Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 32
VISSIR ÞÚ …
… að eingöngu er hægt að sjá regn-
boga ef maður snýr baki í sólina?
… að á hverri sekúndu senda taugarn-
ar í líkamanum um hundrað milljón
mismunandi skilaboð til heilans?
… að Hershey’s kossar heita kossar
því þegar vélin býr þá til lítur það út
eins og hún sé að kyssa færibandið?
… að eini staðurinn þar sem er flagg-
að alla daga, allt árið um kring er
tunglið?
… að sjaldgæfasti demanturinn er
grænn demantur?
… að sumarið á plánetunni Úranus er
í 21 ár og veturinn líka?
… að Saharaeyðimörkin stækkar um
það bil um einn kílómetra á mánuði?
… að sólin er 330.330 sinnum stærri
en jörðin?
… að 22 bein eru í höfði mannsins?
… að þú andar að meðaltali 23.000
sinnum á dag?
… að manneskja er með meðvitund í
um átta sekúndur eftir að höfuðið á
henni er tekið af?
… að dósaopnarinn var fundinn upp
48 árum eftir að dósin var kynnt á
markaðinn?
… að um það bil milljón sniglar eru
framreiddir á veitingastöðum á ári
hverju?
… að engin fita er í gulrótum?
… að fyrst var hægt að fá gos í plast-
flöskum árið 1970.
… að Kínverjar nota 45 milljarða af
matarprjónum á hverju ári?
… að loftfyllt dekk voru notuð á reið-
hjól áður en þau voru notuð undir
bíla?
… að permanent í hár var fundið upp
árið 1906 af Þjóðverjanum Karl Lud-
wig Nessler?
… að ein af hverjum tíu manneskjum
í heiminum býr á eyju?
… að líkurnar á því að verða fyrir eld-
ingu eru sex hundruð þúsund á móti
einum?
… að meðalskólaárið í heiminum eru
tvö hundruð dagar?
… að í Ástralíu eru 150 milljónir kinda
en sautján milljónir af fólki?
… að árið 1870 voru fleiri Írar búsettir
í London en í Dublin?
… að mengunin í bænum Cubato í
Brasilíu er svo svakaleg að hvorki skor-
dýr né fuglar sjást þar lengur og bæj-
arstjórinn sjálfur neitar að búa þar?
… að tónleikahaldari á Hawaí seldi
þúsund miða á tónleika Spice Girls
sem aldrei stóð til að halda? Maðurinn
var handtekinn og sagðist hafa þurft
peninga fyrir nef- og kynskiptaaðgerð.
24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR8
Arna Schram er varaformaður Blaðamannafélagsins og blaða-
maður á Morgunblaðinu.
Í hverju felst starfið?
Á Morgunblaðinu er ég þingfréttaritari og þá sit ég þingfundi og
fylgist með þingumræðum og skrifa um þær. Það er mjög
skemmtilegt þar sem ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ef ég er
ekki í því þá skrifa ég innlendar fréttir sem er mjög líflegt og
skemmtilegt. Ég var kosinn varaformaður Blaðamannafélagsins fyrir
tveimur árum. Helsta vinnan leggst á formanninn, Róbert Marshall,
en ég svara fjölmiðlum í fjarveru hans. Síðan sit ég stjórnarfundi og
hef staðið að pressukvöldunum þar sem fjallað er um fagleg mál-
efni blaðamanna til að stuðla að því að við bætum okkar starf.
Hvenær vaknarðu á morgnana?
Ég vakna yfirleitt rúmlega átta.
Hvað er skemmtilegast við vinnuna?
Sem blaðamaður finnst mér skemmtilegast að vera í miðju alls
sem gerist og þessi hraði og spenna í starfinu. Í Blaðamannafélag-
inu finnst mér pressukvöldin mjög skemmtileg og líka að huga að
kjaramálum þar sem kjarasamningar verða lausir næsta vetur.
En erfiðast?
Það er ekkert erfitt – bara skemmtilegt. Vinkonum mínum finnst
einmitt svo skemmtilegt hvað ég er fréttasjúk og ég bara má ekki
missa af fréttunum.
Hvað gerirðu eftir vinnu?
Sinni dóttur minni.
Hvað gerirðu á kvöldin?
Ég klára að lesa blöðin og fylgist með fréttunum. Síðan les ég og
slappa af.
Hvenær ferðu að sofa?
Ég er algjör næturhrafn þannig að ég fer yfirleitt að sofa eftir mið-
nætti, svona um eittleytið. Ég er samt alltaf að reyna að sofna fyrr.„Vinkonum mínum finnst einmitt svo skemmtilegt hvað ég er fréttasjúk og ég
bara má ekki missa af fréttunum.“
HVUNNDAGURINN
SMS LEIKUR
HALLE BERRY ER
komin í bíó!
Viltu miða?
Vinningar verða afhenTir hjá BT Smáralind. Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
Sendu SMS skeytið BT CATW á númerið
1900 og þú gætir unnið.
9. hver vinnur.
Vinningar eru:
Miðar á myndina · Catwoman tölvuleikir
DVD myndir · Margt fleira.
Sjáðu myndina
Spilaðu leikinn