Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 4
4 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Samtök atvinnulífsins segja ummæli KÍ ofbeldistal: Telja barnagæslu fyrirtækja verkfallsbrot VERKFALLSBROT Kennarasamband Íslands telur að um skýlaust verkfallsbrot sé að ræða bjóði fyrirtæki eða starfsmannafélög upp á gæslu fyrir börn komi til verkfalls. Þessi áform séu í það minnsta siðlaus ef ekki lögbrot. Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt vinnurétti sé fyrir- tækjum það heimilt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Íslandsbanka fá að sjá hvað kennarar geri haldi bankinn áformum sínum um Heilsuskóla fyrir börn starfsmanna á grunn- skólaaldri til streitu. Til hvaða aðgerða verði gripið segir Eirík- ur að þær geti orðið viðskipta- legar. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ummæli Eiríks um aðgerð- ir gegn fyrirtækjum afskaplega ógeðfellt ofbeldistal sem eigi ekkert erindi í nútímasamfélagi. „Mér finnst málflutningur Kennarasambandsins fráleitur. Skipuleggi fyrirtæki barnagæslu eða frístundastarfsemi fyrir börn er það ekki frekar verk- fallsbrot en ef fyrirtæki skapaði aðstöðu fyrir starfsmenn að vinna heima,“ segir Ari. Hann segir kennslu og fræðslustarf- semi framlag kennara. Svo lengi sem menn fari ekki inn á þeirra verksvið sé verkfallsbrot ekki framið: „Ég hefði haldið að þeir töluðu af meiri virðingu um sitt framlag en að það væri barna- gæsla.“ Að ósk Íslandsbanka fundar bankinn með Kennarasamband- inu í dag. ■ Hægt að afstýra kennaraverkfalli Kennarar verða að fresta umræðu um vinnutíma og kennsluskyldu vilji þeir leysa kjaradeiluna, segir fyrrum formaður Kennarafélags Reykja- víkur. Bæjarstjóri segir sveitarfélögin ekki geta mætt kröfum kennara. VERKFALL Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akur- eyri og fyrrum formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formað- ur Bandalags kennara á Norður- landi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaravið- ræðunum. Það stafi af álagi í starfi: „Ef við frestum þeim við- ræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði.“ Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnu- tíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. „Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma fyrir þá aðlögun,“ segir Gísli. „Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það veru- lega og afstýra verkfallinu,“ segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjara- viðræðunum það háar að sveitar- félögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnu- tíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveit- arfélagana ásamt þáverandi for- manni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. „Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af út- gjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í mennta- mál,“ segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verk- efni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samning- um. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðar- lega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta út- gjöldunum. gag@frettabladid.is Skýrist á næstunni: Óljós staða einkaskóla KJARAMÁL Staða einkarekinna grunnskóla er misjöfn. Í dag skýrist hvort komi til verkfalls í Ís- aksskóla í Reykjavík. Allt eins gæti svo farið að aðeins helmingur kenn- ara fari í verkfall, segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri. Hjalti Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskóla í Reykjavík, segir skólann sjálfstæðan samningsað- ila en kennarar sem starfi við skólann greiði á næstunni at- kvæði um hvort þeir samþykki verkfall eða ekki: „Greiði meiri hluti kennara atkvæði með verk- falli líður hálfur mánuður áður en til þess kemur.“ ■ Tekst FH-ingum að tryggja sér Ís- landsmeistaratitilinn í fótbolta? Spurning dagsins í dag: Á Halldór Ásgrímsson eftir að vera far- sæll í starfi forsætisráðherra? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 29% 71% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is BARN Á MENNTABRAUT „Ég vil setja samningaviðræður um vinnutíma inn á hliðarspor og opna þær viðræður eftir nokkra mánuði,“ segir Gísli Baldvinsson. Hann segir að þannig megi afstýra verkfallinu eða fresta og meiri tími gefist til umræðu um svo flókin atriði. EIRÍKUR JÓNSSON „Mér finnst að hvorki fyrirtæki né starf- mannafélög eigi að hafa forgöngu um dag- gæslu. Einfaldlega vegna þess að það kann að vera að þeirra stéttarfélag verði næst í þeirri stöðu að þurfa að sækja um bætt kjör. Þá er ekki gott að vera búinn að stilla sér upp sem andstæðingum þeirra sem berjast fyrir bættum kjörum,“ segir Eiríkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STJÓRNMÁL Jón Sveinsson, hæsta- réttarlögmaður verður formað- ur einkavæðingarnefndar. Hall- dór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra í dag sagðist gera ráð fyrir því að Jón yrði formaður en hann hefur setið í nefndinni um árabil. Hall- dór sagði í gær að stærsta verk- efni nefndarinnar væri sala Símans. „Við höfum ekki sett sölu Símans á ís,“ sagði Halldór Ásgrímsson, „ef svo væri þá hefði hún alltaf verið á ís. Ég mun reyna að setja aukinn kraft í þetta á næstunni.“ Aðspurður um hvort andvirði söluverðs yrði varið til að styrkja dreifi- kerfi , sagði Halldór: „Við höfum rætt um að nota ákveðinn hluta til að gera ákveðna hluti við dreifikerfið en það verð- ur að liggja nokkurn veginn ljóst fyrir í upphafi hvað það er því það er ekki hægt að selja fyrirtæki með einhverja óvissu og óskil- greindum skuldbindingum inn í framtíðina því það hefur svo mik- il áhrif á markaðinn og það er það sem við erum að fara yfir.“ ■ Samningaviðræður: Á mjög við- kvæmu stigi KJARAMÁL Viðræður samnings- nefnda grunnskólakennara og sveitarfélaga eru á mjög við- kvæmu stigi. Þær hafa sammælst um að Ásmundur Stefánsson rík- issáttasemjari greini frá niður- stöðu funda þeirra. Ásmundur segir nefndirnar hafi að mestu fundað hvor í sínu lagi. „Fyrst og fremst hafa menn samt verið að skoða málin í sínum hópi og viðræður milli aðila ekki miklar. Engin tilboð hafa gengið á milli þeirra,“ segir Ásmundur. ■ KJARANEFND KENNARA Vill rúmlega 30% hækkun á kostnaðarlið- um sveitarfélaga vegna grunnskóla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N Vilja þriðjungshækkun: Laun kennara KJARAMÁL Meðallaun grunnskóla- kennara eru um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Laun nýútskrif- aðra grunnskólakennara eru um 160 þúsund á mánuði, samkvæmt upp- lýsingum Kennarasambandsins. Laun framhaldsskólakennara eru samkvæmt gögnum Kjara- rannsóknarnefndar opinberra starfsmanna um 239 þúsund á mánuði. Grunnskólakennarar vilja að laun þeirra verði sambærileg kennurum á framhaldskólastigi. Samningsnefnd kennara hefur lýst yfir að hægt sé að ganga frá samn- ingi með rúmlega 30 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitar- félögin. Launanefnd sveitarfélag- anna bauð kennurum tæplega 19 prósenta kjarabót í maí sem var hafnað. ■ BOLTA VIÐ ÍSAKSSKÓLA Það skýrist í dag hvort og hve margir kennarar Ísaksskóla fara í verkfall náist ekki samningar við sveitarfélögin. Eldsvoði í Hvalfirði: Kveikt var í Brekku LÖGREGLA Eldur sem kom upp í bænum Brekku í Hvalfirði aðfar- anótt mánudags var af völdum íkveikju. Lögreglan í Borgarnesi, sem fer með rannsókn málsins, segir að rannsókn á vettvangi hafi leitt þetta í ljós. Bíll sem stóð við húsið brann í eldinum en annar bíll sem stóð fjær húsinu brann ekki en var skemmdur sömu nótt. Rúður í honum voru brotnar og hann rispaður. Lögregla telur að sami maður beri ábyrgð á íkveikj- unni og skemmdarverkunum. ■ Einkavæðingarnefnd: Jón Sveinsson verður nýr formaður JÓN SVEINSSON Nýr formaður einkavæðingarnefndar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.