Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 14
14 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR SKILAR INN RIFFLI Þessi kona var meðal þeirra íbúa Bagdad sem skiluðu inn vopnum samkvæmt sam- komulagi milli yfirvalda og stuðnings- manna róttæka klerksins Muqtada al-Sadr um afvopnun þeirra síðarnefndu. Of lítið fé og lágur eftirlaunaaldur grafa undan kerfinu: Eftirlaunin í hættu BRETLAND, AP Breska eftirlaunakerf- ið er ekki í takt við raunveruleik- ann og hefur í för með sér að marg- ir kunna að búa við fátækt þegar þeir fara á eftirlaun á næstu ára- tugum. Þetta er niðurstaða nefndar á vegum breskra stjórnvalda sem hefur kannað eftirlaunakerfið og framtíð breskra launþega þegar þeir fara á eftirlaun. „Meira en níu milljónir vinn- andi manna horfa fram á eftirlaun sem þeim kunna að þykja óviðun- andi nema þeir séu reiðubúnir að spara meira eða hætta störfum miklu síðar en foreldrar þeirra,“ sagði Aldair Turner, formaður eft- irlaunanefndarinnar. Turner sagði að síðustu tuttugu árin hefðu stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar lifað í blekkingu þeg- ar kæmi að því að búa sig undir að fjölmennar kynslóðir fari á eftir- laun. „Nú er svo komið að við verð- um að horfast í augun við þá blekk- ingu og hegða okkur í takt við raunveruleikann,“ sagði Turner. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að íhuga þyrfti hvort rétt væri að fólk færi á eftir- laun við 60 eða 65 ára aldur. ■ SAMGÖNGUR Áfangastöðum ís- lensku innanlandsflugfélaganna hefur fækkað mjög frá því sem var þegar áætlun var til fjöl- margra byggðarlaga landsins. Smátt og smátt hefur kvarnast úr leiðarkerfinu, síðast um mánaðar- mótin þegar flugi til Sauðárkróks var hætt. Tvö flugfélög, Flugfélag Íslands og Landsflug, halda uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til tíu flugvalla og eitt félag, Flug- félag Vestmannaeyja, flýgur frá Vestmannaeyjum á Bakkkaflug- völl í Landeyjum. Sú var tíðin að áfangastaðir flugfélaganna voru mun fleiri, en bættar vegasamgöngur og fólks- fækkun víða um land hafa dregið úr áhuga á að halda uppi flugi til nokkurra staða. Flugfélögin eru enda drifin áfram af hagnaðarvon og sjá skiljanlega ekki ástæðu til að greiða með farþegunum. Á nokkrum leiðum ber flugið sig alls ekki en það þykir engu að síð- ur nauðsynlegt að halda uppi flug- samgöngum á þeim leiðum. Ríkið hleypur þar undir bagga og styrk- ir félögin til flugsins. Sjóslys rannsökuð í flug- stöð Flugfélag Íslands flýgur til Ísa- fjarðar, Egilsstaða og Akureyrar. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar og eru þær leiðir styrktar. Landsflug, sem ný- lega varð til við sölu innan- landsdeildar Íslandsflugs, flýgur til Bíldudals, Gjög- urs, Hafnar og Vest- mannaeyja og njóta þrjár fyrstnefndu leiðirnar styrkja. Það er af sem áður var þegar sam- keppnin í háloftun- um var blóðug, helstu áfanga- staðir félaganna voru þeir sömu og fargjöldin svipuð og bensínfyll- ing á með- albíl. Meðal þeirra staða sem horfið hafa úr áætlanaleiðum félaganna á undanförnum árum eru Stykkis- hólmur, Patreksfjörður, Þingeyri, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Húsa- vík, Kópasker, Raufarhöfn, Norð- fjörður og Fáskrúðsfjörður. Víð- ast hvar er flugvölllunum haldið við enda nauðsynlegt vegna sjúkraflugs. Þá standa stæðilegar flugstöðvar við suma vellina, eins og t.d. á Stykkishólmsvelli, en fróðir menn segja að áætlunar- flug þangað hafi lagst af svo að segja um leið og ný og fín flugstöð var byggð. Hýsir hún nú starf- semi rannsóknanefndar sjóslysa. Skiptir ekki máli Sauðárkrókur datt síðast út af flugkortinu en bæjaryfirvöld hafa átt í viðræðum við forystumenn Landsflugs um möguleikann á að hefja flugið á ný. Misjafnt er hvernig flugleysið fer í Króksara en Aðalsteinn Þorsteinsson, for- stjóri Byggðastofnunar, saknar flugsins ekkert sérstaklega, ekki eins og málum var háttað undir það síðasta. „Það verður nú að segjast alveg eins og er að þetta skiptir ná- kvæmlega engu máli. Þegar Byggðastofnun flutti hingað norður sumarið 2001 voru tvö flug á dag flesta daga vikunnar og við nýttum okkur það enda gott að fara að heiman á morgn- ana og koma til baka um kvöldið. Síðan fór að síga á ógæfuhliðina, þetta varð eitt flug á dag og svo ekki einu sinni alla daga vikunnar og þá skipti þetta ekki máli.“ Aðalsteinn segir starfsmenn Byggðastofnunnar yfirleitt aka til Akureyrar og fljúga þar í gegn til fundahalda í höfuðborginni enda margar ferðir á dag og aksturinn ekki nema um klukkustundar langur. „Auðvitað myndum við kjósa að hér væri alvöru flugþjónusta eins og var en úr því sem komið var þá breytir það engu fyrir okk- ur þó að flugið hafi alfarið lagst af.“ Samkeppnin að baki Siglfirðingar hafa verið háværari í mótmælum sínum enda drjúgur spölur á næsta flug- völl. Lengi vel var beint flug til Siglu- fjarðar. Því var hætt og við tók flug í gegnum S a u ð á r k r ó k . Svo var því hætt og boðið upp á rútu- ferðir á Krókinn. Í n ý l e g r i á l y k t u n b æ j a r - r á ð s S i g l u - fjarð- a r um flugið segir meðal annars að ekki verði unað við að samgöngur við Siglufjörð verði lagðar niður til lengri tíma og hefjist Sauðár- króksflugið ekki á ný muni ráðið krefjast útboðs á beinu áætlunar- flugi til Siglufjarðar. Á talsmönnum flugfélaganna er að heyra að litlar breytingar verði á áætlunarfluginu í bráð, þau hafi fundið sér álitlega áfangastaði sem gefi bærilega í aðra hönd, ýmist með eða án ríkis- styrkja. Á suma staði er flogið margsinnis á dag, t.d. eru 5 til 7 ferðir daglega til Akureyrar og Egilsstaða. Samkeppnin er að baki, hvort félag situr að sínu og meira að segja eiga þau með sér samstarf sem birtist meðal annars í að bók- að er í flug Landsflugs á vef Flug- félags Íslands. Langvarandi tapi á rekstri Flugfélags Íslands, áður inn- anlandsdeild Flug- leiða, hefur verið snúið í hagnað og forsvarsmenn Landsflugs eru bjartsýnir á komandi tíð. Ókyrrðin er að baki og skyggn- ið virðist gott. bjorn@frettabladid.is STÁLU HLJÓÐKERFI Brotist var inn í félagsheimilið Árblik í Búð- ardal um síðustu helgi og þaðan stolið stórum hluta af hljóðkerfi staðarins. Þjófurinn eða þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn. Verðmæti tækjanna sem stolið var er á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur. Málið er í rannsókn. ÖLVAÐUR TEKINN FYRIR HRAÐAKSTUR Tíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Dalvík um síðustu helgi. Einn ökumann- anna reyndist vera ölvaður við aksturinn og hann ók einnig hrað- ast eða á tæplega 130 kílómetra hraða. ■ EVRÓPA MIKLAR SVEIFLUR Miklar sveiflur eru í bensínverði þessa dagana. Bensínið upp og niður: Hækkar um tvær krónur ELDSNEYTI Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu fullt þjónustuverð á bensíni um tvær krónur í gær, eftir að hafa lækkað það um sömu upphæð nú fyrir helgina. Hækk- anir urðu einnig á sjálfs- afgreiðsluverði. Sömu olíufélög höfðu hækkað verðið um 2 krónur í byrjun októ- ber, þá öll nema Orkan. Verðið hjá Atlantsolíu var óbreytt í gær, lítr- inn af 95 oktana á 103,90 krónur. Orkan var einnig með óbreytt verð, lítraverð frá 103,40 í Hvera- gerði upp í 105,50 á höfuðborgar- svæðinu. ■ MÓTMÆLTU HÆKKUN SKÓLA- GJALDA Um tuttugu námsmenn ruddust inn á skrifstofur Fianna Fail, stjórnarflokksins á Írlandi, til að mótmæla hækkun skóla- gjalda. Öryggisverðir báru mót- mælendurna út og lögregla tók sér stöðu við skrifstofurnar án þess þó að aðhafast. HALLALAUS FJÁRLÖG Belgíska þingið samþykkti í gær hallalaus fjárlög fimmta árið í röð. Stefnt er að hallalausum fjárlögum að ári og tekjuafgangi árið 2007. Með þessu reyna stjórnvöld að borga niður skuldir ríkissjóðs, sem nema 90 af hundraði lands- framleiðslu og eru með því mesta í Evrópu. HANDTEKNIR FYRIR MANSAL Slóvakíska lögreglan hefur hand- tekið ellefu smyglara sem hjálp- uðu í það minnsta 226 ólöglegum innflytjendum að fara um landið á leið sinni til Vestur-Evrópu. Ár hvert eru þúsund ólöglegra flóttamanna stöðvuð í Slóvakíu á leið sinni til ríkja Evrópusam- bandsins. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ALDAIR TURNER Formaður eftirlaunanefndar breskra stjórn- valda sagði marga eftirlaunaþega framtíð- arinnar munu glíma við fátækt ef ekki verði gripið til aðgerða. Áfangastöðum fækkar og samkeppni minnkar Margt hefur breyst í flugheimum að undanförnu. Áfangastöðum hefur fækkað og samkeppnin sem ríkti á sumum leiðum innanlands er að baki. Ríkið styrkir flug til nokkurra staða. INNANLANDSFLUGIÐ Í TÖLUM Farþegar Vörur og póstur 1994 348.921 2.568 tonn 1997 415.517 1.511 tonn 2000 445.500 1.582 tonn 2001 352.511 1.311 tonn 2002 335.935 1.389 tonn 2003 355.700 1.351 tonn Heimild: Flugmálastjórn ■ KENNARAVERKFALL FORELDRAR KAUPA SKÓLAVÖRUR Gríðarleg aukning er sögð hafa átt sér stað í innkaupum foreldra í Skólavörubúðinni auk þess sem heimsóknum á vef verslunarinn- ar, www.skola.is, hefur fjölgað verulega. Rafn Benedikt Rafns- son, framkvæmdastjóri verslun- arinnar, segir að í þessu megi greina eina afleiðingu kennara- verkfallsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.