Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 37
Jennifer Lopez ætlar aðgera grín að ástarævintýr- um sínum, sem eru víst orðin ansi mörg, í næstu þáttaröð af gamanþáttun- um Will & Grace. Leik- og söngkonan lék sjálfa sig í brúðkaupi í síðustu þátta- röð. Þá spurði hún persón- una Karen hvað hjóna- bönd hennar entust yfirleitt lengi og svar- aði hún því til að þau stæðu aðeins yfir í tuttugu mínútur. Lopez spurði þá: „Það er frekar stutt, ekki satt?“ Matt Damon og Hugh Jackmanbrugðu heldur betur á leik við Barböru Walters sjónvarpsfrétta- konu á sunnudaginn var þegar þeir gáfu henni kjöltudans af bestu gerð. Walters, sem er að hætta sem þáttastjórnandi fréttaskýringaþáttarins 20/20, var að segja frá frammistöðu Jack- mans í söngleikn- um The Boy From Oz þegar leikar- inn steig skyndi- lega fram úr áhorfendahópn- um og sýndi sín- ar bestu hliðar. Jackman kallaði síðan á Matt Damon sér til stuðn- ings og saman stigu þeir villtan dans fyrir þáttastjórnandann aldna. Jay Kay, söngvari Jamiroquai,þoldi ekki við að missa bílprófið og lét smíða go-cart braut fyrir hundrað þúsund pund í garðinum heima hjá sér. Söngvarinn knái, sem missti bíl- prófið í sex mánuði fyrir skömmu fyrir að keyra á 105 kílómetra hraða, hefur sem kunnugt er mikla bíladellu og þykir fátt skemmtilegra en að þeysa um á afar hraðskreiðum bíl- um. Jay Kay gleymdi þó að sækja um leyfi fyrir brautinni oig þarf nú að bíða og vona að yfirvöld í Bucking- hamskíri sjái aumur á honum og leyfi brautinni að standa. FRÉTTIR AF FÓLKI MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004 Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind *Þegar þú kaupir 50 First Dates eða Gothika á DVD Sjóð heit og sexí gam anm ynd um strá k se m fó rnar öllu fyri r dra uma dísi na Næsta plata írsku hljómsveitar- innar U2 ber nafnið How to Dism- antle an Atomic Bomc, eða Hvern- ig aftengja á kjarnorkusprengju, samkvæmt vef tónlistartímarits- ins NME. Nafnið á plötunni hefur lengi gengið manna á milli en vef- ur NME hefur fengið það staðfest frá hljómsveitinni. Platan, sem kemur í kjölfar All That You Can’t Leave Behind, kemur út þann 22. nóvember og inniheldur meðal annars lögin Vertigo, Man And a Woman, Yahweh, Crumbs From Your Table og City of Blinding Lights. Vertigo kemur út á smá- skífu þann 8. nóvember og þar má meðal annars finna útgáfu U2 á Kraftwerk-laginu Neon Lights. Meðlimir U2 eru einnig að skipuleggja stórt tónleikaferðalag til að kynna plötuna og hefst það líklega í byrjun næsta árs. ■ Hvernig aftengja á kjarnorkusprengju ■ TÓNLIST U2 Hljómsveitin hefur staðfest nafnið á nýju plötunni, Hvernig aftengja á kjarnorkusprengju. Óskarsverðlaunahafinn CharlizeTheron missti af frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Head in the Clouds, sem frumsýnd var á kvik- myndahátíðinni í Toronto í Kanada á sunnudag vegna verkja í baki. Theron hefur verið í sjúkra- þjálfun í Los Angeles eftir að hún meiddist í baki við tökur á myndinni Aeon Flux í síðasta mánuði en tök- ur fóru fram í Berlín. Stuart Townsend, kær- asti Theron og mótleikari henn- ar í Head in the Clouds, var hins veg- ar viðstaddur frumsýninguna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.