Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 14
14 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL Verslunarráð Ís- lands sendi bréf til einkavæðing- arnefndar í lok ágúst. Þar er ósk- að eftir því að eftirliti með fram- kvæmdum við hafnir landsins verði komið í hendur einkaaðila. Í bréfinu bendir Verslunarráð á að heimild til útboðs á slíkum verkefnum sé til staðar og að slíkt verkefni félli vel að þeim markmiðum sem framkvæmda- nefnd um einkavæðingu hafi sett sér. Í bréfinu segir að ávinningur af einkavæðingu verkefnisins sé sá að kostnaður komi til með að minnka þar sem samlegðaráhrif séu líklegri til að skila árangri sé verkefnið í höndum einkaaðila. Að sögn Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunar- ráðs, hefur ekkert svar borist við erindinu. Hann segir að nú standi yfir vinna við að koma auga á ýmis verkefni sem heppilegt væri að færa til einkaaðila og að Versl- unarráð muni áfram vekja athygli stjórnvalda, bæði ríki og sveitar- félaga, á þeim tækifærum sem það sér. „Eftir að við settum í gang þessa vinnu höfum við fengið fleiri ábendingar og erum að vinna með þær. Og það er af nógu að taka bæði í rekstri sveitar- félaga og ríkisins. Það er ekki síð- ur ástæða til að hafa auga með því sem er að gerast í rekstri sveitar- félaga,“ segir Þór. ■ VIÐSKIPTI Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. „Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki.“ Íslandspóstur hefur skilað hagn- aði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. „Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna.“ Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem eri í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. „Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sam- mála því. Ég sé fyrir mér nýja notk- un á bréfinu. Ég lít á fjöldadreif- ingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti.“ Einar segir að utan eignar- halds ríkisins, sem hann telji heft- andi, séu miklir möguleikar á sam- legð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa ver- ið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. „Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann af- numinn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem for- stjóri Íslandspósts að einkaréttur- inn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum.“ Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. „Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt.“ Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síð- an áfram tækninámi. Hann lauk síð- an prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. „Ég byrjaði í grunninum og hef unn- ið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu.“ Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta út- kall Evrópusambandsins gellur. „Að- alatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur.“ haflidi@frettabladid.is Samtök verslunar og þjónustu: Kvarta yfir tollinum VIÐSKIPTI Fyrirtæki í verslunar- rekstri hafa undanfarið kvartað mjög yfir því að tollayfirvöld ákvarði álagningu tolla allt að sex ár aftur í tímann. Þetta getur þýtt að tollareikningur vegna vöru sé sendur til verslana löngu eftir að varan sjálf hefur verið seld. Þar sem verslunareigendur ákvarða álagningu á vöru sinni út frá upphaflegri tollafgreiðslu getur þetta haft í för með sér tölu- vert fjárhagstjón. Samtök verslunar og þjónustu vekja athygli á þessu í fréttabréfi sínu nú í vikunni og nefna dæmi um fyrirtæki sem þurfti að greiða 41 milljón króna í viðbótartolla og dráttarvexti löngu eftir að upp- haflega varan var seld. ■ Greining Landsbanka: Spáir hærra íbúðaverði EFNAHAGSMÁL Íbúðaverð mun hækka um tíu til fimmtán pró- sentum meira en búast hafi mátt við á næstu tveimur árum að mati greiningardeildar Landsbankans. Þetta er vegna aukinna möguleika á lánamarkaði. „Það er auðveldara að nálagast ódýrt lánsfé í dag en áður og framboðið er tregbreytanlegt,“ segir Guðmunda Ósk Kristjáns- dóttir. Þetta á sér stað þar sem nokkurn tíma tekur að byggja nýtt íbúðarhúsnæði til að mæta aukinni eftirspurn. „Það má vænta þess að með tímanum lagist framboðið að eftirspurninni og jafnvægi komist aftur á. En til skemmri tíma litið þá getum við séð auknar sveiflur á húsnæðismarkaði,“ segir hún. ■ GUÐMUNDA ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Hjá greiningardeild Landsbanka Íslands. ATORKA KOMIÐ YFIR 50 PRÓSENT Í AFLI Fjárfestingarfélagið Atorka á yfir helmingshlut í Afli eftir að hafa keypt tíu prósenta hlut af Landsbanka Íslands í gær. Eftir viðskiptin á Atorka 50,44 prósent hlutafjár í Afli en í gildi er yfir- tökutilboð í öll bréf félagsins. ■ VIÐSKIPTI Kirkjulundi 13 - Garðabæ - s: 565 6900 - verkhonnun@simnet.is ÚR ÁLI, með eða án lóðréttra pósta Fr á Fo ur S ea so ns S un ro om s Þa ð be st a se m b ýð st ! Á NÝJUM PÓSTI Einar Þorsteinsson hefur lokið breytingu Íslandspósts úr ríkisstofnun í arðbært þjónustu- fyrirtæki. Nú tekst hann á við uppbyggingu Pósthússins, póstdreifingarfyrirtækis sem hyggst sækja fram á grunni dreifingar Fréttablaðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Fer í Pósthúsið frá Íslandspósti Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts, sagði upp störfum í gær. Hann tekur við stjórn Pósthússins, nýs póstdreifingarfyrirtækis sem byggir á grunni dreifingar Fréttablaðsins. VILL EINKAVÆÐA MEIRA Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslun- arráðs Íslands, hefur sent einkavæðingar- nefnd bréf þar sem fram kemur að ráðið telji hyggilegt að einkavæða eftirlit með hafnarframkvæmdum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Verslunarráð vill einkavæða: Sendir hugmyndir til einkavæðingarnefndar SONY KAUPIR MGM Japanski raftækjaframleiðandinn Sony fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa ákveðið að kaupa rekstur Metro-Goldwyn-Mayer. Kaupverðið er talið verða um þrír milljarð- ar dala (ríflega 200 milljarðar króna). Meðal eigna MGM-fyrirtækisins eru mynd- irnar um James Bond og yfir fjögur þúsund aðrar kvikmyndir. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,72 0,24% Sterlingspund 128,73 -0,03% Dönsk króna 11,79 0,03% Evra 87,73 0,05% Gengisvísitala krónu 122,07 -0,04% KAUPHÖLL ÍSLANDS – HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 238 Velta 1.235 milljónir ICEX-15 3.560 0,03% MESTU VIÐSKIPTIN Kaupþing Búnaðarbanki hf. 325.817 Landsbanki Íslands hf. 316.603 Actavis Group hf. 313.708 MESTA HÆKKUN Þormóður Rammi 5,66% Actavis Group hf. 2,67% Nýherji hf. 1,95% MESTA LÆKKUN HB Grandi hf. -6,94% Og Fjarskipti hf. -3,75% Kaldbakur hf. -1,26% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.329,0 0,14% Nasdaq * 1.913,3 0,15% FTSE 4.545,6 -0,28% DAX 3.947,8 -0,16% NIKKEI 11.295,6 0,38% S&P * 1.128,0 0,19% * Bandarískar vísitölur kl. 16.45 Útboð vegna olíu: Sex bjóða VIÐSKIPTI Sex aðilar gerðu tilboð í samning um sölu á olíu til Land- helgisgæslunnar, Hafrann- sóknastofnunarinnar og Flug- málastjórnar. Síðast þegar slíkt útboð fór fram buðu aðeins þrír aðilar. Samkeppnisstofnun tiltók það útboð í skýrslu um verðsamráð olíufélaganna og taldi að þar hefðu Ríkiskaup hugsanlega orð- ið fyrir barðinu á samráði. Félögin sem sendu inn tilboð eru Atlantsolía, Íslensk olíumiðl- un, Kemí ehf., Olíufélagið hf., Olíuverslun Íslands og Skeljung- ur. Að sögn Magnúsar Sigurgeirs- sonar hjá Ríkiskaupum má ætla að niðurstaða úr útboðinu liggi fyrir eftir um fjórar vikur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.