Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004 80%veðsetningarhlutfallFrjáls íbúðalán, 4,2% verðtryggðir vextirEngin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti Fasteignalán, 5,4% til 7,5% verðtryggðir vextir Ekki gerð krafa um fyrsta veðrétt í fasteign Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is H im in n o g h a f www.frjalsi. is Lífsleikninámskeið verða æ vin- sælli hjá Endurmenntun. Kolbrún Erla Matthíasdóttir, markaðsstjóri Endurmenntunar, segir að meðvit- undin sé vaxandi í þjóðfélaginu um að fólk þjálfi sig áfram, bæði sem einstaklingar og starfs- kraftar. „Þar nýtast sjálfshjálpar- námskeiðin vel. Fyrirtækin gera stöðugt meiri kröfur um símennt- un og nú eru víða fastar skorður þannig að allir starfsmenn eiga kost á einu til tveimur námskeið- um á misseri. Að hafa farið á nám- skeið hjá Endurmenntun HÍ hefur raunverulegt gildi og við heyrum frá ráðningarskrifstofum að mörg fyrirtæki vilji frekar ráða starfs- menn sem sýna vilja til að efla sig heldur en hina sem hafa jafnvel flottari gráður.“ ■ Kolbrún Erla Matthíasdóttir segir að at- vinnurekendur kunni vel að meta fólk sem sækir námskeið til að efla sig í einkalífi og starfi. Endurmenntun HÍ: Lífsleikninámskeið æ vinsælli Þótt ekki standi til að gera ís- lenskt skólafólk að kenjakrökk- um þá er heimsókn á sýninguna Kenjarnar eftir spænska málar- ann Francisco de Goya meðal þess sem nemendum er boðið er upp á nú í byrjun skólaárs. Hún stendur yfir í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, og þar fá nemendur lifandi leiðsögn um sali og sérstök verkefni til að leysa. Þau eru í formi krossgáta, ratleikja eða annarra skemmti- legra tiltækja, grunninn að þeim verkefnum gerði listfræðingur- inn Yean See Quay fyrir Lista- safnið á Akureyri og Listasafn Reykjavíkur. Goya-sýningin stendur til 3. október í Hafnar- húsinu og þá bryddar safnið upp á öðrum skemmtilegum verkefn- um fyrir skólafólk á öllum aldri. Til dæmis hefur það gert sér- stakt námsefni um máttar- stólpana í safneigninni, þá Ás- mund, Kjarval og Erró og boðið er uppá rútuferðir í tengslum við það. Listasafn Reykjavíkur hefur rekið fræðslustarf frá 1991 sem hefur vaxið jafnt og þétt enda eru ferðir á söfn fastur liður í starfi margra skóla á landinu. „Við vilj- um að nemendur spyrji út í verk- in og séu virkir, því þannig læra þeir,“ segir Ólöf Kristín Sigurðar- dóttir deildarstjóri. Hún segir sýningu Ólafs Elíassonar í Hafn- arhúsinu í fyrravetur hafa slegið öll met í aðsókn því um 8.000 nem- endur í 340 hópum hafi komið á hana en að jafnaði taki safnið á móti 10.000 nemendum á ári. Skól- arnir á höfuðborgarsvæðinu eru í meirihluta enda eiga þeir hægast um vik en einnig koma margir af landsbyggðinni. „Það eru sömu skólarnir sem koma ár eftir ár utan af landi á öll söfnin,“ segir Ólöf og getur þess að í lokin að al- mennir safngestir sem komi með börn með sér á Goya-sýninguna geti fengið lánuð verkefni fyrir þau – sem geri heimsóknina enn skemmtilegri. gun@frettabladid.is Lifandi leiðsögn á listasöfnum: Skólabörn fræðast um Kenjar Goya Ólöf Kristín segir nemendur spekúlera í því sem fyrir augu ber á safninu og vera duglega að spyrja og á Goya-sýningunni í Hafnarhúsinu sé margt skondið að sjá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Námskeið fyrir konur: Innri friður – innri styrkur Helgarnámskeið fyrir konur verða haldin að Fögruhlíð í Fljóts- hlíð haustið 2004. Námskeiðin verða þann 1.-3. og 22.-24. október næstkomandi. Leiðbeinandi verð- ur Bergþóra Reynisdóttir geð- hjúkrunarfræðingur. Katrín Jóns- dóttir, svæða- og viðbragðsfræð- ingur, verður gestafyrirlesari og mun sjá um slökun. Lögð verður áhersla á næringarríkan og fersk- an mat, meðal annars grænmetis- fæði. Þátttökugjald er 28.000 kr. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur og fleiri stéttarfélög veita fé- lagsmönnum styrk til þátttöku á námskeiðinu. Þátttakendur fá skjal til staðfestingar á þátttöku sinni, en alls eru 23 kennslustund- ir. Nánari upplýsingar eru í síma 863 6669 / 564 6669. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar í gegnum netfangið liljan@isl.is. Skráning er á sama netfangi. Meðal markmiða námskeiðsins er að byggja upp undirstöðu í sjálfsþekkingu, sjálfseflingu og samskiptahæfni sem leiðir til innra öryggis og tilfinningalegs jafnvægis. ■ „Heimilisiðnaðarskólinn hefur ver- ið rekinn í um 25 ár,“ segir Ásdís Birgisdóttir, ráðskona Heimilisiðn- aðarskólans. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á námskeið þar sem kennd eru ýmis gömul vinnubrögð sem margt er svo mjög í tísku núna.“ Meðal þess sem kennt er í Heimilisiðnaðarskólanum er þæf- ing, tóvinna, sjalaprjón og -hekl, vefnaður, spjaldvefnaður, útsaum- ur, útskurður, jurtalitun og síðast en ekki síst þjóðbúningasaumur (skautbúningur, faldbúningur, upp- hlutur, peysuföt og herraföt) og er þá aðeins fátt eitt tínt til. ■ Heimilisiðnaðarskólinn: Gömul vinnubrögð í tísku Jurtalitað garn er mjög fallegt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.