Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 25
Nokkur orð um ímynd kennara í verkfalli Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa kennarar verið í verkfalli í 15 daga. Það er langur tími af skólaár- inu – allt of langur tími sem börn ganga verkefnalaus. Ég rita þessa grein vegna þess að mér blöskrar hvað fólk er tilbúið að skella skuld- inni á kennara eina. Þetta er kjara- deila þar sem tveir aðilar deila. Kennurum datt ekki í hug að fara í verkfall bara „af því bara“. Staðreyndin er sú að við höfum haft lausa samninga frá 1. mars sl. og það var ekkert að gerast í viðræð- um þegar kennarar þurftu að kjósa á vormánuðum um hvort þeir væru tilbúnir til að fara í verkfall. Stað- reyndin er einnig sú að grunnskóla- kennarar hafa dregist mikið aftur úr sambærilegum stéttum í launum svo eftir er tekið. Öll erum við í hjörtum okkar á móti verkföllum, þau bitna yfirleitt alltaf á þeim sem síst skyl- di, þau eru í eðli sínu óréttlát og þau kosta okkur sem taka þátt í þeim mikinn pening. Mikill meirihluti kennara greiddi, samt sem áður, at- kvæði með verkfalli þar sem ekkert var að gerast í samningaviðræðum. Það segir meira en mörg orð að eftir að verkfall hefur staðið í 15 daga þá er samt ekki mikill vilji hjá samn- inganefnd sveitarfélaga að semja um lágmarkslaun til handa kennur- um - hvað þá þegar ekki var búið að hóta verkfalli. Það er nú einu sinni svo að þetta er eina vopn stétta til að ná fram launahækkunum. Sérstaklega gremjulegt hefur verið að heyra að kennarar beiti börnum, fötluðum sem ófötluðum fyrir sér í kjarabaráttunni. Hvernig dettur fólki í hug að þeir sem hafa lagt mörg ár í að mennta sig í kennslu fatlaðra barna og gerir það síðan að lífsstarfi sínu beiti þeim fyrir sig í verkfalli? Níðist á fötluð- um börnum? Það er nú einu sinni svo að vinna kennara er að kenna börn- um. Þegar kemur til verkfalls, sem þarf ekki að taka fram að er neyðar- úrræði, þá hætta kennarar að kenna en ekki einhverju öðru. Verkföll koma alltaf til með að vera óvinsæl – en ef einhver hefur betri hugmynd um að ná kjarabótum þá er honum velkomið að koma henni til okkar kennara. Guðmundi Andra finnst til dæmis að verkföll séu úrelt og að börn eigi að vera undanþegin verk- falli, en þá má hann líka endilega koma með aðra tillögu, sem hann hlýtur að luma á, þar sem ekki hefur hann verið spar á stóru orðin í garð kennara. Ímynd starfsstétta verður alltaf fyrir hnjaski í verkfalli. Best er unn- ið að betri ímynd starfsstétta með því að bæta það starf sem unnið er. Það er von mín að kennarar megi halda áfram að nota krafta sína í byggja upp og þróa áfram þann kraftmikla skóla sem við höfum og þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma í kjarabaráttu. Til þess þurfum við að standa saman kennarar, foreldrar jafnt sem ráðamenn. Til þess þurf- um við að hætta að skella skuldinni á kennara eina og beina spjótum okk- ar að þeim aðilum sem bera ábyrgð- ina á því að svona er komið. Til þess þurfum við að þagga niður í Guð- mundum þessa lands, sem hafa vinnu af því að rita í blöð og leyfa sér að skrifa harðorðar greinar sem byggja á því að skrifa af vanþekk- ingu um störf kennara. Verkfallið beinist að sveitarstjórnum og ráð- herrum þessa lands – það beinist gegn þeim sem bera ábyrgðina – ekki gegn börnum. ■ 17MIÐVIKUDAGUR 13. október 2004 ÁSTRÍÐUR ELÍN JÓNSDÓTTIR GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN KENNARAVERK- FALLIÐ Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 2.999.- Leður 2.999.- Leður 1.999.- Leður 999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 999.- Leður 999.- Efni 999.- Efni 999.- Efni 999.- Leður 1.999.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 999.- Leður 999.- Leður 999.- RISA ÚTSALA Póstsendum um allt land gegn kortagreiðslu. Pöntunarsími 699 2011. SKÓMARKAÐURINN FÁLKAHÚSINU SUÐURLANDSBRAUT 8, RVK. OPNUNARTÍMI: MÁNUD. -LAUGARD. 11:00 – 18:00 Útblásið bull Ég hef lengi haft á tilfinningunni að þeir sem harðast gagnrýna samstarf Evrópu- þjóðanna geri það í þeirri vissu að ESB þoli gagnrýni, það sé engu hætt, það hefur eng- inn Evrópumaður þá heimssýn að leggja eigi ESB niður, en hins vegar, sem betur fer, stendur sambandið það traustum fótum að gagnrýni, málefnaleg eða ekki, getur gert góðan hlut betri. Við erum upplýst þjóð og þurfum ekki á útblásnu bulli að halda sem röksemd fyrir því að standa utan við ESB. Það er gott mál að standa utan við sam- starfið vegna þess að við viljum það en að sækja sér huggun og rök í að þetta séu asnar er ekki boðlegt, guðjón. Kristófer Már Kristinsson á evropa.is Ávísanakerfi hentugt Frjálshyggjumenn hafa löngum bent á svo- kallað ávísanakerfi sem hentugt skref í frelsisátt. Ávísanakerfi í skólastarfi virkar þannig að hver nemandi fær ávísun frá rík- inu til að greiða skólavist sína. Vilji nem- andi/foreldrar fara í skóla sem innheimtir hærri skólagjöld en sem nemur ávísuninni, greiða þeir sjálfir mismuninn, í þeirri von að gæði menntunarinnar aukist við það. Á meðan geta þeir sem minna hafa milli handanna valið skóla þar sem strípuð ávís- unin nægir til skólavistar. Gylfi Ólafsson á frjalshyggja.is Dálæti á Guðjóni Ég hef áður í pistlum mínum lýst dálæti mínu á þeim árangri sem Guðjón Þórðar- son náði með landsliðið á sínum tíma. Þegar hann hætti var Ísland í 42. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins og hafði hækkað um tugi sæta frá því sem Logi Ólafsson hafði skilið við það. Aftur seig á ógæfuhliðina meðan Atli Eðvaldsson var landsliðsþjálfari. Nú er Logi hins vegar mættur aftur og hefur liðið á nýjan leik náð lægstu lægðum ef svo má segja. Nýlega var liðið í 88. sæti á styrk- leikalistanum og það var fyrir jafnteflið við Möltu sem er í 122. sæti. Kannski erum við bara ekki betri en þetta. Kannski er ekki sama hver þjálfarinn er. Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is Örríki og smáríki Ísland er ekki örríki heldur smáríki, eins og meintur forsætisráðherra Íslands upplýsti á dögunum. Af orðum hans mátti skilja að hlutskipti örríkisins væri ömurð og ein- angrun, en að útleitin og alþjóðlega með- vituð smáríki séu það svalasta sem fram hefur komið frá því að Right Said Fred sungu „Deeply Dippy“. En er það raunin? Eru örríki ómerkilegir útnárar sem ekkert hafa til heimsmenningarinnar að leggja? Í fyrsta hluta þessa greinaflokks um örríki heimsins voru færð rök fyrir því gagn- stæða. Örríki eru nefnilega heillandi rann- sóknarefni og segja okkur með fjölbreyti- leika sínum margt um sveigjanleika mann- legs samfélags. Stefán Pálsson á murinn.is AF NETINU ■ LEIÐRÉTTING Í blaðinu í gær var ranglega sagt að tökum á kvikmyndinni A Little Trip to Heaven hefði seinkað um viku og af því hefði hlotist auka- legur kostnaður. Að sögn Baltasars Kormáks, leikstjóra myndarinnar, stóðust tökur áætlun. Fréttablaðið biðst velvirðingar á mistökunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.