Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 6
6 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR TYRKLAND AP Hundruð tyrkneskra kvenna gengu í mótmælaskyni um götur Ankara í gær til að sýna í verki andúð sína á fyrirætlan ríkisstjórn- arinnar um að gera framhjáhald að refsiverðu athæfi samkvæmt lögum. Fyrirhugaðar lagabreytingar eru hluti af endurskoðun tyrk- nesku hegningarlaganna, en þeim var síðast breytt fyrir nær átta áratugum. Breytingin mun fela í sér þyngri refsingar gegn nauðgurum, barnaníðingum, þeim sem stunda pyntingar og mansal og mæðrum sem myrða börn sín sem fæðast utan hjónabands. Þá mun lagabreytingin gera nauðgun í hjónabandi og kynferðislega áreitni að refsiverðu athæfi. Forsætisráðherra landsins, Recep Tayyip Erdogan, segir að nýju lögin muni vernda fjölskyld- ur og konur sem hafa sætt mis- rétti af hendi eiginmanns síns. Tyrkneskar konur halda því hins vegar fram að lögin verði notuð gegn konum. Þær muni enda í fangelsi og tapa forræði yfir börnum sínum. Konurnar vara við því að lögin muni ýta undir ærumorð þar sem fjöl- skyldumeðlimur myrðir stúlkur eða konur fyrir að vanvirða fjölskyldu sína. Þá hafa leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins varað við því að lög gegn framhjáhaldi muni standa í vegi fyrir inngöngu Tyrk- lands í ESB. ■ Óska frekari aðstoðar Forseti Íraks hefur óskað eftir að NATO og ESB hjálpi enn frekar til við að binda enda á stríðsástandið í Írak og taki þátt í að byggja upp landið. Tugir borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í landinu í gær. ÍRAK, AP Forseti Íraks, Ghazi al- Yawer, óskaði í gær eftir aðstoð NATO og Evrópusambandsins til að binda enda á hörmungarástandið í landinu og byggja upp hið stríðs- hrjáða land. Aðildarríki NATO standa nú í samningaviðræðum um hvernig þau geti tekið enn virkari þátt í því að þjálfa upp her Íraka. Nú þegar eru fjörutíu hermenn á vegum NATO í Írak með það hlutverk að þjálfa íras- ka hermenn en vonast er til þess að þeim megi fjölga í 350 til þrjú þús- und hermenn. Frakkar eru þó alfarið á móti því að NATO verði of áber- andi í Írak. Í dag mun NATO ræða um fram- tíðarhlutverk bandalagsins í Írak. Rætt verður um hvort rétt sé að bandalagið aðstoði við að byggja upp íraska herinn og færa vopnabúr hans í nútímahorf. Forsetinn mun hitta Javier Sol- ana, utanríkismálastjóra Evrópu- sambandsins, í dag og ræða um upp- byggingu í Írak. Búist er við því að Solana lýsi yfir stuðningi Evrópu- sambandsins og vilja þjóðanna 25 til að aðstoða af bestu getu og hjálpa til að tryggja það að kosningar geti far- ið fram í Írak þrátt fyrir útbreidda bardaga. Evrópusambandið hefur verið hikandi við að senda hjálparstarfs- menn til landsins vegna þess hve ör- yggismálum er þar ábótavant. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í Írak í gær. 47 létust og 114 særðust þegar bíl- sprengja sprakk nálægt lögreglustöð í höfuðborginni Bagdad. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásin átti sér stað þegar fjöldi manns beið eftir að komast að í starfsviðtal hjá lögreglunni. Þá hófu tveir menn úr tveimur bílum skothríð á lögreglubíl í borg- inni Baqouba með þeim afleiðingum að 11 lögreglumenn og einn óbreytt- ur borgari létust. Auk þess særðust tveir í árásinni. Íslömsk hryðjuverkasamtök und- ir forystu Jórdanans Abu Musab al- Zarqawi hafa lýst ódæðunum á hend- ur sér. ■ Þjóðsöngur Mexíkó: Syngja um allan heim MEXÍKÓ, AP Búast má við því að Mexíkóar víða um heim syngi þjóðsöng sinn hástöfum á hádegi í dag. Þá minnast Mexíkóar þess að 150 ár eru liðin síðan þjóðsöngur þeirra var saminn. Stjórnvöld hafa af því tilefni hvatt Mexíkóa til að leggja niður störf á hádegi og syngja þjóðsönginn í fagnaðar- skyni, hvar sem þeir eru staddir. Auk þess að fagna afmæli þjóð- söngsins álíta skipuleggjendur átaksins það góða leið til að sam- eina þjóð sem er klofin vegna glæpa og deilna um stjórnmál. „Við búum við neyðarástand óheiðarleika, sundrunar og glæpa. Við verðum að snúa bökum sam- an,“ sagði Erwin Salas Juarez. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða viðurnefni hefur fellibylurinnfengið sem herjar á Karíbahafið? 2Hvað heitir maðurinn sem seldi stór-an hlut í Og Vodafone fyrir skömmu? 3Hvað heitir verðandi umhverfisráð-herra? Svörin eru á bls. 31 SEX HUNDRUÐ TYRKNESKAR KONUR MÓTMÆLTU Í ANKARA Í GÆR Eru andsnúnar fyrirætlan ríkisstjórnarinnar um að gera framhjáhald að refsiverðu athæfi. Segja lögin verða notuð gegn konum. Tyrkneskar konur mótmæla lagabreytingu: Framhjáhald verði ekki gert refsivert BÍLSPRENGJA Í ÍRAK Í GÆR Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í Írak í gær. 47 létust og 114 særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt lögreglu- stöð í höfuðborginni Bagdad. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Lögregluskólinn: Margir féllu á prófinu 35 af 98 umsækjendum um skóla- vist í Lögregluskóla ríkisins féllu á inntökuprófum. 32 náðu ekki þrek- prófum og þrír náðu ekki íslensku- prófi. Að mati kennara við skólann er skýringa á því að þriðjungur umsækjenda falli í þrekprófum frekar að leita í lélegu líkams- ástandi umsækjenda en því að prófin séu erfið. Til samanburðar benda þeir á að í fyrra féllu 27% umsækjenda, nokkuð færri en nú, þrátt fyrir að sömu kröfur hafi verið gerðar til umsækjenda þá og nú. Úr hópi 63 umsækjenda sem stóðust prófin verða tuttugu valdir til að hefja skólavist í Lögreglu- skóla ríkisins í byrjun næsta árs. ■ LÖGREGLAN 32 féllu á þrekprófi Lögregluskólans. SEX GRÁÐU NÆTURFROST Víða um land var næturfrost aðfara- nótt miðvikudags. Mældist hita- stigið allt niður í -6 stig á Húsa- felli og -5 stig á Þingvöllum. Ekki var jafn kalt á fjöllum. Víða á há- lendi mældist þriggja stiga frost, næturfrost mældist hins vegar ekki á höfuðborgarsvæðinu. ■ VEÐUR Brautarholt á Kjalarnesi: Kvöðum aflétt GJALDÞROT Sýslumaður hefur aflétt óðalskvöðum vegna Brautarholts númer fimm og tíu á Kjalarnesi en þar er löglegur handhafi eign- anna svínabúið á Brautarholti. Í síðasta mánuði stöðvaði sýslu- maður uppboð á hluta jarðarinnar Brautarholts þar sem jörðin lyti lögum um óðalsjarðir. Hefur nú skiptastjóri Skala, sem áður var svínabúið á Brautar- holti, sent inn nýja uppboðsbeiðni vegna reita númer fimm og tíu á Brautarholti þar sem óðalskvöð- inni hefur verið aflétt og stangast því ekki á við óðalsréttinn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.