirihluti lána er til 25 ára, léttir greiðslubyrði sína um 34.500 á mánuði. Dæmið er ekki fyllilega samanburðarhæft, hreinn vaxtasparnaður á ári nemur 122 þúsund krónum, hvort sem um 25 eða 40 ára lán er að ræða. KB banki telur ekki óeðlilegt að íbúða- lán séu til 40 ára, enda sé endingar- tími húsnæðis langur. Erlendis er þekkt að húsnæðis- eigendur endurfjármagni lán sín þegar skilyrði eru góð á lána- markaði. KB banki setur skilyrði um viðskipti við bankann fyrir þessum kjörum. Aðrir geta tekið slík lán en í þeim tilvikum eru vextirnir hærri eða 5,3 prósent. haflidi@frettabladid.is VIÐSKIPTI Og Vodafone og Orku- veita Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um að félögin eigi samstarf um ljósleiðaravæðingu heimila og fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á Og Vodafone að einbeita sér að markaðssetningu, vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini, meðan Orkuveitan einbeitir sér að rekstri og uppbyggingu ljósleiðaranets- ins. Stefnt er að því að Orkuveitan starfi á heildsölusviði en Og Voda- fone á sviði smásölu. Samstarfið felur í sér að Og Vodafone eignast hlut Orkuveitunnar í Línu. neti og Orkuveitan tekur yfir ljósleiðara- lagnir Og Vodafone. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, segir þetta áframhald á samstarfi sem fyrir- tækin hafa átt í allt frá því að Ís- landssími var stofnaður. Með þessu sé Orkuveitan ekki að keppa um viðskiptavini í smásölu og haldi sig við heildsöluna. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, fagnar því að Orkuveitan sé búin að losa sig við Línu.net. „Ódýrast hefði verið fyrir borgar- búa hefði það verið gert fyrr,“ segir hann. ■ KJARAMÁL „Ekkert sérstakt,“ gerð- ist á tveggja klukkustunda fundi sjómanna og útvegsmanna í gær, segir Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bands Íslands. Hólmgeir segir aðeins hafa verið um vinnufund að ræða og gögn um mönnun á skipum skoð- uð. Deilendur standi í sömu spor- um og fyrir fundinn. Samningur milli sjómanna og útvegsmanna hefur verið laus frá áramótum. Sjávarútvegsráðherra hefur boðað að hann komi ekki að deilunni með lagasetningu. Næsti fundur er boðaður hjá ríkissáttasemjara um miðja næstu viku. ■ 25 þúsundum slátrað: Sláturtíð í nánd HÖFN Stefnt er að því að slátra um 25 þúsund fjár í sláturhúsinu á Höfn í haust. Það er litlu minna en síðasta haust. Einar Karlsson sláturhússtjóri segir að ekki hafi orðið að sumar- slátrun þar sem ekki nægilega margir dilkar hefðu fengist til þess að farið yrði af stað með slátrun. Einar er ekki bjartsýnn á að vel gangi að fá mannskap í sláturhúsið og verða eins og áður nokkrir Bret- ar við vinnu í sláturhúsunum í haust. Sláturtíðin hefst um 20. septem- ber. Þetta kemur fram á vefritinu Hornafjordur.is. ■ SVONA ERUM VIÐ TÖLVUNÁM ELDRI BORGARA – BYRJENDUR Hefst mánudaginn 6. sept kl. 13:00, ekki í janúar eins og misritaðist í bæklingi sem fylgir blaðinu í dag. TÖLVUNÁM ELDRI BORGARA - FRAMHALD Hefst þriðjudaginn 7. sept kl. 13:00, ekki í janúar eins og misritaðist í bæklingi sem fylgir blaðinu í dag. Námskrá skólans fylgir Fréttablaðinu í dag! 10 1995 1998 2001 2003 20 30 40 50 60 milljónir LÁNVEITINGAR TIL HÆNSNA- HÚSA FRÁ LÁNASJÓÐI LAND- BÚNAÐARINS 1995–2003 Heimild: Lánasjóður landbúnaðarins BÖRKUR Síldveiðiskipið Börkur í höfn. Kjör sjómanna: Í sömu sporum ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Samkvæmt viljayfirlýsingu tekur Og Voda- fone yfir hlut Orkuveitunnar í Línu.neti og Orkuveitan tekur yfir ljósleiðaralagnir Og Vodafone. Orkuveita Reykjavíkur: Losar sig við Línu.net HARÐNANDI SAMKEPPNI KB banki boðar harðnandi samkeppni í lánum til einstaklinga. Bankinn býður nú lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Vextirnir eru fastir eins og vextir Íbúðalánasjóðs. Lánin eru gegn fyrsta veðrétti í íbúðarhúsnæði en ekki er skilyrði að lánin séu notuð til íbúðakaupa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ,,Við vor- um fyrst til að bjóða skuldabréf í íslenskum krónum á erlendum markaði. Bankalán í keppni við Íbúðalánasjóð KB banki kynnti í gær lán með fyrsta veðrétti í íbúð með 4,4 prósenta vöxtum. Bankinn segist vera að standa við loforð um að viðskiptavinir njóti stærðar bankans. Vextirnir eru 0,1 prósenti lægri en vextir Íbúðalánasjóðs. Norðurlöndin í Evrópusambandinu: Lægsta verðbólgan MATVÆLI Öll Norðurlöndunum hefur tekist vel að viðhalda kaupmætti þegna sinna undan- farin misseri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.