Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 39
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Ívan grimmi Kenneth D. Peterson Sigríður Anna Þórðardóttir Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Nýjar leiðir til að ná betri árangri MARGMIÐLUNARLAUSNIR FYRIR KENNSLUSTOFUR Er skólinn þinn í takti við tímann? Toshiba T80 Fyrir staðbundna notkun · 1600 Ansi lumen. · XGA upplausn 1024x768. · Auðveldur að festa í loft. · Löng peruending. · Fjölinnganga (tvær tölvur). Tilboðsverð: 189.900 kr. Polyvision 60” · Einnig hægt að skrifa á með venjulegu tússi. · Enginn sérstakur hugbúnaður. · Eins einfalt í notkun og hægt er að hugsa sér. Tilboðsverð: 185.000 kr. Promethean 60” · Hannaðar af kennurum fyrir kennara. · Fullt af gagnlegum kennsluhugbúnaði. Tilboðsverð: 195.000 kr. Sony VPL EX1 Mjög meðfærilegur · 1500 Ansi lumen. · XGA upplausn 1024x768. · Glæsileg hönnun. · Sérlega einfaldur í notkun. · Lampaending 2000 klst. Tilboðsverð: 199.900 kr. Í samræmi við þá þróun að meginhluti kennsluefnis sé á tölvutæku formi verða skólar að búa yfir öflugum margmiðlunarlausnum. Þannig geta kennarar boðið nemendum upp á markvissari kennslu sem skilar betri árangri. Nýherji býður heildarlausnir fyrir kennslustofur þar sem gæði og traust þjónusta eru í fyrirrúmi. Má þar nefna myndvarpa, sýningartjöld, rafrænar kennslutöflur og raddhjálp. Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem bjóða þér faglega ráðgjöf við val á réttu margmiðlunarlausninni. Myndvarpar Staðalbúnaður í hverja stofu Rafrænar töflur Náðu betri tengslum við nemendur Raddhjálp Náðu athygli nemenda · Þráðlaus hljóðnemi (vinnur á innrauðu ljósi) þannig að ekki heyrist úr stofunni. · Hefur hjálpað mörgum lágrödduðum kennurum. · Hægt að tala yfir 20-30 manns. · Bose Mediamate hljóðkerfi fylgir með. Tilboðsverð: 49.000 kr. 31MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004 Heyrst hefur að Sigríður Anna Þórð-ardóttir, sem tekur við starfi um- hverfisráðherra í dag, sé búin að finna sér aðstoðarmann. Sá mun vera Har- aldur Johannessen, blaðamaður á Morgunblaðinu. Sjálfstæðismenn sjá greinilega mikla hæfileika á Morgun- blaðinu því Þorgerður Katrín valdi einnig sinn aðstoðarmann þaðan eins og menn muna. Af sjö aðs toðarmönnum Sjálfstæðisráðherr- anna er því ein- ungis ein kona, sem er Ragnheið- ur Árnadóttir, að- stoðarmaður Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra. Ínokkurn tíma hefur verið ljóst að útkemur plata með Bang Gang fyrir jólin og einnig er búið að framleiða „heimildarmynd“ um Barða Jó- hannsson, sem ber nafnið Hver er Barði? og verður frumsýnd á Nor- disk Panorama nú í lok september. Heyrst hefur að allar líkur séu á því að Barði sé að fara að vinna tónlist- ina við aðra heimildarmynd, Ís- lenska sveitin eftir Friðrik Guðmundsson og fjallar um íslensku friðargæsl- una í Kabúl í Afganistan. Ekki verður hann sá eini sem mun semja tónlistina við þá mynd, því ekki verri tónlistarmenn en Bó sjálfur, Björgvin Halldórsson, hafi tekið jákvætt í hugmyndina að leggj- a til einhver lög. Ef úr verður mun tónlistin koma út á geisladisk fyrir jólin og koma því út tvær plötur frá Barða fyrir næstu jól. Það er alltaf spennandi að sjá hvaðafólk gengur saman og hvar. Í fyrra- dag sást til dæmis til þeirra Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmann Davíðs Oddssonar, Orra Haukssonar, fyrrver- andi aðstoðarmanns Davíðs en núver- andi framkvæmdastjóra þróunarsviðs Símans og Gunnars J. Birgissonar, stjórnarformanns Skjás eins á tali fyr- ir utan Stjórnarráðið. Það getur svo sem verið að þeir hafi verið að ræða veðrið en þeir sem sáu þá ræða sam- an hefur kannski komið til hugar að tengja fund þeirra óvæntu viðtali Kastljóssins við Rannveigu Rist, stjórnarformann Sím- ans, þá um kvöldið. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir fréttamanna hafði Rannveig ekki gefið kost á sér áður í viðtal um eignarhlut Símans í Skjá einum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gærmun rithöfundurinn Einar Már eiga fimmtugsafmæli nú um helgina. Nú hefur heyrst að ritstjóri Einars Más í Danmörku, Jens Christiansen sem hefur gert Einar að stórsöluhöfundi í Danmörku og að sumra sögn einum af fimm þekktustu rithöfundum í Dan- mörku, mun mæta á svæðið til að skála fyrir höfundi sínum. Á sama tíma verður kápan af jólabókinni hans Ein- ars, Bítlaávarpið, frum- sýnd. Bækur Einars Más hafa venjulega komið seint út á árinu, en nú á afmælisárinu mun bók hans víst koma út með fyrri skipun- um. Ílok mánaðarins er væntanleg tillandsins breski barnabókahöfund- irnnn Georgia Byng, höfundur bókar- innar Molly Moon og dáleiðslubókin sem út kom hjá Bjarti fyrir nokkrum misserum. Hún mun taka þátt í glæsi- legri barnabókmenntahátíð sem Nor- ræna húsið stendur fyrir dagana 30. september til 2. október en ætlar einn- ig að nota tækifærið og ferðast um landið með eiginmanni sínum og syni. Ný bók eftir Georgiu, Molly Moon stöðvar heiminn, er væntanleg frá Bjarti með haustinu. Heimsókn hennar hingað til lands kemur rétt mátulega í kjölfarið á sýningu gríndávaldsins Sai- lesh sem treður upp á Broadway 24. september, en Molly hefur sem kunn- ugt er einstæða dáleiðsluhæfileika sem nýtast henni í hinum margvíslegu ævintýrum. FRÉTTIR AF FÓLKI Pegasus Panarctica hefur nýlega lokið við að taka upp nýtt mynd- band Bjarkar og er þetta annað myndbandið sem Pegasus fram- leiðir af nýju plötu hennar, Medúlla. En þetta myndband er framleitt í samvinnu við fyrir- tæki Ridley Scott, Black Dog. Fyrsta myndbandið var við lagið The Triumph of a Heart, í leik- stjórn Spike Jonze en það mynd- band var að hluta tekið á Sirkus með þátttöku ýmissa vel þekktra andlita hér á landi. Nýja mynd- bandið er við lagið Who is it? og að sögn Snorra Þórissonar hjá Pegasus gengu tökur ljómandi vel og má búast við myndbandinu á öldum ljósvakans fljótlega. Þetta myndband var tekið austur á Söndum og má þar sjá Björk í sérhönnuðum bjöllubún- ing, gerðum úr litlum stálbjöllum. Einnig koma þar fram börn, einn- ig í litlum bjöllubúningum, sem spila á handbjöllur. Leikstjóri myndbandsins er Dawn Shad- forth sem meðal annars hefur leikstýrt tónlistarmyndböndum með Kylie Minogue, Garbage og Jamiroquai. ■ Bjölluómur á Söndum BJÖRK Tökum á öðru myndbandi Medúllu er lokið og mun það fljótlega sjást á skjánum. TÓNLIST BJÖRK ■ Dawn Shadforth leikstýrir nýju myndbandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.