Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 6
6 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Aukin framlög til táknmálstúlkunar: Heyrnarlausir fagna ákvörðuninni STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra tilkynnti í gær á fundi með fulltrúum heyrnarlausra að fram- lög til heyrnleysingjatúlkunar hefðu verið aukin um 2 milljónir í ár og 6 milljónir á næsta ári. Yrði alls varið 10 milljónum til tákn- málstúlkunar fyrir heyrnarlausa á fjárlögum 2005. „Ég hef sjaldan fengið eins góðar móttökur og á fundinum,“ sagði Þorgerður Katrín. Hafdís Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Félags heyrnar- lausra, sagðist í sjöunda himni: „Við höfum beðið lengi eftir þessu.“ Menntamálaráðherra tilkynnti um framlögin á Alþingi í umræð- um utan dagskrár um málið að kröfu Samfylkingarinnar. Máls- hefjandinn Rannveig Guðmunds- dóttir sagði: „Þorgerður Katrín fær mörg prik hjá mér fyrir þetta“. Samfylkingin hafði óskað eftir að umræðan yrði táknmál- stúlkuð en Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, hafnaði því. Lofaði hann hins vegar að kanna hvort hægt væri að túlka allar umræður úr ræðustól þingsins. -ás DÓMSMÁL Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í gær upp þann úr- skurð að íslenska ríkinu hefði ver- ið óheimilt að skerða lífeyrissjóðs- réttindi Kjartans Ásmundssonar, fyrrverandi sjómanns, og voru honum dæmdar um sjö milljónir króna í skaðabætur, auk kostnaðar og málsvarnarlauna. Kjartan varð fyrir slysi um borð í togaranum Sléttbaki í des- ember 1978 en hann hafði þá starf- að við sjómennsku í tíu ár og greitt í Lífeyrissjóð sjómanna. Frá árinu 1979 fékk hann greiddar lífeyris- bætur sem tóku mið af því að hann væri 100 prósent öryrki til fyrri starfa vegna afleiðinga slyssins. Árið 1992 var lögum um sjóðinn breytt á þann veg að ekki var leng- ur tekið mið af hæfni til fyrri star- fa heldur til almennra starfa. Þar sem örorkumat Kjartans til al- mennra starfa var minna en 35 prósent átti hann ekki rétt á lífeyri úr sjóðnum og féllu allar greiðslur til hans niður frá og með 1. júlí 1997. Kjartan höfðaði mál fyrir ís- lenskum dómstólum og byggði á því að þessi skerðing réttinda hans gengi gegn ákvæðum stjórnar- skrár og Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttar og jafnræðisreglu. Tapaði Kjartan málinu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti en í júní árið 2000 skaut hann málinu til Mannrétt- indadómstólsins í Strassborg. Lögmaður Kjartans, Lilja Jónasdóttir, hæstaréttarlögmaður á Lögmannsstofnunni Lex, sagði í samtali við Fréttablaðið að þau Kjartan væru himinlifandi með úr- skurðinn. „Stærsti sigurinn fyrir Kjartan felst í viðurkenningu Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins. Auk þess er stór hluti af fjárhagslegri kröfu- gerð hans tekinn til greina,“ sagði Lilja. Hún sagði dóminn geta haft for- dæmisgildi, þó svo að mikil áhersla væri lögð á aðstæður Kjartans í forsendum dómsins. „Ég tel að mál þetta sé vissulega fordæmisgefandi fyrir alla þá að- ila sem voru í sambærilegri stöðu hjá Lífeyrissjóði sjómanna og Kjartan. Einnig verður að ætla að ýmsir aðrir lífeyrisþegar, sem kunna að hafa verið sviptir rétti til lífeyrisgreiðslna hjá öðrum lífeyr- issjóðum á liðnum árum, geti byggt rétt á þessum dómi. Það þarf þó að skoða hvert einstakt tilvik fyrir sig sérstaklega,“ sagði Lilja. borgar@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? 1Hvernig lauk landsleik U-21 liða Ís-lands og Svíþjóðar í forkeppni heims- meistarakeppninnar í fótbolta? 2Hver skrifaði ævisögu Valtýs Gunn-arssonar sem er nýkomin út? 3Forsætisráðherra hvaða lands máttihlýða á framíköll þingmanna þegar hann ávarpaði þing sitt í fyrra kvöld? Svörin eru á bls. 30 EFTIR PER GUSTAVSSON MYNDABÓK ÁRSINS SVONA GERA PRINSESSUR M Á T T U R IN N & D † R ‹ IN STÓRSKEMMTILEG OG FALLEG BÓK FYRIR PRINSESSUR OG PRINSA Á ALDRINUM 2-7 ÁRA Dómi Hæstaréttar snúið í Strassborg Kjartan Ásmundsson, fyrrverandi sjómaður, vann í gær mál á hendur íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið mátti ekki svipta hann lífeyrisréttindum bótalaust. Við erum himinlifandi, segir lögmaður Kjartans. LILJA JÓNASDÓTTIR Lögmaður Kjartans Ásmundssonar segir skjólstæðing sinn vera að vonum himinlif- andi með niðurstöðuna. „Dómur Mannrétt- indadómstólsins er stórsigur fyrir málstað Kjartans. Með dómnum er það loksins við- urkennt, eftir 10 ára baráttu, að ríkinu hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótalaust áunnum og virkum lífeyrisréttindum,“ sagði Lilja í samtali við Fréttablaðið. Ríkissáttasemjari: Tillaga ekki tímabær KJARABARÁTTA Ekki er tímabært að leggja miðlunartillögu fyrir samninganefndir kennara og sveitarfélaganna þar sem mjög mikið ber í milli í nánast öllum atriðum, segir Ásmundur Stefáns- son ríkissáttasemjari. Hann ræðir við deilendur í sitt hvoru lagi í Karphúsinu í dag. „Ef sett yrði fram miðlunar- tillaga nú myndi það ein- faldlega þýða að fram kæmi eitthvað sem báðir aðilar myndu hafna og menn sætu ennþá fast- bundnari en áður,“ segir Ás- mundur. Hann segir fleiri en einn ráðherra hafa spurst fyrir um framgang mála í viðræðum kennara og sveitar- félaganna. - gag Fjarskipti: Tetra til Símans VIÐSKIPTI Síminn hefur tekið við rekstri tetra-fjarskiptakerfisins af Tetra Íslandi. Eftir þessa breyt- ingu verður enginn fastur starfs- maður hjá fyrirtækinu. Tetra Ísland hefur átt í miklum rekstrarvanda á undanförnum misserum en nú hefur verið samið við skuldunauta og samningar við kaupendur þjónustunnar, þar á meðal sveitarfélög og dómsmála- ráðuneyti, hafa verið endurnýjað- ir.Gert er ráð fyrir að starfsmenn- irnir sem sagt var upp hjá Tetra fái einhverjir störf hjá Símanum. - þk ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Fjölmiðlanefndin: Stjórnarand- staðan með STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að fjölgað yrði í fjöl- miðlanefndinni til að koma til móts við stjórnarandstöðuflokk- anna. „Ég hafði ekki hugmynda- flug til að ímynda mér að þeir yrðu ekki sáttir við tvo fulltrúa en fyrst svo er legg ég til að fjölga í nefndinni,“ sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Stjórnar- flokkarnir skipa fjóra fulltrúa en stjórnarandstaðan þrjá. Hvorki blaðamenn né útgefendur fá full- trúa, en ráðherra sagði að sam- starf yrði haft við geirann. - ás MENNTAMÁLARÁÐHERRA Fékk prik hjá stjórnarandstæðingum og lof heyrnleysingja þegar hún tilkynnti að fram- lög til táknmálstúlkunar yrðu hækkuð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.