Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 2
2 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Launanefnd sveitarfélaganna:
Óskar ekki meiri fjárheimilda
KJARABARÁTTA Ekki hefur verið ósk-
að eftir auknum fjárheimildum til
sveitarfélaganna til að mæta kröf-
um kennara, segir Birgir Björn
Sigurjónsson, formaður launa-
nefndar sveitarfélaganna: „Við
höfum ekki óskað eftir að þeim for-
sendum sem við störfum eftir
verði breytt.“
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Félags grunnskólakennara, hvatti
launanefndina á baráttufundi
kennara í Háskólabíói á mánudag
til að fara heim í bakland sitt og
sækja meiri peninga.
Samkvæmt óbirtri niðurstöðu
könnunar á þeim áherslum sem
kennarar vildu sjá í kjaraviðræð-
unum kemur fram að rúmur þriðj-
ungur kennara hafi verið ósáttur
við verkstjórnartíma skólastjóra.
Sama könnun greinir frá að stór
hluti kennara sættist á núverandi
vinnutíma en kysi helst hærri laun;
samkvæmt upplýsingum frá trún-
aðarmanni kennara.
Birgir Björn segir að þær kröf-
ur sem kennarar hafi lagt mesta
áherslu á lúti að kennsluskyldu og
vinnutíma: „Það eru þeirra áhersl-
ur.“
Finnbogi segir opnar spurning-
ar í könnuninni hafa gefið mun ná-
kvæmari niðurstöðu en krossa með
spurningum um verkstjórnartím-
ann. Eftir því sé unnið. - gag
Múrar banka
hafa brostið
Fyrrum eigandi Véla og þjónustu segir fjárfestingasvið KB banka hafa
nýtt sér upplýsingar viðskiptasviðs til að reyna yfirtöku á fyrirtækinu.
Yfirlögfræðingur bankans segir málið snúast um innheimtu skulda.
VIÐSKIPTI Reglur um aðskilnað
milli fjárfestinga- og viðskipta-
bankasviðs voru ekki virtar af
KB banka í viðskiptum við Vélar
og þjónustu hf., segir Stefán
Bjarnason, fyrrum fjármála-
stjóri og einn eigenda fyrirtæk-
isins.
Stefán segir KB banka hafa
reynt yfirtöku á fyrirtækinu og
hafa ætlað að selja það við-
skiptavini. Bankinn hafi nýtt til
þess upplýsingar um bága fjár-
málastöðu fyrirtækisins og því
krafist greiðslu á skuldum, sem
leiddi til gjaldþrots þess.
Helgi Sigurðsson, yfirlög-
fræðingur KB banka, segir yfir-
töku á fyrirtækinu Vélum og
þjónustu ekki hafa staðið til.
Hagsmunir bankans í máli fyrir-
tækisins hafi eingöngu verið og
sé að gera allt sem hægt sé til að
takmarka tjón bankans, rétt eins
og í öðrum vanskilamálum þar
sem ekki sé staðið í skilum við
skuldbindingar: „Enda ber
bankanum skylda til þess sam-
kvæmt lögum. Ekki síst ef grun-
semdir eru um refsiverða hátt-
semi.“
Maður kunnugur kjötmarkaði
segir verklag KB banka þó ekki
einsdæmi. Enginn vafi leiki á að
ólík svið innan bankanna vinni
saman. Þau hafi tangarhald á
öllum og geti til dæmis stjórnað
kjötmarkaði að eigin geðþótta.
Vinnuferli þeirra sé þekkt og
hafi viðgengist í erfiðleikum
kjötmarkaðarins á síðasta ári.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir það
reglulega til athugunar hvort
Kínamúrar séu nægilega heldir
í fjármálatækjum. Hann þekki
ekki til máls Véla og þjónustu og
tjái sig ekki um það.
„Það kemur reglulega upp að
okkur finnst Kínamúrar ekki
nægilegar góðir í einstaka fyrir-
tæki og við gerum þá athuga-
semdir við það,“ segir Páll og
bætir við: „Í þeim tilvikum þar
sem mál eru sprottin af kvört-
unum einstakra viðskiptamanna
er þeim einnig greint frá niður-
stöðu málsins. Það er þá á þeirra
forræði hvort málinu er vísað til
lögreglu.“ Viðurlögin séu mis-
jöfn eftir atvikum. Afturköllun
á starfsleyfi fjármálafyrirtækja
sé meðal úrræðanna.
Helgi segir KB banka upp-
fylla ströngustu reglur um fjár-
málafyrirtæki. Hann þekki ekki
dæmi um að bankinn hafi fengið
athugasemdir vegna aðskilnað-
ar starfssviða: „Þetta mál snýst
ekki um kínverska múra heldur
innheimtu.“
gag@frettabladid.is
Grafreitur mafíunnar:
Grófu upp
lík á lóð
BANDARÍKIN, AP Lögreglan í New
York fann á dögunum lík á yfirgef-
inni lóð sem hefur um langt árabil
verið kölluð grafreitur mafíunnar
vegna gruns manna um að þar hafi
verið grafin lík manna sem
glæpaforinginn John Gotti lét
myrða.
Fyrsta líkið sem fannst í grafreit
mafíunnar fannst fyrir rúmum tutt-
ugu árum þegar börn að leik sáu
handlegg mafíuforingjans Alph-
onse „Rauða Sonny“ Indelicato
standa upp úr jörðinni. Frekari leit
þá bar engan árangur en leit hófst á
ný fyrir skemmstu eftir ábendingu
um hvar nokkur lík væri að finna. ■
CLINTON Á ÍSLANDI
Veikindi Clintons greindust skömmu eftir
heimsóknina til Íslands. Vegna þeirra getur
hann lítið tekið þátt í kosningabaráttunni.
Forsetakosningar:
Clinton í
baráttuna
BANDARÍKIN, AP Bandarískir kjós-
endur mega eiga von á símtali frá
Bill Clinton, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta. Þeim gefst reyndar
ekki mikið færi á að rökræða við
Clinton því símtalið verður upp-
taka Clintons þar sem hann hvet-
ur fólk til að kjósa flokksbróður
sinn, demókratann John Kerry, í
forsetakosningunum í nóvember.
Þar sem það tekur Clinton
drjúgan tíma að jafna sig eftir
hjartaskurðaðgerð getur hann
ekki farið á kosningafundi fyrir
Kerry. Þess í stað tekur hann upp
skilaboðin sem verða hringd út til
kjósenda og ávarpar kjósendur
hugsanlega líka í útvarpsauglýs-
ingum. ■
„Nei, ég þarf ekkert að horfa á hann til
að vita hvað þarf til að leysa deiluna.“
Eiríkur Jónsson er formaður Kennarasambands Ís-
lands. Kennarar krefjist þess að sveitarfélögin
sæki meira fé til ríkisins svo ganga megi frá
samningum. Eftirminnilegasta setningin í mynd-
inni Jerry Maguire var: „Show me the money!“
SPURNING DAGSINS
Eiríkur, hefurðu verið að horfa á Jerry
Maguire?
NORÐURSKAUTSSVÆÐIÐ
Norðurskautssvæðið og viðkvæm lífkerfi
þess eru enn í mikilli hættu vegna geisla-
virkni.
Norðurskautssvæðið:
Geislavirkni
minnkar
NOREGUR, AP Geislavirkni á norð-
urskautssvæðinu fer nú minnk-
andi, mörgum árum eftir að
Sovétmenn hættu að stunda
kjarnorkutilraunir ofanjarðar og
kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbyl
1986.
Norðurskautssvæðið og við-
kvæm lífkerfi þess eru enn í mik-
illi hættu vegna geislavirkni, ekki
síst vegna þess að ástand kjarn-
orkuvopna fyrrum Sovétríkjanna
fer sífellt versnandi með aldri, og
hið sama gildir um kjarnorkuver í
Norðvestur-Rússlandi.
Mun lengri tíma tekur að
draga úr geislavirkni á Norður-
skautinu en annars staðar í heim-
inum vegna þess að gróður
túndrunnar, mosar, sveppir og
grös, tekur í sig mun meiri geisl-
un en aðrar plöntur. ■
Glitnir kemur flér í samband
vi› rétta bílinn
– traustur samstarfsa›ili í fjármögnun
LÖGREGLA Fjöldi vopna fannst í
þremur húsleitum á Hellissandi
um síðustu helgi. Leitarheimild
var fengin eftir að par, fólk á fer-
tugs- og fimmtugsaldri, var hand-
tekið grunað um fíkniefnamis-
ferli. Parið hafði húsin þrjú til um-
ráða sem leitað var í.
Tveir rifflar, þrjár haglabyss-
ur, tvær skammbyssur, fjórir
hnífar og tveir hljóðdeyfar fund-
ust í húsleitunum ásamt fimm til
sex hundruð skotum af ýmsum
gerðum. Þá fundust einnig 85
grömm af maríjúana og var um
helmingur þess í litlum pakkning-
um.
Tvær byssur eru skráðar á
manninn en sjálfur hefur hann
ekki tjáð lögreglu um ástæðu
vopnasafnsins. Honum og kon-
unni var sleppt að loknum yfir-
heyrslum hjá lögreglu. Næstu
daga verður uppruni vopnanna
rannsakaður en óstaðfestur grun-
ur er um að ein byssan sé illa
fengin. Parið verður kallað aftur
til yfirheyrslu fljótlega, að sögn
Ólafs Guðmundssonar, yfirlög-
regluþjóns á Snæfellsnesi. - hrs
Fjöldi vopna fannst í húsleit á Snæfellsnesi:
Grunar að ein byssan sé illa fengin
VOPNASAFNIÐ
Parið sem handtekið var og húsleitirnar voru gerðar hjá verður kallað aftur í yfirheyrslur
hjá lögreglu þegar ljóst verður hvaðan byssurnar hafa komið.
M
YN
D
/L
Ö
G
R
EG
LA
N
Á
S
N
Æ
FE
LL
SN
ES
I
■ ASÍA
SKUTU ELDFLAUG Í TILRAUNA-
SKYNI Pakistanar gerðu í gær til-
raun með Ghauri V-eldflaug sem
getur borið kjarnorkusprengjur
1.500 kílómetra leið, þar á meðal
til margra indverskra borga. Eld-
flaugin er nefnd eftir Shahbuddin
Ghauri, sem vann vesturhluta
Indlands á sitt vald á tólftu öld.
KB BANKI
Hefur verið ásakaður um að brjóta Kínamúra innan fyrirtækisins. Það hafi leitt til gjaldþrots
Véla og þjónustu. Yfirlögfræðingur bankans segir málið snúast um innheimtu skuldar. Múr-
ar hafi ekki brostið en bankanum beri að bregðast við grun um refsiverða háttsemi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
■ AFRÍKA
VIÐURKENNA EKKI FORSETANN
Stjórnvöld í Sómalílandi, héraði
sem sagði skilið við Sómalíu
1991, neita að viðurkenna
Abdullahi Yusuf sem forseta, en
hann var kosinn forseti á bráða-
birgðaþingi Sómala sem haldið
var í Kenía. Ekkert ríki hefur
viðurkennt sjálfstæði Sómalí-
lands, sem hefur verið friðsælla
en Sómalía.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
LAUNANEFND SVEITARFÉLAGANNA
Hefur ekki orðið við óskum kennara um
aukið fé til að mæta kröfum þeirra.