Fréttablaðið - 24.08.2004, Síða 4
4 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR
SLYSFARIR Minna var um slys í um-
ferðinni í fyrra en árið á undan.
Samkvæmt nýútkominni skýrslu
samgönguráðuneytisins um um-
ferðarslys á Íslandi árið 2003 og
unnin var af starfsmönnum slysa-
skráningar Umferðarstofu fækkaði
látnum úr 29 í 23, slösuðum fækk-
aði úr 1.485 í 1.221 og alvarlega
slösuðum úr 164 í 145. „Því má
segja að árið 2003 hafi verið betra
en árið þar á undan í flesta eða alla
staði,“ segir í inngangi skýrslunnar.
Fram kemur að árið 2003 hafi
verið meðalár hvað slys varðar þeg-
ar litið er til lengri tíma. „Fleiri lét-
ust en að meðaltali síðustu tíu ár og
einnig voru fleiri banaslys. Fleiri
eignartjónsóhöpp urðu árið 2003 en
að jafnaði áratuginn þar á undan en
að öðru leyti var árið betra en með-
alárið,“ segir í skýrslunni. Slys með
meiðslum voru færri en í meðalári
og fjöldi slasaðra hefur ekki verið
lægri síðasta áratuginn, hvort held-
ur sem litið er til fjölda alvarlega
slasaðra eða lítið slasaðra. ■
SKÓLAMÁL Nokkrir tugir barna
hafa enn ekki fengið heilsdagsvist
í frístundaheimilum Íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR)
fyrir veturinn. Þetta veldur mikl-
um óþægindum fyrir foreldra
sem þurfa að gera aðrar ráðstaf-
anir ef bæði eru útivinnandi.
Jósep Thorlacius er faðir
tveggja barna í Ölduselsskóla sem
ekki hafa fengið vist í frístunda-
heimili. „Það er ekki nóg pláss
fyrir alla og fólk er sett á biðlista.
Því er sagt að því miður þurfi það
að bíða eftir að einhverjir aðrir
hætti og fólk þurfi að sjá um sig
sjálft,“ segir Jósep.
Að sögn Steingerðar Kristjáns-
dóttur hjá ÍTR er unnið hörðum
höndum að því að leysa þau
vandamál sem upp hafa komið.
Hún segir að sér virðist sem
ástandið sé einna verst í Árbæn-
um.
„Við erum að reyna að leysa
allt sem við getum og staðan er að
breytast frá klukkutíma til
klukkutíma. þannig að það er von
okkar að þetta hafist allt saman,“
segir Steingerður.
Þetta er fyrsti veturinn sem
ÍTR sér um rekstur allra frí-
stundaheimila í Reykjavík en
áður voru þau ýmist á vegum
ÍTR eða Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur. „Við eigum ein-
faldlega við ákveðna byrjunar-
erfiðleika að etja,“ segir hún.
Hún segir að meðal þeirra úr-
lausnarefna sem ÍTR standi
frammi fyrir sé að starfsmenn
frístundaheimilanna séu margir
í skóla og því sé það púsluspil að
raða upp vöktum.
„Ég geri mér grein fyrir að
þetta er mjög óþægilegt fyrir þá
foreldra sem eru í þessari stöðu
en engu að síður þá erum við
með ákveðin öryggisatriði og
teljum okkur ekki vera að þjóna
börnunum eða foreldrunum með
því að setja of mörg börn inn í lít-
ið húsnæði eða hafa of fáa starfs-
menn til að sinna þeim,“ segir
hún.
Steingerður vonast til þess að
mál sem flestra leysist á næstu
dögum. Hún segir fólk sem eigi í
vandræðum eiga að snúa sér til
forstöðumanna ÍTR í hverju
hverfi.
thkjart@frettabladid.is
TETRA ÍSLAND Unnið er að fjárhags-
legri endurskipulagningu Tetra
Íslands í kjölfar greiðslustöðvun-
ar í vor. Jóakim Reynisson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, seg-
ir bjartsýni ríkja um árangur
þeirrar endurskipulagningar.
Fjölmargar stofnanir Reykja-
víkurborgar hafa fengið drög af
samningi um þjónustu í gegnum
tetra kerfi félagsins en á meðan
þeir samningar eru ekki undirrit-
aðir er rekstrargrundvöllur fé-
lagsins í óvissu.
Ekki hefur heldur verið undir-
ritaður samningur við dómsmála-
ráðuneytið en Jóakim segir að ef
slíkir samningar náist geti félag-
ið staðið undir rekstri þótt staðan
sé „óþægileg á meðan ekki hafi
verið gengið frá þessum samn-
ingum“. ■
EFNAHAGSMÁL Þorgeir Eyjólfsson,
forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, segir ákvörð-
un verða tekna um það
á næstunni hvort
vöxtum á sjóðslánum
verði breytt til sam-
ræmis við breytingar
í húsbréfakerfinu.
„Ég á heldur von á því
að það verði í næsta
mánuði sem við sjáum
hvað tekur við í
þessu,“ segir hann.
„Við höfum hingað
til miðað við 25 ára
húsbréfaflokkinn í við-
skiptakerfi Kauphall-
arinnar. Nú er hann
ekki lengur til þannig
að ég geri ráð fyrir því
að við notum sem við-
miðun íbúðalánabréfin sem eru til
þrjátíu ára,“ segir Þorgeir.
Á það hefur verið bent að
vextir lífeyrissjóðslána ættu að
vera að minnsta kosti 0,2 pró-
sentustigum lægri ef
miðað væri við vaxta-
stigið í nýja húsnæð-
islánakerfinu en þeir
miða ennþá við gamla
kerfið sem var skipt
út 1. júlí. Miðað við
heildarútlán í kerfinu
nemur slík lækkun
um 180 milljónum á
ári.
„Það sem við erum
að gera núna er að sjá
hvernig kerfið þróast.
Það er ekki búið að
vera í gangi nema í
einn mánuð og aðeins
eitt útboð farið fram.
Ég á von á því að við
fáum niðurstöðu í
þetta fljótlega þegar við sjáum
hvernig kerfið þróast;“ segir Þor-
geir Eyjólfsson. ■
Bílvelta undir Eyjafjöllum:
Kona á gjör-
gæsludeild
SLYS Kona á fertugsaldri var flutt
á gjörgæsludeild Landspítalans
eftir að pallbíll sem hún var far-
þegi í valt við bæinn Steina und-
ir Eyjafjöllum síðdegis á sunnu-
dag. Fernt var í bílnum en aðrir
sluppu án teljandi meiðsla.
Að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli eru tildrög slyssins
ekki ljós. Bíllinn fór eina veltu
og gjöreyðilagðist. Konan og
sautján ára piltur voru flutt með
sjúkrabíl til Reykjavíkur þar
sem hún var lögð inn á gjör-
gæsludeild en hann fluttur til
skoðunar á slysadeild. Pilturinn
var útskrifaður eftir skoðun en
konan höfð áfram undir eftirliti
á gjörgæsludeild. Hún er ekki í
öndunarvél og mun líðan hennar
vera stöðug. ■
Síldveiðar í Smugunni:
Tveir togarar
að veiðum
SJÁVARÚTVEGUR Tveir íslenskir
togarar eru á síldveiðum í Smug-
unni eins og sakir standa og
ganga veiðarnar bærilega. Þrír
aðrir togarar hafa ennfremur
verið að veiðum á þessu svæði
að undanförnu en þeir hafa kom-
ið með sinn afla að landi og óvíst
er hvort þeir fara aftur af stað
enda um langa siglingu að ræða.
Tæplega þriggja daga sigling er
að jafnaði á svæðið frá aust-
fjörðum. ■
Afkoma Símans:
Hagnaður
vex milli ára
VIÐSKIPTI Hagnaður Símans á fyrri
helmingi ársins nam rúmum 1,2
milljörðum króna. Hagnaðurinn
var 250 milljónum króna meiri en
fyrir sama tímabil í fyrra.
Tekjur símans jukust um 667
milljónir króna en rekstrargjöldin
hækkuðu um 583 milljónir króna.
Samkeppni hefur að sögn fyrir-
tækisins lækkað verð en aukin
umferð vegur þar upp á móti.
Minnkun er þó í notkun í fastlínu-
kerfinu.
Hækkun gjalda má að mestu
rekja til leigu á sæstrengjum. ■
Hefur þú komið að Kárahnjúkum?
Spurning dagsins í dag:
Var rétt að víkja Siv úr ráðherrastóli?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
72,97%
27,03%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Nákvæmni vitnisburðar:
Skapvondir
muna betur
VÍSINDI Sálfræðingar í Ástralíu
telja sig hafa komist að því að
vitni að atburðum muna betur
það sem gerðist ef þau voru í
vondu skapi. Vitnisburður fólks
sem var í góðu skapi þegar at-
burðurinn gerðist reynist að
jafnaði ekki eins nákvæmur og
vitnisburður skapvondra.
Almenn greind og tjáningar-
hæfni virðist hafa minna að
segja um nákvæmni vitnisburð-
ar en hugarástandið hverju sinni.
Þessar niðurstöður koma
nokkuð á óvart, en verða birtar í
næsta hefti sálfræðitímaritsins
Journal of Experimental Social
Psychology. ■
Singer and Friedlander:
Aukinn
hagnaður
VIÐSKIPTI Hagnaður breska bankans
Singer and Friedlander jókst um
40 prósent fyrstu sex mánuði árs-
ins miðað við sama tímabil í fyrra.
Hagnaður bankans fyrir skatta
nam 25 milljónum punda eða rúm-
um þremur milljörðum króna.
KB banki á tæp 20 prósent í
bankanum og Burðarás um átta
prósent. Auk þess eiga íslenskir
fjárfestar töluvert í viðbót í bank-
anum.
Samhliða uppgjörinu var til-
kynnt að bankastjórinn John Hod-
son léti af störfum og að fjár-
málastjórinn Tony Shearer tæki
við. ■
SLYSASKÝRSLAN
Í skýrslunni kemur fram að slysum hafi
fækkað milli áranna 2002 og 2003. Árið í
fyrra er hins vegar sagt hafa verið meðalár
með tilliti til tíðni umferðarslysa.
UMFERÐARSLYS ÁRIÐ 2003
Eðli slyss Fjöldi
Banaslys 20
Alvarleg meiðsli 120
Minniháttar meiðsli 667
Eignatjón eingöngu 7145
Heildarfjöldi slysa og óhappa 7952
Látnir 23
Alvarlega slasaðir 145
Lítið slasaðir 1076
Heildarfjöldi slasaðra og látinna 1244
Heimild: Skýrsla um umferðarslys á Íslandi árið 2003.
Umferðarslys á síðasta ári:
Færri slasaðir en í meðalári
BÖRN Á LEIÐ Í SKÓLA
Þessa dagana eru börn að undirbúa sig fyrir nýjan vetur í grunnskólum landsins. Stór
hópur foreldra hefur hins vegar lent í vandræðum á síðustu dögum þar sem ekki er hægt
að sjá öllum fyrir heilsdagsvist. [Börnin á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar]
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
TETRA Í NOTKUN
Lögregla og sjúkralið nota Tetra kerfi til samskipta. Farsímaframleiðandinn Nokia framleið-
ir Tetra fjarskiptatæki og er myndin af kerfinu í notkun á Norðurlöndum.
Tetra Ísland:
Óvissa um reksturinn
Lífeyrissjóður verslunarmanna:
Endurskoðar
vexti fljótlega
ÞORGEIR EYJÓLFSSON
Forstjóri Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna segir að tekin
verði ákvörðun um breytt
vaxtastig lífeyrissjóðslána
upp úr mánaðamótum.
Ríkisstjórnarfundur:
Fjárlagagerð
á tíma
STJÓRNMÁL Fjárlagaundirbún-
ingur fyrir árið 2005 var kynnt-
ur á fundi ríkisstjórnarinnar í
gærmorgun og síðdegis fyrir
þingflokkum stjórnarflokk-
anna.
Hjá fjármálaráðuneyti feng-
ust þær upplýsingar að allur
undirbúningur væri á áætlun, en
aðeins var fjallað almennt um
málið á fundunum. Ekki stendur
til að kynna einstök atriði fjár-
lagafrumvarpsins fyrr en 1.
október næstkomandi þegar það
verður formlega lagt fram á Al-
þingi. ■
VÖXTUR
Afkoma Símans batnar þrátt fyrir lækkandi
verð í samkeppni. Farsíma- og gagnaflutn-
ingar aukast á kostnað fastlínu.
Tugir barna án gæslu
Ekki fá öll grunnskólabörn í Reykjavík heilsdagsgæslu. Þetta skapar
foreldrum mikinn vanda. Unnið er að úrlausn málsins og standa vonir
til að öll börn fái heilsdagsvist.