Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 13. október 2004 Model 6337 14.4 borvél 2.6 amp rafhl 1/2” patr, 65 Nm Auka rafhl. 23.900 TILBOÐSDAGAR 13.10 - 15.10.04 Model 6347 18 v borvél 1/2” patr, 80 Nm 2.6 amp rafhl Auka rafhl. 28.900 Model HR2440 Höggborvél 780 W 2.7 Joule 14.900 Model 5704R Hjólsög 0=190mm 1200 Wött 4.6 kg. 14.900 Model 1902 82 mm Hefill 580 Wött 2.5 kg. 13.500 REYKJAVÍK • AKUREYRI Auk þess: KEÐJUSAGIR, FRÆSARAR, NAGLARAR, SVERÐSAGIR STINGSAGIR, BORVÉLAR, BROTVÉLAR, PÚSSIVÉLAR OG FL. GÓÐAR VÉLAR - BETRI VERÐ a›eins í eina viku mi›vikudagur 13 október til mi›vikudags 20 október opnunartími: virka daga kl. 11 - 18 laugardaga 11 - 16 (loka› sunnudag) nike lagersala allt a› 70% afsláttur n‡legar vörur a.m.k. 40% afsláttur n‡jar vörur 20% afsláttur peysa......... buxur......... gallar......... bolir........... skór........... sundbolir... bolir......... buxur....... peysur...... 1990 1990 4990 990 1990 790 Ver›dæmi 490 1490 1490 Ver›dæmi n‡jar vörur daglega www.ithrottabudin.com KÖRFUBOLTI Anna María Sveinsdótt- ir, leikmaður kvennaliðs Keflavík- ur í körfubolta, spilar tímamóta- leik í kvöld þegar hún verður fyrsta körfubolta- konan til þess að spila 300 deildar- leiki í efstu deild. Keflavíkurliðið tekur þá á móti nýliðum Hauka á Sunnubrautinni í Keflavík en þar hefur heimavöllur Önnu Maríu verið allan hennar feril í efstu deild sem spannar nú 19 tímabil. Anna María lék sinn fyrsta leik gegn KR 6. októ- ber 1985 þegar Keflavíkurliðið vann eins stigs sigur í sínum fyrsta leik í efstu deild. Síðan þá hefur Keflavík leikið 343 leiki í efstu deild. Anna María hefur verið með í 299 þeirra og verið þátttakandi í öllum 22 stóru titlunum sem kvennalið félagsins hefur unnið. Anna María hefur alls unnið 36 titla með Keflavík á þessum 19 árum, 11 Íslandsmeistaratitla, 11 bikarmeistaratitla, 8 deildar- meistaratitla, 2 fyrirtækjabikara og Meistarakeppni KKÍ 4 sinnum. Þá hefur enginn leikmaður leikið fleiri landsleiki (60), skorað fleiri stig í efstu deild (4.720), ver- ið oftar valinn leikmaður ársins (6) eða kosinn oftar í lið ársins (10) svo eitthvað sé nefnt af öllu sem Anna María hefur afrekað á körfuboltavellin- um. Hún hefur ver- ið toppleikmaður í toppliði allan þennan tíma, sem sést vel á því að Anna María hefur skorað 15,8 stig að meðaltali í þeim 299 deildar- leikjum sem eru að baki og Kefla- víkurliðið hefur unnið 84% þeirra, 252 af 299. Anna María á að baki 65 leiki sem spilandi þjálfari en hún þjálf- aði einnig Keflavíkurliðið 1997-99 og 2001-03. Undir hennar stjórn vann liðið tvo Íslandsmeist- aratitla og einn bikarmeistaratitil. Nú er Anna María bara óbreyttur leikmaður, hún sækist ekki eftir fyrirliðastöðunni og nýtur þess aðeins að spila körfu- bolta en þeir sem þekkja til keppniskonunnar Önnu Maríu Sveinsdóttur segja að hún sé ekki hætt að vinna titla. ooj@frettabladid.is FÓTBOLTI Henrik Larsson, leikmaður sænska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar með mikilli mótspyrnu af hálfu Íslendinga í leiknum í kvöld. Ef rýnt er í viðureignir þessara tveggja liða við lið Möltu ættu Sví- arnir að vinna leikinn frekar auð- veldlega. Þeir burstuðu Möltubúa, 7-0, en Ísland gerði 0-0 jafntefli. Larsson fer varlega í að ein- falda hlutina á þennan hátt. „Þetta er ekki svo auðvelt,“ segir Lars- son. „Ef við gætum reiknað dæm- ið þannig, þá væri það þægilegt. En þannig virkar þetta ekki. Við áttum stórleik gegn Möltubúum og þeir settu leik sinn öðruvísi upp gegn okkur en Íslendingum og gátu því veitt þeim meiri mót- spyrnu en okkur.“ Að sögn Larssons mætir sænska liðið til leiks með það fyrir augum að Íslendingar séu verðug- ir andstæðingar. „Við vitum að við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Meðal andstæðinga okkar eru at- vinnumenn úr deildum í Evrópu, til dæmis Englandi og Þýskalandi, og þeir eiga að auki marga leik- reynda leikmenn. Það er pressa á þeim og þeir munu reyna að gera okkur leikinn eins erfiðan og hægt er.“ Larsson sagðist þekkja vel til Eiðs Smára Guðjohnsen. „Hann þekkja náttúrlega allir og svo er náunginn hjá Charlton líka í liðinu. Maður þekkir andlitin betur en nöfnin þegar maður sér þá spila í stóru deildunum og Íslendingar virðast ekki vera á flæðiskeri staddir með atvinnumenn.“ Larsson fullyrðir að persónu- leg frammistaða hans skipti ekki máli heldur verði liðið að standa sig vel í heild sinni. „Það hjálpar til að við Zlatan og Mackan erum farnir að þekkja hvern annan nokkuð vel og lesum hvern annan betur með hverjum leiknum. Svo verðum við að sjá til hvaða leik- aðferð Íslendingar beita gegn okkur og gera viðeigandi ráðstaf- anir við því.“ Framherjinn skæði segir Ís- lendingana vera vel á sig komna og leikurinn gæti því orðið í harkalegri kantinum. „Þeir eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim. Ef til kastanna kemur verðum við að vera fastir fyrir og verði einhver harka í leiknum þá þýðir ekkert að væla yfir því. En það má alltaf bú- ast við því þegar svona lið mætast að einhver harka verði fyrir hendi og þá er bara að taka á því. Taktískt séð verðum við að vera tilbúnir og þess er krafist af okkur að við getum spilað hraðan bolta og að það bitni ekki á taktísku hlið- inni,“ sagði Henrik Larsson. smari@frettabladid.is Íslendingar verðugir andstæðingar Henrik Larsson á alls ekki von á auðveldum leik. >> FERILL ÖNNU MARÍU í efstu deild Lið: Keflavík Tímabil: 19 Leikir: 299 Stig: 4.720 Stig að meðaltali: 15,8 Sigurleikir: 252 Tapleikir: 47 Sigurhlutfall: 84,3% >> FLESTIR LEIKIR í efstu deild kvenna: 299 Anna María Sveinsdóttir 1985- 292 Hafdís Helgadóttir 1985- 287 Sigrún Skarphéðinsdóttir 1983- 264 Guðbjörg Norðfjörð 1986-2002 240 Linda Stefánsdóttir 1987-2002 214 Kristín Blöndal 1986-2003 201 Björg Hafsteinsdóttir 1985-1997 Leikur sinn 300. leik Tímamót hjá Önnu Maríu Sveinsdóttur í kvöld. ANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR Körfu- knattleikskonan úr Keflavík leikur sinn 300. leik í kvöld. HENRIK LARSSON á blaðamannafundi á Hótel Nordica í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.