Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004                                                !          "                  # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $       *             !         %#    )'     !  +   !  %         ,     %# !   -                        Góður gangur hefur verið í veið- inni eftir að rigna tók ótæpilega og fiskurinn kom í torfum upp í árnar. Í einni veiðiá á Ströndum veiddust einn daginn yfir 20 lax- ar fyrir hádegi en hellingur hafði gengið af fiski þá um nótt- ina. Veiðimenn sem voru á sil- ungasvæðinu í Miðfjarðará veiddu á tveimur dögum 7 laxa og 43 silunga. Veiðimaður sem var þar við veiðar í gær og fyrradag veiddi tvo laxa og þrjá silunga. Miðfjarðará hefur gefið um 1.550 laxa og lax er ennþá að ganga í ána. „Síðasta holl endaði í 110 löx- um og veiðimenn eru að fá fiska hérna fyrir neðan í Kristna- polli,“ sagði Gylfi Ingason, kokkur í veiðihúsinu Þrándar- gili við Laxá í Dölum, í fyrradag þegar við hittum hann. Þá var hann ekki að elda heldur að ná í lax í klak sem veiðimenn höfðu skömmu áður veitt í Kristna- polli, en þar var mikið af fiski að stökkva. Laxá í Dölum hefur gefið 1.100 laxa og fiskur finnst í mörgum hyljum hennar. „Við vorum að byrja hérna við Kristnapoll og erum búnir að veiða tvo laxa,“ sagði Guðmund- ur Sigurðsson, sem var að landa fallegri 10 punda hrygnu, sem tók svarta Frances og fór í klakkistuna við Kristnapoll. Með Guðmundi á stöng var Grímur Arnarsson og hann setti í lax á rauða Frances í Kristna- polli og henni var sleppt aftur í ána. Veiði er lokið í Elliðaánum og veiddust alls 645 laxar, en fyrir ári síðan veiddust 472 laxar. Batinn á milli ára nemur um 37%. Í fyrra fóru 1.002 laxar í gegnum teljarann en núna voru þeir 1.436. Þetta er miklu betra en fyrir ári síðan. Veiðimenn sem voru að koma úr Álftá á Mýrum veiddu 6 laxa og 20 silunga, en fín veiði hefur verið í Álftá síðan rigna tók. Gljúfurá í Borgarfirði hefur gefið 130 laxa og veiðimenn sem voru fyrir skömmu settu í 20 laxa en lönduðu alls 14 fiskum. Stóra-Laxá í Hreppum hefur lifnað við eftir að fór að rigna og hafa veiðimenn veitt vel, í það minnsta á svæði eitt og tvö. Það sama verður ekki sagt um Iðu, en líklega eru komnir um 120 laxar þar í allt sumar. Daginn sem okkar maður var við veiðar veiddust þrír laxar á Iðu. ■ EINN GÓÐUR Góð veiði hefur verið í Skógá undir Eyjafjöllum, bæði af laxi og silungi. VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Sjö laxar og fjörutíu og þrír silungar GÓÐUR AFLI ÚR ELLIÐAÁM Elliðaárnar enduðu í 645 löxum, sem er miklu betri veiði en fyrir ári síðan. Þessir ungu veiðimenn fengu fína veiði í ánni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.