Fréttablaðið - 24.08.2004, Side 41
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 2004
BRITNEY
Gefur út safn sinna vinsælustu laga
í nóvember.
Britney
tekur Bobby
Brown
Britney Spears ætlar að gefa út
safnplötu sinna vinsælustu laga í
nóvember. Þar verður að finna tvö
ný lög til þess að sefa hörðustu að-
dáendurna. Annað þeirra mun
vera lagið My Prerogative sem
Bobby Brown gerði vinsælt árið
1988.
Talið er að lagið sé svar
Britney til blaðamanna og gagn-
rýnenda sem hafa verið iðnir við
að skrifa um truflað einkalíf
hennar síðasta árið. Lagið verður
á næstu smáskífu stúlkunnar og
samkvæmt bandarísku slúður-
pressunni hefur piltur, sem er
nauðalíkur unnusta hennar Kevin
Federline, verið ráðinn til þess að
leika á móti henni í myndbandi
lagsins.
Britney er ekki sú eina sem
hefur gert lagið að sínu því breska
sjokkpoppsveitin Selfish Cunt
flytur lagið á væntanlegri plötu
sinni. Hitt nýja lagið heitir
Outrageous.
Á meðal laga á plötunni verða
Toxic, Baby One More Time,
(Oops) I Did it Again, Born to
Make You Happy, I Love Rock’n
Roll, Sometimes og I’m Not a Girl,
Not Yet a Woman. ■
Vincent Gallo er kominn upp ákant við blaðið The Village Voice.
Hann hafði skrifað grein fyrir blaðið
sem hafði lofað
honum forsíð-
unni í staðinn.
Gallo skilaði inn
greininni og fékk
hrós fyrir, en svo
ákvað ritstjórn
blaðsins að þeir
vildu frekar hafa
annan einstakling
framan á blaðinu.
Gallo varð svekkt-
ur og ákvað að
draga grein sína
til baka. Ritstjóri
blaðsins hafði samband við slúður-
pressuna og sagði sína hlið á málinu.
Gallo varð æfareiður og segir blaðið
skulda sér feita afsökunarbeiðni.
Trey Parker og MattStone, framleiðend-
ur South Park þátt-
anna, komu framleið-
endum myndarinnar
Thunderbirds í opna
skjöldu með því að gera
brúðumynd sem sýnir
persónur myndarinnar í
samfarasenum. Félag-
arnir undirbúa nú útgáfu
kvikmyndarinnar Team
America: World Police sem
gerir grín af vopnaleit
George W. Bush Bandaríkja-
forseta í Írak. Þrátt fyrir að
myndin sé brúðumynd verð-
ur hún stranglega bönnuð
öllum undir 18 ára aldri í
Bandaríkjunum.
Eftir að leikkonan Charlize Theronvann Óskarsverðlaunin hefur hún
öðlast það vald að geta hætt við
nektarsenur í kvikmyndum líki henni
þær ekki. Hún segist þó ekki hafa
neitt á móti því að sýna nekt sína í
myndum, sé það nauðsynlegt sög-
unni. Hún segist ekkert ætla að
skipta sér að því hvernig leikstjórar
myndi hana, eins lengi og hún fái að
sjá atriðið og klippa það út ef henni
líkar það ekki.
FRÉTTIR AF FÓLKI
FRÉTTIR AF FÓLKI