Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 33
Stríðið gegn Reykvíkingum Í Fréttablaðinu 16. ágúst sl. fjallar Bergsteinn Sigurðsson blaðamaður um þróun húsaleigubóta hér. Þar koma fram skýrar upplýsingar um ákveðin atriði varðandi leigumark- aðinn. Opinber útgjöld vegna húsa- leigubóta hafa hækkað um 130% á sex árum og aukningin er ekki mest í Reykjavík eins og eðlilegt væri. T.d. hafa bætur á Ísafirði sjöfaldast síðan 1998. Í viðtali við Sigríði Jóns- dóttur hjá Félagsþjónustu borgar- innar segir að aukningin hér stafi ekki af fjölgun leigjenda, heldur hafi fleiri hópar fengið bótarétt og vegna betri upplýsinga hafi fleiri sótt um. Sigríður segir réttilega: „Íbúasam- setning í Reykjavík er öðruvísi en annars staðar og ástandið á almenna leigumarkaðnum skiptir meira máli. Ýmsar ályktanir má draga af þróun húsaleigubóta. Þar ráða ýmis mark- aðsöfl ferðinni, t.d. framboð á leigu- húsnæði og hversu auðvelt er að fá samning.“ Þá bendir Sigríður á að fjölgun þinglýstra samninga skili ríkissjóði auknum skatttekjum meðan sveitar- félögum sé að mestu gert að greiða bæturnar öfugt við vaxtabætur. Ekki er rétt hjá Sigríði að húsnæðismál í höfuðborginni eigi meira sameigin- legt með höfuðborgum nágranna- landa. Í nálægum löndum og reyndar víðast í Evrópu eru leiguíbúðir 40 - 50% og upp í 70 - 80% af öllum íbúð- um borganna og húsaleigubætur meginstuðningur við fólk vegna hús- næðiskostnaðar. Ég þekki ekkert land í Evrópu sem hefur húsnæðis- stefnu líka þeirri sem hér ríkir. Helst væri það Bretland eftir að stjórn Thatchers seldi stóran hluta leiguíbúðanna og stjórn Blair af- ganginn, enda hafa þau hlotið sér- stakt lof auðhringa fyrir að standa gegn hagsmunum alþýðunnar. Í áð- urnefndri grein tekur Björk Vil- helmsdóttir formaður félagsmála- ráðs undir það álit Leigjendasamtak- anna að almennar húsaleigubætur eigi að greiðast af ríkinu og ekki grundvallast á eign. Ríkisstjórnin ætlar hinsvegar að hækka hlutfall opinberra húsnæðislána upp í 90% af kaupverði og auka enn skuldirnar og bæta hagnað bankanna, sem orðinn er meiri en arðurinn af sjávarútveg- inum. Eins og alltaf bitnar þetta á reykvískri alþýðu fyrst og fremst. Markmið mín með baráttunni á und- angengnum áratugum hafa fyrst og fremst verið þau að skipulag borgar- innar geri fólki mögulegt að lifa eðli- legu lífi án þess að eiga bíl og að geta rekið heimili án þess að taka lán. Fátt myndi bæta kjör alþýðufólks meira en þetta. ■ 17ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 2004 Mikill hugmyndafræðingur Fáir stjórnmálamenn virðast vita hvaða hugmyndafræði þeir aðhyllast. Reyndar virðast fæstir þeirra vita nokkuð um hugmyndafræði. Þess vegna væri ánægjulegt að fá Jón Baldvin Hanni- balsson aftur heim til Íslands til að taka þátt í stjórnmálum. Ekki vegna einhverr- ar ímyndaðrar forystueklu innan Sam- fylkingarinnar heldur vegna þess að það er almennt óþolandi skortur á hug- myndafræðilegri umræðu í íslenskri pólitík. Hvað sem fólki finnst um Jón Baldvin þá geta fáir neitað því að hann er mikill hugmyndafræðingur. Sigurður Hólm Gunnarsson á skodun.is Hótar endurkomu Fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og núverandi sendiherra Íslands í Helsinki í Finnlandi, mætir nú í hvert viðhafnarviðtalið á fætur öðru, nú síðast um helgina í Fréttablaðið, og hótar því að hefja að nýju þátttöku í íslenskum stjórnmálum. Reyndar er hann þegar kominn inn á fullu gasi. Og hvar skyldi Jón Baldvin Hannibalsson fyrst bera nið- ur? Jú, það er áminningarfrumvarp Geirs H Haarde, fjármálaráðherra, sem þessi tilvonandi alþingismaður staðnæmist fyrst við. Eins og menn rekur eflaust minni til gengur þetta frumvarp út á það að hægt verði að segja starfsfólki upp skýringalaust. Um þetta segir þessi fyrr- verandi Alþýðuflokksformaður og nú- verandi Samfylkingarmaður: „Ég var alltaf á móti æviráðningum. Framfarir þjóðfélagsins eru háðar breytingum. Það verður að vera hægt að innleiða breytingar. Ef þröskuldar og girðingar eru reistar verður stöðnun.“ Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Hrikalegt minni Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju Íslendingar kjósa yfir sig sömu ríkis- stjórnina ár eftir ár. Það er sama hvern- ig hún stendur sig, alltaf skulu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur enda í stjórn. Þetta hlýtur að hafa eitthvað að gera með hrikalegt minni þjóðarinnar. Í hverjum kosningum koma loforðapakkar á stærð við Eimskipsgáma og ekki einu sinni einn þriðji hluti loforðanna er efndur. Samt stendur öllum að því er virðist á sama, alla vega hefur enginn fyrir því að leggja loforðin á minnið þannig að hægt sé að minnsta kosti að fyrirbyggja að svikul stjórn komist til valda á ný. Guðbjörg Benjamínsdóttir á politik.is Stöndum saman Á þessari stundu er okkur ekkert mikil- vægara en að standa saman um flokk- inn og forystuna. Skoðanakannanir sýna að fylgið er of lágt, þær sýna reyndar framsóknarflokkinn gjarnan lægri en raun verður í kosningum. Allar innbyrð- is deilur eru þó alltaf til ills frekar en góðs, notum tímann og finnum fleira fólk í flokkinn, konur sérstaklega, stærri og öflugri flokkur býður upp á fleiri möguleika. Horfum fram veginn: Eftir 15.september eigum við forsætisráð- herra íslands og vaska sveit með honum í stjórn. Ég er lika afar sáttur við að einn efnilegasti stjórnmálamaður framtíðar- innar er úr okkar flokki það er að segja félagsmálaráðherrann Árni Magnússon. Jón Vigfús Guðjónsson á hrifla.is Forneskjulegt foringjaræði Framsóknarforystan beitir sömu vinnu- brögðum í ráðherramálinu og í fjölmiðla- málinu í sumar. Forneskjulegt for- ingjaræðið er ekki í neinum takti við vilja grasrótarinnar í flokknum, ekki frekar en í fjölmiðlamálinu, þar sem forystan var gerð afturreka. Fámenn karlaklíka gæðinga for- mannsins leggur á ráðin til að tryggja eigin hag og bolar burtu konum sem gætu ógnað framgangi þeirra. For- ingjaræðið eru gamaldags vinnubrögð þegar lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi eru krafa nútímans í stjórnmálum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á alt- hingi.is/arj AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stun- dar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. JÓN FRÁ PÁLMHOLTI GJALDKERI LEIGJENDASAMTAKANNA. UMRÆÐAN HÚSALEIGUBÆTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.