Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004 23 Fáðu flott munnstykki Klikkhausinn klikkaði ekki Beinar útsendingar frá ítölsku A-deildinni hófust á Sýn á sunnudaginn og það var kunnuglegt andlit sem varpaði mestri birtu á skjáinn í fyrsta leiknum. Pa- olo Di Canio var að leika á ný í Serie A eftir 8 ára útlegð og „endur- debúteraði“ fyrir Lazio 16 árum eft- ir að hann lék sinn fyrsta leik með félaginu. Hann var keyptur til félagsins í sumar til að friða aðdáendur eftir að margar hel- stu stjörnur þess hurfu á braut. Di Canio er Lazio-maður heilt í gegn, alinn upp hjá félaginu en var seldur fyrir stórfé til Juventus 1990 og átti öll sín bestu ár í boltanum í burtu frá sínu heittelskaða Lazio. Di Canio var ætlað að vera sam- einingartákn aðdáenda Lazio á þessum þrengingartímum og hann tekur hlutverk sitt greinilega mjög alvarlega. Hann hefur átt í meiðslum í sumar og lítið spilað í æfingaleikjum og voru menn jafnvel á því að hann yrði meira til skrauts í vetur. Kostulegt vítadrama En kappinn var mættur í fremstu víglínu í fyrsta deildarleiknum og hélt upp á það með pompi og prakt, skoraði sigurmark- ið í annars heldur tilþrifalitlum 1-0 sigri Lazio á Sampdoria í Genúa. Markið skor- aði hann úr vítaspyrnu og voru aðdrag- andinn og eftirmálinn mjög í stíl Di Canio og tryggðu honum feitustu fyrir- sagnirnar í ítölsku dagblöðunum. Di Canio átti sniðuga sendingu inn fyrir vörn Sampdoria á Simone Inzaghi, sem skeiðaði í átt að marki Doria en mark- vörðurinn Francesco Antonioli óð á móti og felldi hann. Dómarinn vísaði Antonioli af velli og dæmdi vítaspyrnu. Hófst þó leikþáttur Di Canio. Hann gekk fram fyrir skjöldu og krafðist þess að fá að taka vítaspyrnuna þrátt fyrir að Simone Inzag- hi sé vítaskytta liðsins og hefði í þokka- bót fiskað vítið! Di Canio lét tilmæli sam- herja sinna sem vind um eyru þjóta og engu breytti þótt þjálfarinn Mimmo Caso léti öllum illum látum á hliðarlínunni og galaði inn á völlinn að Inzaghi ætti að taka spyrnuna. Móðgaði litla Inzaghi Fór þetta mjög fyrir brjóstið á Simone Inzaghi, sem brást barnalega við og varð sármóðgaður. Sýndi hann enn einu sinni af hverju hann mun aldrei losna við viður- nefnið ìBaby Inzaghiî enda stendur hann Filippo stóra bróður langt að baki í helstu einkennisþáttum Inzaghi-ættarinnar; markaskorun og að láta sig detta fagmann- lega! Stóri bróðir hefði örugglega krækt í tvö víti í viðbót hið minnsta gegn klaufsk- um varnarmönnum Sampdoria, sem voru sínartandi í hæla litla Inzaghi. Di Canio hafði sitt fram, skoraði örugglega úr spyrn- unni og fagnaði eins og hann hefði orðið Ítalíumeistari. Æstu óhófleg fagnaðarlæti hans mjög aðdáendur Sampdoria og fyl- gdu minniháttar óeirðir á pöllunum í kjöl- farið. En þegar aðdáendur Sampdoria verða búnir að jafna sig ættu þeir að gleðj- ast eins og aðrir aðdáendur ítalska boltans yfir að vera búnir að endurheimta týnda klikkaða soninn heim sem óneitanlega lífg- ar upp á tilveruna með öfgafullum ærslum sínum og stundum leiftrandi snilldartökt- um. Einar Logi Vignisson skrifar um fótboltann á Ítalíu og Spáni. EINAR LOGI VIGNISSON Úrvalsdeild karla í handbolta hófst í gærkvöld: Góð byrjun Framara HANDBOLTI Úrvalsdeild karla í hand- knattleik hófst í gærkvöld með fimm leikjum. Athyglisverðasta viðureign kvöldsins var leikur Fram og KA í Safamýri en þessi lið mættust í úrslitum bikarsins á síðustu leiktíð og þar hafði KA betur. Framarar náðu fram hefndum að þessu sinni og það ansi veg- legum því þeir pökkuðu KA saman og sigruðu, 35–26. KA hefur misst marga leikmenn í sumar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að púsla saman nýju liði hjá KA. Grótta/KR hóf leiktíðina einnig vel með öruggum sigri, 32–20, á mikið breyttu liði Stjörnunnar og ljóst að það er langur og erfiður vetur fram undan hjá Stjörnunni. Valsmenn sýndu mátt sinn þegar þeir tóku á móti Selfossi að Hlíðarenda. Gestirnir áttu aldrei möguleika gegn Valsmönnum sem unnu að lokum stórsigur, 41–28, þrátt fyrir að vera án lykilmanna. Selfoss átti lélegt tímabil í fyrra og liðið virðist vera lítið betra í ár. Mest spennandi leikur kvöldsins fór fram á Akureyri þar sem Þór tók á móti FH. Leikurinn var í járnum allan tímann og það var kannski sanngjarnt að leiknum skyldi lykta með jafn- tefli, 27–27. ÍBV tók síðan á móti ÍR í Eyjum og þar urðu lokatölur, 38–40, fyrir ÍR. ■ HVERT ÞYKIST ÞÚ VERA AÐ FARA? Daninn Michael Bladt komst lítt áleiðis gegn sterkum Frömurum í gær. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.