Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 25
Útsalan er eingöngu í verslun Hans Petersen á Laugavegi 178 Verð nú 22.900 22.000 kr. afsláttur DX 4530 • 5 milljón pixla • Þrefaldur optískur aðdráttur Kodak EasyShare starter kit fylgir Verð nú 21.900 18.000 kr. afsláttur DX 6340 • 3 milljón pixla • Fjórfaldur optískur aðdráttur. Kodak EasyShare starter kit fylgir Síðustu dagar útsölunnar! Mikið úrval af stafrænum myndavélum, prenturum og aukahlutum. 17MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004 Almannafé misnotað Fréttir af því að Síminn hafi keypt sýn- ingarrétt á ensku knattspyrnunni og fjórðung í Skjá einum vekja furðu. Hvað vill fyrirtæki í ríkiseigu, sem ætlunin er að selja á næstunni, með svona fjárfest- ingu? Svo láta ráðamenn eins og þeir hafi ekki vitað neitt um þessar fjárfest- ingar Símans. Hversu langt er hægt að ganga í að gera grín að almenningi? Ef þetta er rétt þá efast ég um hæfni þess- ara manna til að fara með almannaeig- ur og almannafé. Hér er verið að nota almannafé til að skekkja samkeppnis- stöðuna á markaðinum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á althingi.is/arj Löngu útkrotuð blöð... Nú veit ég ekki hvort eitthvað er eftir af vinstri mönnum í Framsókn lengur, nema þá á meðal kjósenda flokksins. Þó er ágæt félagshyggjuhugsun hjá Guðna Ágústssyni og Jóni Kristjánssyni þegar þeir sjálfir ráða för. Árni Magnús- son er enn of ungur í pólitík til að hægt sé að átta sig fullkomlega á áherslum hans en um sumt sýnast mér þær vera ágætar. En ef Árni er óskrifað blað verð- ur hið sama ekki sagt um þá ráðherra flokksins sem enn eru ónefndir. Halldór, Valgerður og Siv eru löngu útkrotuð blöð og það með verkum sem maður hefði haldið að fæstir vildu hafa á sam- viskunni: Stærstu náttúruspjöllum Ís- landssögunnar, stuðningi við heims- valdastefnu Bandaríkjanna, sölu á verð- mætum eigum þjóðarinnar til pólitískra vildarvina, svikum á samningum við ör- yrkja, einkavæðingu og samdrætti í vel- ferðarþjónustu, rándýr gæluverkefni, stofnun íslenskrar herdeildar á bak við tjöldin... Ögmundur Jónasson á ogmundur.is James Bond sem kvenmaður Ef James Bond myndi stíga fram á sjónarsviðið nú væri hann eflaust kven- maður, Jenny Bond, sem var valin í starfið þar sem hún þótti jafn hæf til starfans og fyrrverandi maður hennar. Hún fór frá honum eftir að hafa komið að honum í rúmi með annarri á hóteli í Istanbul, þegar James átti að vera að ná í dulsmálsvél af Sovétmönnum á tímum kalda stríðsins. Fráskilin þriggja barna móðir myndi Jenny bjóða hinum karllæga heimi birginn, drekka jarðar- berjakampavín á barnum, kælt með þremur ísmolum. En Jenny myndi þurfa að gera meira en sigra heiminn, hún þarf að berjast gegn niðurskurði á fjárheimildum frá breska ríkinu til leyniþjónustunnar. Þá þarf hún að rétt- læta starfið fyrir lögfræðingi sínum sem er hræddur um að James reyni að ná af henni forræðinu, hún er í hættu- legu starfi og ef hún fellur frá, er þá ekki betra að eiginmaðurinn fyrrver- andi hafi forræðið? Haukur Agnarsson á sellan.is Missagt var í dálkinum Frá degi til dags í blaðinu í gær að Siv Friðleifsdóttir, frá- farandi umhverfiráðherra, hefði verið viðstödd þegar ísjaka var lyft upp úr Jök- ulsárlóni á Breiðamerkursandi í fyrra- dag. Siv var stödd í Skaftafelli á sama tíma, en Halldór Ásgrímsson fylgdist hins vegar með jakalyftunni svo sem sagt var frá í sama dálki. Eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Nýjar tölur um fortíðina Nú liggja fyrir tölur um hagvöxt fyrir fyrri helming þessa árs, auk þess sem tölur fyrir síðasta ár hafa verið endurskoðað- ar. Allt árið í fyrra var hagvöxtur 4,3%. Hagvöxtur janúar til mars var svipaður, en mánuðina apríl, maí og júní á þessu ári mældist hagvöxtur 6,5%. Síðast sáust tölur af þessari stærð á fyrsta árs- fjórðungi 2001 þegar hagvöxtur mæld- ist 8%. Allt eru þetta fremur háar tölur þegar kemur að hagvexti og eru vísbending um að ójafnvægi sé að myndast í þjóðarbúskapnum með tilheyrandi þenslu. Því til stuðnings má benda á að verðbólga er í hærri kantinum eða 3,5%. Þá fer viðskiptahalli vaxandi og nam á tímabilinu janúar til júní 28 milljörðum, sem er tvöfalt hærri upp- hæð en í fyrra. Á hinn bóginn hefði maður átt von á því að atvinnuleysi færi lækkandi á móti, en það er nú svipað og var fyrir ári síðan. Aukinn hagvöxt má að mestu rekja til vaxtar í einkaneyslu og fjárfestingu. Auk- in fjárfesting kemur auðvitað að stórum hluta af stóriðjuframkvæmdum, enda jókst fjárfesting atvinnuveganna um 26% í fyrra. Fjármunamyndun í heild jókst um 17,5%. Í ljósi mikilla umsvifa á íbúða- markaði ætti það ekki að koma á óvart að fjárfesting í íbúðarhúsum jókst um 13,5%. Fjárfesting hins opinbera stóð á hinn bóginn í stað. Vöxtur í fjármuna- myndum hélt áfram á þessu ári, eða um 15-20% á fyrsta og öðrum ársfjórðungi. Í fyrra mátti rekja stærri hluta hag- vaxtar til einkaneyslu en fjárfestingar, enda einkaneysla mun meiri en fjár- festing í hlutfalli af landsframleiðslu. Vöxtur einkaneyslu nam 6,5% í fyrra. Þarna er um að ræða neyslu einstak- linga á árinu 2003 umfram það sem hún var á árinu 2002. Mesta aukning- in er í útgjöldum Íslendinga erlendis, útgjöldum vegna bifreiða og til ferða- laga, og starfsemi samtaka. Þá jukust útgjöld vegna húsnæðis einnig tölu- vert á milli ára. Á fyrri hluta þessa árs hefur einkaneysla aukist um 6,5-8%. En hvað er fram undan? Seðlabankinn spáir ríflega 4% hagvexti á þessu ári. Í ljósi talna fyrir fyrri helming ársins og þar sem ekki er útlit fyrir breytingu á síðari hluta ársins er þessi spá líklega of lág. Ekki er heldur útlit fyrir minni viðskipta- halla á síðari hluta ársins. Á hinn bóginn hefur verðbólga ekki aukist síðustu mán- uði. Fram undan eru aftur á móti skatta- lækkanir sem væntanlega munu ýta und- ir aukna einkaneyslu og stóriðjufram- kvæmdir munu halda áfram næstu árin. Það lítur því út fyrir vaxandi ójafnvægi í þjóðarbúskapnum næstu mánuði. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR „Það lítur því út fyrir vaxandi ójafnvægi í þjóðarbúskapnum næstu mánuði.“ ■ LEIÐRÉTTING AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.