Fréttablaðið - 24.08.2004, Qupperneq 18
Fitumiklar sósur geta alveg farið með heilsuátakið.
Prófaðu að sleppa kokkteilsósunni á hamborgar-
ann. Skiptu henni út fyrir tómatsósu. Reyndu líka
að sleppa remúlaðinu á pylsunni. Það svínvirkar.
YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082
- þar sem þú getur treyst á gæðin -
Lífrænt ræktaðar vörur
Það er ekki sama hvernig þú
missir aukakílóin. Niðurstöður
rannsókna sem birtust í virtu
bandarísku læknatímariti benda
til þess að það sé ekki nóg að fara
í fitusog og minnka þannig magn
blóðfitu og fækka kílóunum.
Fylgst var með fimmtán of feitum
konum sem gengust undir fitusog
til að minnka líkamsfitu sína og
léttast. Læknar fjarlægðu að með-
altali 11 kílógrömm af fitu af
hverri konu og mældu því næst
áhættuþætti í tengslum við skurð-
aðgerðina. Brottnám fitunnar
hafði engin áhrif á insúlínnæmi,
háan blóðþrýsting eða kólesteról.
Það er því augljóst að leiðin til
að minnka þessa áhættu-
þætti er eftir sem áður sú
að hreyfa sig reglulega og
taka mataræðið í gegn.
Ein helsta ástæðan er sú
að þegar hreyfing og hollt
mataræði fara saman
gengur á fituforðann í fitu-
frumunum, sem þá minnka
smátt og smátt. Þegar fitan
er sogin úr frumunum með
utanaðkomandi afli minnka
þær ekki heldur halda sínu
fyrra ummáli og halda áfram
að valda blóðþrýstingi og hafa
áhrif á efnaskiptin. Að auki býr
líkaminn yfir djúpt liggjandi
fituforða sem hann gengur á
sjálfur þegar fitu er þörf en
ekki er hægt að ná til með
fitusogi. Fitusog er því
fyrst og síðast fegrunar-
aðgerð en gerir lítið fyrir
heilsuna nema bættir lifn-
aðarhættir fylgi í kjölfarið.
Eina lausnin á offituvandamál-
inu kemur að innan. ■
í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð:
Unnið með
himnur líkamans
Erla Ólafsdóttir er sjúkraþjálfari
sem ásamt Birgi Hilmarssyni er í
forsvari fyrir Upledgerstofnun-
ina á Íslandi en samtökin standa
fyrir kynningarnámskeiðum í
höfuðbeina- og spjaldhryggjar-
meðferð um allt land. „Dr. John
Upledger er upphafsmaður höfuð-
beina- og spjaldhryggjarmeðferð-
ar og þróaði hana út frá beina- og
liðskekkjufræði. Við höfum sótt
námskeið hjá honum í Flórída og
einnig hérna heima.“
En í hverju felst meðferðin?
„Við vinnum með himnukerfi lík-
amans. Við erum að losa um
spennu, bólgur og samgróninga í
himnukerfinu. Það eru himnur
utan um allar frumur líkamans og
þær safna í sig bólgum sem svo
valda bæði andlegri og líkamlegri
vanlíðan. Ef næst að slaka á himn-
unni fara hormónarnir að vinna
betur og orkuflæðið jafnast um
líkamann og hann á auðveldara
með að losa sig við úrgangsefni.
Fólk liggur fullklætt á bekk og
meðferðin byggist fyrst og fremst
á mjög léttri snertingu þar sem
við erum að mæta þeirri spennu
sem er í líkamanum og vefjunum.
Við hlustum inn í líkamann og
fylgjum því sem fer af stað þegar
við mætum spennunni sem fyrir
er. Upphaflega var unnið með
himnurnar utan um miðtauga-
kerfið og mænuna en nú erum við
að vinna með allar himnur líkam-
ans. Þegar maður losar um himn-
urnar í miðtaugakerfinu er verið
að fara mjög djúpt og þá er við-
búið að fólk upplifi tilfinningar
sem það hefur bælt niður. Þetta
getur því verið bæði andleg og lík-
amleg meðferð í senn.“
Kynningarnámskeiðin hafa tví-
þættan tilgang, þar sem á þeim er
bæði verið að kynna meðferðina
fyrir fagfólki sem getur lært hana
hjá stofnuninni og hins vegar
fyrir almenningi. „Námskeiðin
eru ætluð fagaðilum sem hafa hug
á að kynna sér þetta meðferðar-
úrræði en þeir sem vilja læra
slíka meðferð til að hjálpa sér og
sínum geta líka notið góðs af því
að koma á námskeiðin.“ Næsta
námskeið verður í Reykjavík 3.og
4. september. Allar nánari upplýs-
ingar er að finna á upledger.is. ■
Leiðrétting
Síðastliðinn þriðjudag birtist
grein um stafgöngunámskeið
sem þær Guðný Aradóttir og
Jóna Hildur Bjarnadóttir
standa fyrir. Þar stóð að geng-
ið væri frá Laugardalshöll,
sem er rangt. Hið rétta er að
gengið er frá Laugardalslaug.
Engin auðveld lausn
er á offituvandamálinu.
Draumurinn búinn:
Fitusog leysir ekki vandann
Erla Ólafsdóttir er í forsvari fyrir Upledgerstofnunina á Íslandi.
Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi
Opið alla daga kl.
HEILSA
Herbalife, frábær lífsstíll. Þyngdar- stjórnun, aukin
orka og betri heilsa. www.jurtalif.is Bjarni sími
820 7100. www.workworldwidefromhome.com
Frábær líðan.. Alveg síðan.. HERBALIFE
www.eco.is Erla Bjartmarz erla@eco.is 899 4183.
Þinn tími er núna! Reynsla og árangur, Rakel -50
kg s. 869 7090 rakel.topdiet.is
www.arangur.is NÝTT Líkami í mótun. Sérsniðið
fyrir þig. S. 595 2002 www.arangur.is
Lágkolvetnavörur. Súpur-drykkir-saltaðarsoja-
hnetur og próteinsstykki. Edda, s. 861 7541 og
820 7547.
Ert þú að nærast rétt? HERBALIFE hjálpar þér að
ná meiri vellíðan og vera í kjörþyngd.
Hringdu/Edda Borg s. 896 4662.
Kílóin á rétta staði! Þú ert það sem þú borðar!
gudbjorg.grennri.is, S. 846 2140.
Ókeypis ráðgjöf í þyngdarstjórnun, BMI mælingar
og fl. Finnum leið sem hentar þér. Hringdu og
pantaðu tíma. Katrín, 699 6617.
Viltu léttast? Eða þyngjast? Þú getur það með
Herbalife! Hafðu samband. Ólöf. S. 861 5356,
olsiar@hotmail.com
Minni mör-meira fjör-HERBALIFE. www.eco.is/love
Lovísa Ósk. S. 699 3661
FæðubótarefniHeilsuvörur
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Auglýsingasíminn
er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
- mest lesna blað landsins -