Fréttablaðið - 24.08.2004, Side 17
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 62 stk.
Keypt & selt 18 stk.
Þjónusta 39 stk.
Heilsa 10 stk.
Skólar & námskeið 2 stk.
Heimilið 17 stk.
Tómstundir & ferðir 11 stk.
Húsnæði 20 stk.
Atvinna 36 stk.
Tilkynningar 2 stk.
Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð
BLS. 2
Góðan dag!
Í dag er þriðjudagurinn 24.
ágúst, 237. dagur ársins 2004.
Reykjavík 5,47 13.30 21.11
Akureyri 5,24 13.15 21,03
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
„Ég hef stundað sund í nokkur ár en það má
nú alltaf bæta sig. Ég fer á hverjum degi og
reyni að synda lágmark tvö hundruð metra.
Yfirleitt syndi ég á bilinu tvö hundruð til
fimm hundruð metra,“ segir Pálmi Sigur-
hjartarson, tónlistarmaður.
„Ég fer á hverjum degi í sund en það er
mismunandi á hvaða tímum. Ég vinn
þannig vinnu að ég fer bara þegar hentar
best. Síðan förum við fjölskyldan oft saman
síðdegis og það er voða gott. Það er nú bara
þannig að þegar ég byrjaði í sundi þá varð
ég vatnsfíkill. Það hefur komið fyrir að ég
hef farið að morgni og síðan aftur seinni
partinn,“ segir Pálmi sem virðist líka vera
göngutúrafíkill. „Ég bý rétt hjá Elliðavatni
og finnst mjög gott að fara í göngutúr þar
úti í náttúrunni. Ég hef aldrei verið dugleg-
ur í þessari hefðbundnu líkamsrækt eins og
að fara í líkamsræktarstöðvar. Ég einfald-
lega þekki það ekki. Reyndar var ég líka
frekar duglegur í fótbolta þangað til fyrir
tveimur árum en þá slasaðist ég á hné og
hef ekki getað spilað að ráði síðan.“
Mataræðið skiptir líka máli þegar kem-
ur að heilsu og hreyfingu og reynir Pálmi
að passa það sem hann lætur ofan í sig.
„Ég reyni að passa mataræðið en ég er
voðalega hrifinn af góðum mat. Mínusinn
við mína starfsgrein er skyndibitamatur
því ég þarf stundum að borða á hlaupum.
En ég finn fljótt fyrir því og það stendur
allt til bóta.“
lilja@frettabladid.is
Algjör vatnsfíkill:
Syndir á hverjum degi
heilsa@frettabladid.is
43% Breta nota mat til
að létta af sér leiðindum, ein-
manaleika og streitu. Þetta eru
niðurstöður rannsóknar sem
gerð var í Bretlandi á
dögunum. Einnig er
algengt að fólk leiti
huggunar í mat eftir
að hafa rifist við
maka sinn. Einn
fjórði þessara
afþrey-
ingaræta
fær sam-
viskubit að átinu loknu og ann-
ar fjórðungur telur að hamingj-
an liggi í minni líkamsþyngd.
Ungar konur nota mat gjarnan
til að létta af sér áhyggjum og
streitu en eru jafnframt í
stærsta áhættuhópnum um
átraskanir og algengt er að þær
kasti upp mat sem innbyrtur er
til að auka vellíðan, sem svo
aftur eykur enn meir á vanlíðan
þeirra. Aðrir halda hins vegar
matnum niðri og stuðla þannig
að offitu. Átraskanastofnun
Englands telur þessar niður-
stöður áhyggjuefni og að þær
endurspegli áhersluna sem
samfélagið leggur á ákveðið út-
lit. Þar á bæ er talið að átrask-
anir snúist um tilfinningar en
ekki mat...
Og meira um
átraskanir. Nokk-
uð hefur borið
á vefsíðum þar
sem lyst-
a r s to l s s júk -
lingar styðja
hver annan og
gefa góð ráð til að léttast meira
og hraðar með notkun ýmissa
miður hollra aðferða. Lyst-
arstolssjúklingar sýna hver öðr-
um samstöðu á slíkum síðum
og fá stuðningsaðila til að
hvetja þá áfram í leitinni að
„fallegum“ líkama. Einnig
eru rauð armbönd orðin
merki lystarstolssjúklinga
sem eru ánægðir með hlut-
skipti sitt svo þeir
þekki hver annan
í daglegu lífi.
Umræða er um
það í Bandaríkjunum að lög-
sækja þá sem halda úti slíkum
vefsíðum þar sem þar fari fram
samskipti sem viðhalda sjúk-
dómnum í stað þess að benda
á aðferðir til úrlausnar. Þetta
hefur orðið til þess að æ fleiri af
þessum vefsíðum eru nú óað-
gengilegar öðrum en þeim sem
hafa lykilorð og því er erfiðara
að fylgjast með þeirri umræðu
sem þar fer fram.
Mæður allra landa hafa rétt fyrir
sér um tvennt: unglingar þvo sér
sjaldan um hendurnar og það get-
ur reynst hættulegt heilsu þeirra.
Tveir þriðju unglinga þvoðu ekki
hendurnar áður en þeir borðuðu
og einn þriðji ekki eftir að þeir fóru
á klósettið. Helstu ástæðurnar
sem unglingarnir gáfu upp voru
tímaskortur, klósettin voru óhrein
eða þeir gleymdu sér hreinlega.
Margir unglinganna í könnun-
inni sem gerð var í Bretlandi
sögðust ennfremur ekki
nenna að þurrka sér um hend-
urnar eftir þvott, talið er að allt
að þúsund sinum fleiri gerlar dafni
á rökum höndum en þurrum.
Pálmi Sigurhjartarson er mikið fyrir sund og göngutúra.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
FYRIR HEILSUNA
Ýmsar tegundir fótstiginna dráttarvéla,
einnig úrval af allskonar búleikföngum.
Vélar og þjónusta. Reykjavík, sími 5
800 200. Akureyri, sími 461 4040.
Glaður og gefandi
Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast
til starfa strax eða eftir nánara sam-
komulagi. Regnboginn er ársgamall
leikskóli staðsettur í Ártúnsholti. Lögð
er áhersla á gæði í samskiptum og
skapandi starf í anda Reggióstefnunn-
ar. Einkunnarorð skólans eru “Börn eru
merkilegt fólk” Áhugasamir hafi sam-
band við undirritaða sem veitir allar
nánari upplýsingar e. kl 10. í síma 557-
7071 og 899-2056. Sjá einnig heima-
síðu leikskólans www.regnbogi.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Í dag eru 1.614
smáauglýsingar á
www.visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Hár blóðþrýsingur:
Vaxandi meðal barna
Bandarískir læknar mæla
nú með því að blóðþrýsing-
ur sé mældur reglulega í
börnum. Þetta kemur fram
í læknatímaritinu Pediat-
rics. Hugmyndin er að
þetta sé liður í því að fylgj-
ast með og stemma stigu
við offitu sem nú er nánast
sem faraldur meðal banda-
rískra barna. Athuganir
hafa leitt í ljós að 1 til 3 pró-
sent barna á leikskólaaldri
og í yngstu skólaárgöngun-
um eru með háan blóðþrýst-
ing sem getur leitt til hjar-
ta- og æðasjúkdóma og
jafnvel nýrnabilunar síðar
á lífsleiðinni.
Blóðþrýstingsmæling
hefur hingað til ekki verið
reglulegur liður í heilsu-
vernd barna. Hitt er annað
mál að hár blóðþrýsingur í
börnum kann að vera vax-
andi vandamál og kemur þá
hvort tveggja til, offita og
hreyfingarleysi. Hugsan-
lega er því full ástæða til að
fylgjast með blóðþrýsingi
barna.
Blóðþrýstingur mun
vera mældur reglulega í
börnum í Bandaríkjunum
sem eru orðin þriggja ára.
Markmiðið er að ná að
breyta lífsstíl þeirra barna
sem þess þurfa með áður en
hlutirnir fara úr böndunum.
Ráðleggingarnar sem börn-
in fá eru þær sömu og full-
orðnir með of háan blóð-
þrýsting, meiri hreyfing og
hollara mataræði. Ef þessi
ráð duga ekki er í sumum
tilvikum gripið til þess að
gefa börnum blóðþrýstings-
lækkandi lyf. ■