Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 18
Skráning í síma 891 7667 (Bjarni) og 896 1248 (Þuríður). Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal. Næsta námskeið 25. september Barnatímar kl.17.00 Byrjendur fullorðnir kl. 18.00 Framhaldstímar kl. 19.00 REIÐSKÓLINN ÞYRILL Uppl. og skráning í síma 588 7887 og 899 4600 Páfagaukalærdómur hefur sína kosti og galla. Hann er þrælgóður til að þjálfa minnið og hentar vel fyrir ýmsa vitneskju eins og margföldunartöfluna eða sagnir í erlendum tungumálum. Í sumum tilfellum þarf að bæta við skilningi á því sem verið er að þylja upp og þá ætti vitneskjan að festast vel í minninu. ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Nú þarf ekki að bíða til næsta sumars til að koma á vinsælu námskeiðin okkar. Ný 6 vikna námskeið (1 sinni í viku), fyrir 8-12 ára, hefjast 21., 23., og 25. sept. Aðeins 8500 kr. Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. www.keramik.is Nýjung! HAUSTNÁMSKEIÐ fyri skapandi börn. 1. Búðu til lag. Það hljómar kannski væmið og þú hefur örugglega heyrt þetta áður en það virkar! Það er líka miklu skemmtilegra að búa til lag úr leiðinlegum staðarheitum og körlum úr sögubókinni en að sofna yfir bók- inni. Þú ræður hvernig form þú notar – lag, ljóð eða rapp. Endurtekningin æfir heilann og því oftar sem þú syng- ur lagið, því betur manstu allt fyrir prófið. Síðan geturðu líka sungið lag- ið í prófinu, sem er alls ekki verra. Þessi aðferð virkar reyndar best þar sem þarf að leggja á minnið mörg nöfn og dagsetningar en þú getur alltaf notað ímyndunaraflið og sett stærðfræðiformúluna í skemmtilegt lag. 2. Láttu einhvern spyrja þig út úr. Ein af ástæðunum fyrir því að okkur finnst lærdómur leiðinlegur er að hann hlekkjar okkur í órjúfanlega þögn og einsemd. Það er miklu skemmtilegra að hafa einhvern hjá sér og jafnvel breyta lær- dómnum í sniðugan spurninga- þátt. Þið getið miðlað þekkingu til hvors annars og lært af hvoru öðru. Síðan er miklu meira af- slappandi að vinur spyrji mann en kennari. 3. Ekki fresta lærdómnum. Hættu að leika þér í tölvunni, slökktu á sjón- varpinu og skelltu nefinu langt ofan í bækurnar. „Um leið og Nylon-þátt- urinn er búinn þá byrja ég að læra,“ er setning sem þú ættir ekki að læða í huga þinn. Ekki láta neitt tru- fla þig og byrjaðu að læra núna strax. ■ Það er ekki vænlegt að bíða með að læra þangað til kvöldið fyrir próf en stundum getur það komið fyrir besta fólk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Hvernig get ég lært allt... ...kvöldið fyrir próf? Þekkingarmiðlun er þjálfunarfyrir- tæki sem sérhæfir sig í því að miðla þekkingu og styrkja þannig einstak- linga og vinnustaði. Hjónin Ingrid Kuhlman og Eyþór Eðvarðsson stofnuðu fyrirtækið 2002 og reka það heiman frá sér í Bessastaða- hreppi. Þau halda námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir, námskeið sem lúta að vinnustaðnum og eru til að styrkja starfsfólkið í starfi. „Við stöndum til dæmis fyrir námskeiðum í tímastjórnun og streitustjórnun, tilfinningagreind og þess háttar. Við reynum að fá til okkar hæfasta fólkið hverju sinni til að halda námskeið og leggjum áherslu á námskeið á sviði per- sónulegrar hæfni sem styrkja ein- staklinginn til dæmis í framkomu, ræðuhöldum og þess háttar. Það er algengt að fólk þurfi að halda kynningar og koma fram eða eiga í samskiptum fyrir hönd fyrirtækis- ins og Edda Björgvinsdóttir leik- kona hefur stjórnað slíkum nám- skeiðum fyrir okkur með mikilli prýði. Á síðasta ári fórum við af stað með námskeið þar sem Ing- veldur Ýr Jónsdóttir söngkona kennir fólki raddbeitingu og þau hafa reynst afar vinsæl. Þessi nám- skeið eru einkum hugsuð fyrir fólk sem þarf mikið á röddinni að halda eins og kennara eða þá sem vinna við að svara í síma í þjónustuveri og þurfa að svara mörgum símtöl- um á dag.“ Þekkingarmiðlun sinnir bæði þörfum fyrirtækja og einstaklinga. „Umsvif okkar skiptast þannig að meirihluti námskeiðanna er hald- inn hjá fyrirtækjum og oftar en ekki eru þau sérsniðin fyrir starfs- fólkið en svo stöndum við líka fyr- ir einstaklingsnámskeiðum sem hver sem er getur sótt. Þar getur fólk bætt starfshæfni sína og lífs- leikni, hitt aðra í sömu eða svipuð- um störfum og myndað tengsl enda hafa allir gott og gaman af því að deila reynslu sinni og þurfa ekki alltaf að finna upp hjólið.“ Hægt er að kynna sér þau nám- skeið sem eru í boði á heimasíðunni www.thekkingarmidlun.is og þar getur fólk skráð sig á póstlista og fengið upplýsingar um hvað er á döfinni hjá Þekkingarmiðlun. brynhildurb@frettabladid.is Hjónin Ingrid Kuhlman og Eyþór Eðvarðsson reka Þekkingarmiðlun. Þekkingarmiðlun hefur sérhæft sig í námskeiðahaldi í fyrirtækjum: Tímastjórnun, streitu- stjórnun og tilfinningagreind SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » „Við erum að virkja getu hvers og eins til að takast á við framtíðina. Markmiðið hjá okkur er að aðstoða fólk sem misst hefur vinnuna vegna andlegra eða líkamlegra áfalla. Það gerum við meðal annars með því að tengja saman mennta- og heilbrigðiskerfið,“ segir fram- kvæmdastjóri Janusar – endurhæf- ingar, Kristín Siggeirsdóttir. For- seti Íslands afhenti starfsmennta- verðlaunum Menntar í gær í tilefni af viku símenntunar og Janus er eitt þeirra fyrirtækja sem þau hlaut. Það er til húsa í Vörðuskóla við Iðnskólann í Reykjavík og þar starfa iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur og félagsráðgjafi og sex kennarar Iðnskólans, ásamt læknum á geð- og endurhæfingar- sviðum. Einnig hefur Íslandsbanki nýlega komið að starfinu og þar með er búið að tengja það hagkerf- inu. „Við höfum tekið eftir að það eru oft fjármálin sem hindra fólk í að komast aftur út í atvinnulífið. Þessvegna fáum við sérfræðinga til að leiðbeina því,“ segir Kristín og heldur áfram. „Við nýtum þá innviði í þjóðfé- laginu sem þegar eru til staðar og þurfum enga kastala í kringum okkur. Tengingin við Iðnskólann gerir það að verkum að allt námið hjá okkur gildir sex einingar á framhaldsskólastigi. Líka það sem heilbrigðisstarfsmenn kenna. Það eru engin próf heldur þarf fólkið bara að mæta og leysa ýmis verk- efni,“ segir hún og tekur fram að hver og einn sem sem leiti til Janusar sé sérfræðingurinn í sjálf- um sér. „Við erum bara til aðstoðar hon- um samkvæmt þeim áherslum sem hann þarf á að halda til að komast aftur út í þjóðfélagið. Við höfum þjónustað um 80 manns í gegnum árin og um síðustu áramót voru 38% þátttakenda komnir aftur út í atvinnulífið eða frekara nám þrátt fyrir að hafa að meðaltali verið 2 og 1/2 ár frá vinnu.“ gun@frettabladid.is Jöfnunarstyrkur til náms: Aksturs- og dvalarstyrkir Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna geta sótt um styrk til sjóðs- ins og kallast hann jöfnunarstyrkur til náms. Umsóknarfrestur um hann er til 31. október. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. Um tvennskonar styrki er að ræða, akstursstyrki og dvalarstyrki og í fyrra var hámarksakstursstyrkur 50 þúsund á önn og dvalarstyrkur 80 þús- und, að sögn Jóns Guðmundssonar hjá lánasjóðnum. Styrkurinn er greiddur út að lokinni önn og er háður lágmarkseininga- fjölda og mætingum í próf. Sækja má um styrkinn á heimasíðu LÍN, www.lin.is. ■ Kristín segir 38% þeirra sem leitað hafi til Janusar vera komna aftur í atvinnulíf eða nám. Janus – endurhæfing fékk starfsmenntaverðlaun: Einstaklingar virkjaðir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Myndskurður og öskjugerð: Norsk aðferð Námskeið í myndskurði og öskjugerð eru að hefjast í næstu viku. Þau fara fram á gamalgrónu verkstæði á Laugavegi 100 á þriðjudögum og fimmtudögum. Nám- skeiðin eru 24 klukkustundir að lengd og taka sex vikur. Leiðbeinandinn er Örn Sigurðsson, myndskeri og húsgagna- smíðameistari. Hann er þaulvanur að halda slík námskeið, einkum í mynd- skurðinum, en kveðst líka hafa lært ævagamla norska aðferð við öskjugerð og vera tilbúinn að miðla þeirri þekkingu ef einhver hafi áhuga. Hann gefur nánari upplýsingar og tekur við pöntunum á námskeiðin í síma 848 8659. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.