Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Hringdu í síma 550 5000 Skráning fer einnig fram á skrifstofu DV í Skaftahlið 24, Reykjavík. Tryggðu þér áskrift - og veglega gjöf - í dag! Allir vinna - engin núll! 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Landsbanki Íslands hlýtur Starfsmenntaverðlaunin árið 2004 Starfsmenntaráð og Mennt hafa veitt Landsbanka Íslands Starfsmenntaverðlaunin árið 2004 í flokki fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar innan fyrirtækja á Íslandi. Frumskilyrði árangursríkrar fræðslustarfsemi innan fyrirtækja er vilji, áhugi og metnaður starfsmanna. Landsbankinn er stoltur af starfsfólki sínu og óskar því innilega til hamingju með Starfsmenntaverðlaunin 2004. ÍS LE N SK A A U G L‡ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 58 59 09 /2 00 4 Stólaleikur – skák og mát Stólaleikur var vinsæll leikur íbarnaafmælum þegar ég var barn. Leikurinn fór þannig fram, eins og margir muna, að stólum var raðað þannig að hægt var að ganga í kringum þá. Stólarnir voru hafðir einum færri en leik- mennirnir. Lag var leikið, yfir- leitt af kassettutæki eins og þau voru þá kölluð, og leikmenn gengu í kringum stólana þangað til lagið stöðvaðist. Þá áttu allir að reyna að setjast í stól og sá sem var svifaseinastur og því stólalaus var úr. Þá var stólum fækkað um einn og leikurinn hélt áfram þangað til einn stóð eftir sem sigurvegari. Í DAG er ríkisstjórnin einmitt í slíkum stólaleik. Stólaleikur rík- isstjórnarinnar er reyndar aðeins flóknari en afmælisleikurinn góði og býður svo sannarlega upp á fleiri afbrigði og leikflétt- ur. Kassettutækið er líka illa fjarri góðu gamni. Eitt atriði er til dæmis mjög ólíkt og það er að leikmenn skiptast í tvö lið (og jafnvel fleiri stundum) sem hvort eða hvert um sig hefur einn foringja. Foringjarnir geta samið um allt mögulegt sín á milli, til dæmis fjölda leikmanna í liðum. ANNAR foringinn er aðalfor- inginn og hinn er varaforingi. Þeirra stöðu má eiginlega líkja við stöðu kóngs og drottningar í tafli. Kóngurinn er að sjálfsögðu aðalmaðurinn um hann snýst leikurinn að mestu þrátt fyrir að hann haldi mikið til kyrru fyrir. Hlutverk drottningarinnar er hins vegar meðal annars að æða aftur og fram um leikborðið og verja sinn kóng. STÓLALEIKUR dagsins í dag fór þannig að einum leikmanni var skipt inn á og annar stóð eft- ir stólalaus þrátt fyrir að stólum hefði alls ekki fækkað í leiknum. Svo er kóngurinn orðinn drottn- ing og drottningin kóngur, sem er ekki síður skemmtileg flétta. Það verður forvitnilegt að fylgj- ast með þessum leik til loka og ekki verður síður athyglisvert að sjá hvernig nýju drottningunni gengur að verja sinn kóng. ■ BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.