Fréttablaðið - 24.08.2004, Page 2
2 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra segir ekki koma til
greina að breyta eða draga til baka þá
ákvörðun þingflokksins að víkja Siv
Friðleifsdóttur úr stóli umhverfisráð-
herra í næsta mánuði. Kergja er inn-
an flokksins vegna ákvörðunarinnar
og segir Halldór það alls ekki rétt að
hann viti ekki af slíkum deilum eða sé
skeytingarlaus um þær.
„Ég hef átt mörg samtöl við fjöl-
marga flokksmenn mína frá því að
ákvörðunin var tekin og þar sýnist
sitt hverjum eins og eðlilegt er. Það
var hins vegar krafa þingflokksins að
við tækjum við forystu í ríkisstjórn
og vegna þess lá fyrir að við misstum
eitt embætti. Það er alveg sama hvar
sú breyting hefði komið niður, alltaf
hefðu einhverjir verið óánægðir.“
Halldór segir ekki fyrirhugað að
halda sérstaka fundi vegna þessa
máls af hálfu flokksforystunnar og
málið var ekki rætt á þingflokksfundi
í gær. „Það er ekki nóg að menn séu
óánægðir. Menn verða þá að bera
fram aðrar tillögur en ég bendi á að
ég hyggst gera tillögu um frekari
breytingar síðar meir.“
STJÓRNMÁL „Þetta snýst ekki um
jafnrétti heldur um stuðning við
einstaklinga innan þingflokksins.
Tillaga Halldórs var gerð út frá því
og það hefði verið vantraust á þann
ráðherra sem hefði verið látinn
standa upp fyrir Siv Friðleifsdótt-
ur,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson,
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins, um ákvörðun Halldórs
Ásgrímssonar að Siv víki úr ráð-
herrastóli þegar umhverfisráðu-
neytið fer til Sjálfstæðisflokksins
15. september.
Á vefsíðunni hrifla.is sagði
Guðjón í pistli sem birtist í gær að
stuðningsmenn Sivjar og Jónínu
Bjartmarz hefðu keppst við að
hreyta ónotum í Árna Magnússon
félagsmálaráðherra. „Það var vit-
anlega eingöngu gert til að skaða
Árna enda um að ræða framtíðar-
forystumann flokksins sem margir
aðrir vildu líka verða. [...] Síðan
hefur það gerst að fáeinir, einkum
konur, sem einhvern tímann ein-
hvers staðar hafa orðið fyrir von-
brigðum með eigin framgang í
Framsóknarflokknum vitna nú um
einhverja meinta þrönga valda-
klíku í flokknum sem að því er
virðist eigi þar öllu lifandi og
dauðu að ráða.“
Sigrún Magnúsdóttir, varamað-
ur í Landssambandi framsóknar-
kvenna, segir að ummæli Guðjóns
um framsóknarkonur dæmi sig
sjálf en þau lýsi lítilsvirðingu í
garð kvenna. „Vinnubrögð Guðjóns
þegar verið var að mynda kjör-
dæmasamband í Reykjavík voru
mjög gerræðisleg og var hlutur
kvenna þar afar fátæklegur,“ segir
hún.
„Konur í Framsóknarflokknum
ætla ekki að láta kúga sig. Við urð-
um mjög öflugar um það leyti er við
stofnuðum landssambandið og fór-
um hraðbyr innan flokksins. Við
þurfum að eflast aftur og veit ég að
sá kraftur býr í okkur,“ segir hún.
Sigrún Jónsdóttir, formaður Fé-
lags framsóknarmanna í Reykjavík
suður, segist vonast til þess að fund-
ur landssambandsins á morgun
verði til þess að konur
þjappi saman liði. „Við
ætlum ekki að gefast
upp á flokknum heldur
láta heyra í okkur. Það er
gífurleg samstaða meðal
jafnréttissinnaðra fram-
sóknarmanna, jafnt kven-
na sem karla,“ segir hún.
Hún bendir á að í lögum Fram-
sóknarflokksins segi að hvort kyn
skuli ekki skipa minna en 40 pró-
sent í nefndum og stjórnum flokks-
ins. „Niðurstaða fundarins verður
vonandi sú að konur sameinist í að
bjóða fram krafta sína í allar stjórn-
ir innan flokksins og auki þar með
hlut sinn. Með því mun konum fjöl-
ga í miðstjórn og á flokksþingi og
rödd kvenna heyrist betur,“ segir
hún.
sda@frettabladid.is
Iceland Express:
Þrauka frekar
en að hækka
SAMGÖNGUR „Við höfum ekki í
hyggju að hækka fargjöld þrátt
fyrir hækkanir olíuverðs. Þó að
þetta sé hækkun á einum kostnað-
arlið þá reynum við að mæta því
með því að minnka kostnað ann-
ars staðar,“ segir Ólafur Hauks-
son, talsmaður Iceland Express.
Ólafur segir félagið þrauka
frekar en að hækka fargjöld þar
sem það sé lággjaldaflugfélag.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að ekki
hafi enn verið tekin ákvörðun um
hvort gripið verði til hækkana
fargjalda vegna hækkunar olíu-
verðs. ■
Bandaríkjaforseti:
Fordæmir
rógsherferð
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti fordæmir sjón-
varpsauglýsingar frá
einkaaðilum sem gera
lítið úr honum eða
John Kerry, mótfram-
bjóðanda sínum. Hann
hvetur fólk til að láta
af slíkum rógi og segir
þetta slæmt fyrir
kosningarnar.
Talsmenn Johns
Kerry hafa kallað til
hermenn sem voru í
Víetnam á sama tíma
og hann til að lýsa
hetjudáðum hans og drengskap, til
að hrekja fullyrðingar um annað
sem hafa birst í sjónvarpsauglýs-
ingum.
Kerry sakaði Bush um að fá aðra
til að vinna skítverkin fyrir sig en
Bush hefur sjálfur orðið fyrir barð-
inu á stuðningsmönnum Kerrys. ■
■ LEIÐRÉTTING
Við gefum aldrei þær upplýsingar hér í
Reykjavík. Þetta er höfuðborgin og hér
eru allir jafnir.
Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík fylltust
aðfaranótt sunnudags, eftir að dagskrá Menning-
arnætur í miðborginni lauk. Oft er þess getið þeg-
ar aðkomumenn brjóta af sér utan höfuðborgar-
innar og því forvitnilegt að vita hvort eins stæði á
nú. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykja-
vík, hefur lýst ánægju með skemmtanahaldið á
laugardag og vill ekki tengja það erli næturinnar.
SPURNING DAGSINS
Geir Jón, voru þetta ekki mest að-
komumenn?
Sprengjugabb:
Íslandsflugi
dýrt spaug
SAMGÖNGUR Kostnaður vegna
sprengjugabbs í flugvél Íslands-
flugs hleypur á milljónum, segir
Ómar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri flugfélagsins.
Servíetta sem á hafði verið
skrifað „bomb 9/11“ fannst inni á
salerni vélarinnar sem var á leið
til Dyflinnar á Írlandi frá Napólí á
Ítalíu. „Í framhaldinu var ákveðið
að lenda á fyrsta flugvelli sem
hefði upp á allan öryggisbúnað að
bjóða,“ segir Ómar. Lent var í
Lyon í Frakklandi þar sem farang-
ur var gegnumlýstur og leit gerð á
farþegum, en franska lögreglan
fer með rannsókn málsins.
Mesti kostnaður flugfélagsins
liggur að sögn Ómars í að vélin
var ekki komin tímanlega í næstu
flugferð og varð því að leigja aðra
vél í þá för. ■
FORMAÐUR OG VARAFORMAÐUR
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Guðni Ágústsson vill fullvissa jafnréttis-
sinna innan flokksins um að Siv eigi aftur-
kvæmt í ríkisstjórn en Halldór segir af og
frá að breyta núverandi ákvörðun þing-
flokksins en bendir á að breytingar séu fyr-
fyrirhugaðar síðar meir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
JÓ
N
AS
SO
N
Halldór Ásgrímsson:
Ákvörðuninni verður ekki breytt
GEORGE
BUSH
Biður þá sem
standa fyrir
rógsherferð í
sjónvarpi að
láta af því.
Líkamsárás:
Enn beðið eftir
áverkavottorði
LÖGREGLA Rannsókn á líkamsárás
sem framin var í Öxnadal fimmta
ágúst síðastliðinn er á lokastigi að
sögn Daníels Snorrasonar, hjá lög-
reglunni á Akureyri.
Einn maður um þrítugt er
grunaður um árásina en talið er
hann hafi barið annan mann á
svipuðum aldri í höfuðið með
hafnaboltakylfu. Sá slasaðist al-
varlega og var á gjörgæsludeild í
nokkurn tíma en er nú kominn á
almenna deild. Daníel segir að
enn sé beðið eftir áverkavottorði
frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri. Hann segist ekki vita af
hverju svona langan tíma taki að
fá vottorðið að þessu sinni en
hann viti til þess að slíkt geti tek-
ið nokkrar vikur. Þá geti það spil-
að inn í að sá sem varð fyrir
árásinni er enn á sjúkrahúsi. ■
ÓMAR BENEDIKTSSON
Ómar segir sprengjuhótun sem fannst á sal-
erni í flugvél Íslandsflugs hafa verið dýrt gabb.
Rangt bankanúmer var birt með
frétt þar sem segir frá söfnun til
handa börnum Sri Rahmawati.
Rétt bankanúmer er 0139-05-
64466 sem er á kennitölunni
130147 4109 í Múlaútibúi Lands-
bankans. ■
VIÐSKIPTI KB banki getur hafið
yfirtöku á breska bankanum Sin-
ger and Friedlander í dag. Þá lýk-
ur sex mánaða tímabili þar sem
bankanum var óheimilt að aðhaf-
ast frekar við yfirtöku bankans.
Sérfræðingar telja ólíklegt að
KB banki hefjist handa þegar í
stað nú þegar tímabilinu lýkur.
„Ég tel að KB banki reyni yfirtöku
á breska bankanum en hins vegar
hefur hann ekki augljósa hags-
muni af því að ráðast hratt til at-
lögu,“ segir Atli B. Guðmundsson,
hjá Greiningu Íslandsbanka.
Flestir eru þeirra skoðunar að
KB banki muni ráðast í yfirtöku á
bankanum. Innan bankans er þó
ekkert gefið upp um áformin.
Burðarás á átta prósent í Singer
og Friedlander. Ekki er talið lík-
legt að bankarnir bítist um bank-
ann. Hins vegar er áhætta Burða-
ráss ekki talin mikil ef KB banki
hættir við af einhverjum orsök-
um. Bæði sé breski bankinn í góð-
um rekstri og bréfin ekki dýr.
Ennfremur að Landsbankinn gæti
haft áhuga á kaupum ef KB banki
leggi ekki í förina.■
Yfirtaka á Singer and Friedlander:
KB banki hinkrar um stund
EKKI HLAUPIÐ AF STAÐ
Stjórnendur KB banka munu að öllum líkindum hinkra um sinn áður en ráðist verður til
atlögu um yfirtöku á breska bankanum Singer and Friedlander. Óvissa er bankanum í hag
og kurteisi að ryðjast ekki að veisluborðinu.
Málið snýst ekki
um jafnrétti
Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að það hefði verið vantraust
á þann ráðherra sem hefði verið látinn standa upp fyrir Siv Friðleifs-
dóttur. Ákvörðunin snúist ekki um jafnrétti heldur skorti Siv stuðning.
RÁÐHERRAR FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Varaþingmaður flokksins heldur því fram að Siv hafi verið látin víkja úr ráðherrastól því
hún njóti ekki stuðnings innan þingflokksins. Jafnrétti hafi ekkert með málið að gera.
SIGRÚN
MAGNÚSDÓTTIR
SIGRÚN
JÓNSDÓTTIR
GUÐJÓN ÓLAF-
UR JÓNSSON