Fréttablaðið - 13.10.2004, Page 4
4 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
MENNTAMÁL Menntamálaráðu-
neytið hefur boðað viðræður við
stjórn Fjölmenntar um endur-
skoðun þjónustusamnings Fjöl-
menntar og Geðhjálpar seinni
hluta þessa mánaðar.
„Við verðum að trúa því að
þetta boði eitthvað gott,“ sagði
Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar.
Menntamál geðsjúkra hafa ver-
ið í mikilli óvissu allt frá því í
fyrravor, þar sem ekkert lá
fyrir um fjárframlög til að reka
haustönn. Búið var að segja öll-
um starfsmönnum upp en
stjórnvöld létu 6 milljónir til
málaflokksins. Það þýddi að
hægt var að veita um 60% af
þeirri menntun sem geðsjúkir
höfðu sótt um. Að sögn Helga
Jósepssonar verkefnisstjóra
kom samdrátturinn verst niður
á þeim sem eiga við lestrar- og
skriftarörðugleika að etja. Þá
þurfti að sleppa viðbótar-
kennslu fyrir þá einstaklinga
sem voru í fjarnámi, svo og end-
urmenntun fyrir fólk sem hafði
búið sig undir að fara út á vinnu-
markaðinn, til dæmis við störf í
mötuneyti.
Sveinn sagði að kostnaðar-
áætlun sem Geðhjálp hefði lagt
fyrir Alþingi fyrir rúmu ári
hefði verið 22 milljónir króna
fyrir skólastarf allan veturinn.
-jss
Barnabætur
breytast ekki
Forsætisráðherra segir ekki gert ráð fyrir að barnabætur verði hækk-
aðar á næsta ári. Formaður Samfylkingar segir að ráðherrann hafi síðast
í fyrradag boðað slíka hækkun á næsta ári.
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra segir að barna-
bætur hækki ekki á næsta ári.
„Barnabæturnar munu ekki
hækka á árinu 2005, heldur á ár-
unum 2006 til 2007.“ Halldór segir
að tekjuskatturinn lækki um 1
prósent á næsta ári og þar verði
látið staðar numið í skattalækkun-
um í bili. Eftir sé að ákveða dag-
setningar á þriggja prósentustiga
lækkun tekjuskatts til viðbótar og
sömuleiðis hækkun barnabóta.
Halldór vildi ekki slá því föstu að
barnabæturnar hækkuðu strax
2006, eftir væri að útfæra það.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands
Íslands, lýsti undrun sinni á um-
mælum forsætisráðherra enda
hefði mátt skilja annað á honum í
fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.
Fyrirspyrjandinn, Össur Skarp-
héðinsson formaður Samfylking-
arinnar, tekur í sama streng.
„Mér finnst ótrúlegt að heyra
að forsætisráðherra skuli með af-
dráttarlausum hætti segja að
barnabætur skuli ekki hækkaðar
strax. Síðast í gær varðist hann
gagnrýni Alþýðusambandsins á
stefnu ríkisstjórnarinnar með vís-
an til væntanlegrar hækkunar.
Það var með engu móti hægt að
skilja Halldór öðruvísi en það yrði
á næsta ári. Orð skulu standa og
það á við um forsætisráðherra
jafnt sem aðra.“
Aðspurður um hvort ekki hefði
mátt skilja hann þannig á Alþingi
í gær að barnabætur yrðu hækk-
aðar strax, segir Halldór Ás-
grímsson að gagnrýni hans á mál-
flutning Alþýðusambands Íslands
hefði falist í því að benda á að
ekki væri hægt að tala um þróun
kaupmaáttar til langs tíma án
þess að gera ráð fyrir hækkun
barnabóta.
Gylfi Arnbjörnsson bendir svo
á að í fjárlagafrumvarpinu sé gert
ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu
en um 2,5 prósent í forsendum
kjarasamninga. „Ef þetta gengur
eftir munum við óska eftir endur-
skoðun kjarasamninga í nóvem-
ber á næsta ári enda myndi eins
prósents kaupmáttaraukning sem
gert var ráð fyrir étast upp með
þessu móti.“
a.snaevarr@frettabladid.is
FRÁ UNDIRRITUN
Björgólfur Guðmundsson
og Þröstur Ólafsson.
Landsbankinn
og Sinfónían:
25 milljónir
í ferðastyrk
MENNING Landsbanki Íslands mun
styrkja Sinfóníuhljómsveit Íslands
um 25 milljónir króna til utan-
ferða. Í samkomulagi bankans og
hljómsveitarinnar segir að í ferð-
um hljómsveitarinnar skuli fagleg-
ur metnaður og kynning íslenskrar
tónlistar vera í fyrirrúmi.
Björgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
og Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit-
ar Íslands, undirrituðu í gær sam-
komulag um stuðning bankans til
þriggja ára til að efla tónleikaferð-
ir hljómsveitarinnar á erlendri
grund.
- bþe
Á að banna reykingar á kaffihús-
um og skemmtistöðum?
Spurning dagsins í dag:
Á ríkið að auka tekjur sveitarfélaga til
að liðka fyrir samningum við kennara?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
39,2%
60,8%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
VIÐ AKUREYRARHÖFN
Lögregla handtók forystumenn sjómanna.
Sólbakur:
Lögbann
á sjómenn
KJARAMÁL Lögbann hefur verið sett
á aðgerðir sjómannasamtaka og
verkalýðsfélaga við löndun úr
togaranum Sólbaki frá Akureyri.
Útgerðarfélag skipsins fór fram á
bannið hjá Sýslumanninum á
Akureyri í gær.
Lögbannið tekur þegar gildi en
útgerðarfélagið þarf að höfða mál
því til staðfestingar innan viku.
Sólbakur landar á Akureyri í dag
og stoppar í höfn í tvo til þrjá
daga vegna lagfæringa um borð.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Íslands, segir
að félagsmenn hans muni hlíta
lögbanninu. „Ég veit ekki hvenær
við hefjum aðgerðir aftur en við
erum með lausa kjarasamninga
og það kemur til skoðunar að nota
okkur það.“ ■
ENDURSKOÐUN
Loks hefur verið boðað til viðræðna um
endurskoðun á samningi um samstarfs-
verkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar.
Menntamálaráðuneytið blæs til fundar:
Loks endurskoðun á menntasamningi
ÞJÓÐKIRKJAN Kirkjuþing hefst á
sunnudaginn en samkoman fer
með æðsta vald í málefnum þjóð-
kirkjunnar. Ýmis mál liggja fyrir
þinginu og má búast við heitum
umræðum um sum þeirra.
Að sögn Þorvalds Karls Helga-
sonar biskupsritara verður sérstök
áhersla lögð á innri mál kirkjunn-
ar. Þannig verða fræðslu- og tón-
listarmál í öndvegi og er búist við
að fjárveitingar til þessara mála-
flokka verði auknar til samræmis
við það.
Prestssetrasjóður hefur óskað
eftir heimild til að fá að selja sjö
prestssetur og hluta úr áttundu
jörðinni. Ýmis sögufræg býli eru
þar á meðal, svo sem Bergþórs-
hvoll í V-Landeyjum, Prestbakki
við Hrútafjörð, Vatnsfjörður við
Ísafjarðardjúp og Árnes á Strönd-
um.
Búist er við að styr muni standa
um tillögur um að fækka prófasts-
dæmum landsins úr sextán í tíu og
þannig er gert ráð fyrir að Vest-
firðir verði eitt prófastsdæmi.
Endanleg ákvörðun um málið
verður þó ekki tekin á þinginu
heldur fer það í héruðin til um-
sagnar fái það til þess brautar-
gengi.
Þingið fer fram í Grensáskirkju
dagana 17.-22. október og situr það
21 fulltrúi, þar af tólf leikmenn.
- shg
Kirkjuþing fram undan:
Prestssetrum og próföstum fækkað
GRENSÁSKIRKJA
Þar fer fram kirkjuþing í næstu viku.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Samfylkingin og ASÍ töldu hann lofa hækkun barnabóta 2005 en nú slær Hallldór það út
af borðinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Mennirnir tveir sem létust í bíl-
veltu á Þjórsárdalsvegi á sunnu-
dagsmorgun hétu Þórarinn Björn
Magnússon, 23 ára, til heimilis á
Vatnsendabletti 6 í Kópavogi, og
Stephan Bernard Kahn, 35 ára
Brasilíumaður.
Kenneth Bigley:
Þjófar stálu
minningarbók
BRETLAND, AP Þjófar stálu bók sem
vegfarendur höfðu ritað samúðar-
kveðjur í til fjölskyldu Kenneths
Bigley. Minningarbókin lá frammi
í mosku í Birmingham ásamt
mynd af Bigley, sem myrtur var af
gíslatökumönnum í Írak, kertum
og samúðarkortum. Öllu þessu var
stolið.
Mohammed Naseem sagði
þjófnaðinn til marks um sjúkan
hug þess eða þeirra sem stálu bók-
inni. „Þetta veldur okkur þungri
kvöl og fjölskyldu Bigleys án efa
líka,“ sagði hann.
Fyrr á árinu var minningarbók
um fórnarlamb Madrídarárásanna
á Spáni einnig stolið. ■
■ BANASLYS
■ ÍRAK
ÞÓRARINN BJÖRN
MAGNÚSSON
STEPHAN
BERNARD KAHN
GÍSL ÁKÆRIR AL-JAZEERA Sádi-
Arabi sem var tekinn í gíslingu í
Írak en er nú laus úr haldi hefur
ákært Al-Jazeera sjónvarpsstöð-
ina og krefst þess að hún greiði
honum skaðabætur. Hann segir
myndatökumann stöðvarinnar
hafa myndað rán sitt en ekki til-
kynnt yfirvöldum um mannránið.
TÍU GÍSLUM SLEPPT Íslamskir
uppreisnarmenn slepptu í gær tíu
Tyrkjum sem þeir hafa haft í
gíslingu. Gíslarnir sögðu að gísla-
tökumenn hefðu komið vel fram
við sig og ekki beitt sig ofbeldi í
gíslingunni.