Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004 Ný tækifæri til verslunarreksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef þú ert með góða hugmynd um verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá gæti tækifærið verið á næsta leiti. Efnt verður til forvals um verslunarrekstur í flugstöðinni. Um er að ræða brottfarasvæði bæði í eldri og nýrri byggingu stöðvarinnar sem og á móttökusvæði farþega utan fríverslunarsvæðisins. Allir sem telja sig vera með góða hugmynd um rekstur sem á erindi inn á þetta eftirsótta verslunarsvæði eru hvattir til að kynna sér málið og taka þátt í forvalinu. Kynningarfundur Kynning á forvalinu og þeim breytingum sem framundan eru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður á Grand Hótel fimmtudaginn 16. september n.k. og hefst hún klukkan 13.30. KYNNINGARFUNDUR á Grand Hótel 16. september kl. 13.30 Rekur þú verslun? Á kynningarfundinum verður hægt að kaupa forvalsgögn og kosta þau 5.000 krónur. Einnig verður hægt að nálgast gögn um forvalið eftir fundinn á rafrænu formi á heimasíðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, www.airport.is. Í forvalsgögnunum er meðal annars að finna leiðbeiningar um forvalið og hvernig skila beri umsóknum. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 329 manns á sjúkrahúsi eftir fjöldamorðin í Beslan: Enn eru margir í lífshættu RÚSSLAND, AP Fjöldi þeirra sem lét- ust í gíslatökunni í Beslan í Rúss- landi á líklega eftir að aukast. Sam- kvæmt nýjustu tölum eru 338 manns látnir en 329 manns eru enn á sjúkrahúsi. Af þeim 329 sem enn eru á sjúkrahúsi eru 122 í Moskvu en 209 í Norður-Ossetíu. Flestir þeirra sem eru á sjúkrahúsinu í Moskvu eru illa haldnir og um fimmtíu þeirra eru enn í lífshættu. Meirihluti þeirra sem eru alvarlega særðir er börn. Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á 84 lík sem fundust í rústun- um í skólanum í Beslan. Af þeim sem ekki hefur tekist að bera kennsl á eru 52 börn. Stjórnvöld í Moskvu kenna tsjetsjenskum hryðjuverka- mönnum um fjöldamorðin í Beslan. Þau leita nú logandi ljósi að Shamil Basajev og Aslan Maskhadov, leiðtogum tsjetsjen- skra uppreisnarmanna. Rúss- neska ríkisstjórnin hefur heitið 700 milljónum króna fyrir upp- lýsingar sem leiða til handtöku mannanna. ■ LÁTNIR SYRGÐIR Rússnesk kona stendur inni í íþróttasaln- um þar sem fjöldamorðin voru framin. Loftslagsbreytingar: Blair áhyggjufullur BRETLAND Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, segist hafa mikl- ar áhyggjur af loftslagsbreyting- um í heiminum. í viðtali við BBC segir hann að bregðast verði við breytingunum sem fyrst. Tíminn sé að renna út. Blair flytur ræðu um málið í London á morgun. Sérfræðingar telja að þar muni hann jafnvel kalla eftir aðgerðum til að minnka mengun frá flugvélum. Þeir eru hins vegar ekki sammála um það hvort hann muni koma með sérstakar tillögur sem lúta að loftslagsbreytingum til að sporna gegn hækkandi hitastigi. ■ Vinsælustu þættirnir: Flestir í Sjónvarpinu KÖNNUN Sjónvarpið sýndi átta af tíu vinsælustu dagskrárliðum sjón- varpsstöðvanna í ágúst, samkvæmt Gallup. Rangur listi fylgdi frétt í gær en hinn rétti fylgir hér. Beðist er velvirðingar á mistökunum. ■ Fyrstu verk Davíðs: Til Slóveníu Davíð Oddsson, sem tekur við embætti utanríkisráðherra í dag, fer til Slóveníu í boði forseta landsins 20. september. „Þetta er í raun áframhald á starfi mínu sem forsætisráð- herra,“ sagði Davíð Oddson í gær.“ Forsetinn hringdi í mig og komst að því að ég væri á sjúkra- húsi og væri að gangast undir sömu nýrnaaðgerð og hann hefði gert nákvæmlega 5 árum fyrr, upp á dag. Hann vildi endilega að ég kæmi þótt ég yrði kominn í nýtt embætti.“ Davíð verður tíu daga í ferðinni. Hann upplýsti blaðamenn um heilsufar sitt við lok síðasta ríkisstjórnarfundar sem hann stýrði í gær og sagði að heilsan væri „upp og niður“. Bú- ast mætti þó við að októbermán- uður yrði honum erfiður vegna næstu verkefna í læknismeðferð- inni en þá verður utanríkisráð- herranum verðandi gefið „geisla- virkt joð“. Davíð sagðist vonast til að ná fullum starfskröfum upp úr því. Davíð hefur sagt að varnar- málin verði helsta viðfangsefnið í utanríkisráðuneytinu og hefðu hann og Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sam- mælst um að hittast á fundi og leysa þau mál þegar Davíð hefði náð fullri heilsu. „Powell sagðist alltaf hafa tíma til að hitta mig,“ sagði Davíð. ■ Forsætisráð- herra frá 1991-2004 Lykildagsetningar á ferli fráfarandi forsætisráðherra 1991 Davíð Oddsson verður forsætisráðherra 30. apríl eftir kosningasigur og myndun „Viðeyjarstjórnar“ Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. 1991 EES-samningurinn undirritaður. 1991-1995 Viðeyjarstjórnin í erfiðri glímu við atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki síst vegna niðurskurðar þorskkvóta, einkavæðing hefst. 1994 R-listinn vinnur Ráðhúsið eftir ófarir arf- taka Davíðs í höfuðborginni og heldur velli í tvennum kosningum. 1995 Davíð forsætisráðherra á ný, nú í sam- vinnu við Framsóknarflokkinn. 1995-1999 Efnahagsástand batnar, einkavæð- ing heldur áfram. 1999 Stjórnarflokkarnir halda velli í kosning- um, stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks endurnýjað. 1999-2003 Einkavæðing nær hámarki með sölu ríkisbankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka, 2002-2003. 2003 Ríkisstjórnin heldur naumlega velli. Stjórnarsamstarf endurnýjað og stóla- skiptin ákveðin. 2004 Forseti Íslands neitar að undirrita lög sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum. 2004 Davíð Oddsson lætur af embætti for- sætisráðherra 15. september. VINSÆLASTA SJÓNVARPSEFNIÐ: 1 Fréttir Sjónvarpsins (RÚV) 43,4% 2 Setningarathöfn Ól. síðari hluti (RÚV) 42,6% 3 Fréttir Stöðvar 2 (St.2) 27,4% 4 Kastljósið (RÚV) 26,1% 5 Ísland-Króatía á Ól. (RÚV) 25,9% 6 Setningarathöfn Ól. fyrri hluti (RÚV) 24,9% 7 Tíu fréttir (RÚV) 22,9% 8 Formúla 1 (RÚV) 22,7% 9 Chelsea-Man.Utd. (Skj.1) 19,6% 10 Matur um víða veröld (RÚV) 17,8%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.