Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 107 stk. Keypt & selt 29 stk. Þjónusta 38 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 7 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 14 stk. Atvinna 36 stk. Tilkynningar 6 stk. Opnir tímar í tréskurði BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 13. október, 287. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.13 13.14 18.14 Akureyri 8.02 12.59 17.54 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistarmaður, sem er aðdáandi pastel- lita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. „Pastel er þó virt teg- und innan myndlistar í heiminum og gaml- ir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spænska Míró,“ segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engi- hjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. „Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning,“ segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig úði til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar með áhöldum og ólíkum tegund- um pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vik- ur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum. gun@frettabladid.is Pastellitanámskeið hjá Mími: Litir sem Svavar, Hringur og Míró notuðu Ljósmynda- og tískuförðun verður kennd á 13 vikna nám- skeiði í Förðunarskóla Make up for ever og hefst 18. október. Tímarnir eru fjórum sinnum í viku, fjóra tíma í senn og auk þess er tekin ein vinnuhelgi á þessum 13 vikum. Að sögn Bjargar Snjólfsdóttur, fram- kvæmdastjóra skólans, er námið góður grunnur undir frekara nám í kvikmyndaförð- un, leikhúsförðun, sjónvarps- förðun eða tískuförðun. Förðun- arskólinn er í Hamraborg 7 í Kópavogi. Erjur og átök Hofverja í Vopna- firði og Krossvíkinga verða eitt aðalefni Jóns Böðvarssonar cand.mag á námskeiði sem nefnist Sögur og þættir úr Vopnafirði og hefst annað kvöld hjá Endurmenntun HÍ. Þorsteins saga hvíta, Vopnfirðinga saga, Þorsteins þáttur stangarhöggs, Brand-Krossa þáttur og Þorsteins þáttur uxafóts verða þar krufnar og rætt um tengsl við aðrar Aust- firðingasögur og Brennu-Njáls- sögu. Skemmtileg fræðsla í fullri alvöru er yfirskrift fjölbreyttra námskeiða sem Iðntækni- stofnun býður upp á nú á haustmánuðum. Eitt þeirra hefst á morgun 14. október er nefnist Leiðbeinandinn - kynning og framsögn og eru ætluð þeim sem þurfa að halda kynningar, fræðslufundi og námskeið á vinnustað eða í félagslífi. Það stendur í tvo daga, samtals 16 kennslustundir. Lager og vörustjórnun heitir annað námskeið sem hefst 26. október. Nánari upplýsinar er að finna á iti.is nam@frettabladid.is Ragnhildur Guðjónsdóttir og börnin Katrín Brynja Kristinsdóttir, Embla Rut Erlends- dóttir og Ívar Bjarki Erlendsson fylgjast með Birgi R. Friðrikssyni handleika pastelliti. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í NÁMINU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Vinur minn er búinn að eignast nýjan pabba en ég á ennþá bara þennan sama gamla sem ég fæddist með. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.