Fréttablaðið - 13.10.2004, Side 16
Það efast víst enginn um að þorri
mannkyns vildi frekar sjá John
Kerry en George Bush í embætti
forseta Bandaríkjanna. Líklega
hefur enginn forseti í sögu þessa
mikla ríkis mætt eins djúpri andúð
og almennri fyrirlitningu um alla
heimsbyggðina og George Bush.
Bandaríska þjóðin virðist hins veg-
ar klofin í jafnar fylkingar í af-
stöðu til forsetans. Um tvennt virð-
ast þó heimamenn og útlendingar
sammála. Annað er að kosningarn-
ar í nóvember séu einhverjar hinar
mikilvægustu í nýlegri sögu
Bandaríkjanna og hitt að sjaldan
hafi kjósendur staðið frammi fyrir
eins skýru vali og nú. Margir segja
að kjósendur hafi ekki fengið að
velja á milli jafn ólíkra kosta síðan
Nixon vann sinn yfirburðasigur á
McGovern 1972. Þetta kann að
vera rétt en það segir þá í leiðinni
heilmikla sögu um bandarískt lýð-
ræði.
Andúð manna á Bush um víða
veröld virðist gera þessar kosning-
ar að skýrari átökum í hugum fólks
en málflutningur forsetaefnanna
gefur tilefni til. Ef litið er til stefnu
frambjóðendanna tveggja í helstu
málaflokkum er erfitt að forðast þá
niðurstöðu að ef Kerry og Bush
væru í stjórnmálabaráttu í Evrópu
en ekki Bandaríkjunum væru þeir í
sama flokki. Sá flokkur væri held-
ur ekki einn af þessum breiðu evr-
ópsku hægriflokkum, heldur lítill
flokkur úti á kanti evrópskra
stjórnmála. Þessi niðurstaða af at-
hugun á stefnumálum Bush og
Kerrys er hins vegar gersamlega á
snið við tilfinningu manna um allan
heim fyrir kosningunum í nóvem-
ber.
Í Evrópu virðist það vera nokk-
uð almenn, en sennilega röng trú,
að ef Kerry sigri muni utanríkis-
stefna Bandaríkjanna breytast í
veigamiklum atriðum og verða
miklu líkari stefnu Evrópuríkja.
Hér í álfu virðist menn líka al-
mennt trúa því að sigur Kerrys
myndi hafa í för með sér breyting-
ar í innanlandsmálum í Bandaríkj-
unum sem myndu draga úr þeim
mikla mun sem er á þjóðfélögum
Evrópu annars vegar og Banda-
ríkjunum hins vegar. Menn geta
hins vegar ekki bæði trúað þessu
og trúað því sem Kerry segir sjálf-
ur um sína stefnu. Annað hvort er
skoðun Evrópu á Kerry röng eða
Kerry er að ljúga að bandarísku
þjóðinni.
Lítum fyrst á utanríkismál. Í
engu máli er gjáin á milli Banda-
ríkjanna og Evrópu dýpri en í
Palestínumálinu. Þar hefur Kerry
sömu stefnu og Bush. Hann styður
stefnu Ísraelsmanna og vill ekki
beita bandarískum þrýstingi til að
milda hernám þeirra og hernað
gegn Palestínumönnum. Gjáin í af-
stöðu Evrópu og Bandaríkjanna til
Íraks er litlu grynnri. Kerry studdi
innrásina, vill vinna hernaðarsigur
í landinu og hafa bandaríska her-
menn þar næstu árin. Hann sagði
fyrst að hann hefði stutt innrásina
þótt hann hefði vitað að hún var
gerð á fölskum forsendum en
breytti þeirri afstöðu þegar her-
námið fór að vera óvinsælla í
Bandaríkjunum. Þriðja málið sem
skilur á milli Evrópu og Ameríku er
stofnun Alþjóða stríðsglæpadóm-
stólsins sem hefur verið baráttu-
mál Evrópuríkja og allra áhuga-
manna um mannréttindi og viðnám
gegn stríðsglæpum. Líkt og Bush
er Kerry á móti því að dómstóllinn
hafi lögsögu yfir Bandaríkjamönn-
um, sem einir allra manna í veröld-
inni eiga að vera friðhelgir gagn-
vart dómstólnum að kröfu Bush og
Kerrys. Afstaða þeirra til Samein-
uðu þjóðanna er heldur ekki ólík.
Kerry er á móti því meginatriði í
stofnskrá SÞ að ríki megi einungis
beita hervaldi ef á þau er ráðist eða
árás er yfirvofandi nema öryggis-
ráð SÞ veiti til þess heimild. Hann
vill þó teygja sig lengra til að fá al-
þjóðlegan stuðning. Í innanlands-
málum hafa Bush og Kerry ólíkar
áherslur án þess að róttækur mun-
ur sé á stefnu þeirra. Bandaríkin
eru eina iðnvædda land veraldar
þar sem hið opinbera sér ekki öll-
um borgurum fyrir heilbrigðis-
þjónustu. Ein afleiðing þess er að
barnadauði er hærri víða í Banda-
ríkjunum en á hinni örsnauðu
Kúbu. Kerry vill gera eitthvað
meira en Bush í þessu máli og þar
er að finna stærsta muninn á stefnu
þeirra en jafnvel evrópskum
hægrimönnum þættu þær umbæt-
ur fátæklegar. Ójöfnuður í lífskjör-
um hefur vaxið stórkostlega á síð-
ustu áratugum í Bandaríkjunum en
stefna Kerrys er ekki líkleg til að
draga verulega úr honum enda mið-
ast stefnumál hans yfirleitt við
þarfir miðstétta frekar en þarfir
þeirra tuga milljóna Bandaríkja-
manna sem búa við öryggisleysi og
djúpa fátækt. Í utanríkis- sem og
innanríkismálum virðist stefna
Kerrys snúast um að hægja á ferð
Bandaríkjanna í burtu frá evrópsk-
um gildum og viðmiðum en ekki um
breyttan kúrs. ■
E kki er í sjónmáli að takist að leysa verkfall grunnskólakenn-ara. Það ástand sem er í þjóðfélaginu vegna verkfallsins eróviðunandi. Ekki bara fyrir kennara og sveitarfélögin held-
ur þjóðfélagið í heild.
Samúð með málstað kennara hefur farið vaxandi í samfélaginu.
Almennt geta menn verið sammála um að þeir sinni krefjandi og
mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Menntun skipar stöðugt stærri
sess í samfélaginu og mikilvægi hennar er óvíða dregið í efa.
Almennt er einnig viðurkennt að laun kennara séu lág og þau
þurfi að hækka. Víðtækur skilningur er einnig á því að sveitarfé-
lögin ráði illa við að greiða þau laun sem farið er fram á í kröfu
kennara.
Vandamálið liggur því nokkuð skýrt fyrir en einhverja breytu
þarf í viðbót til að finna lausnina. Við þessar kringumstæður verð-
ur ekki séð að ríkisstjórnin geti setið hjá og látið eins og sér komi
deilan ekki við. Gera verður þá kröfu til menntamálaráðherra og
forsætisráðherra að þeir beiti sér í deilunni. Skiljanlegt er að á
fyrstu stigum deilunnar hafi ríkisvaldið haldið sig til hlés. Nú er
hins vegar að verða fullreynt á þeim forsendum sem liggja fyrir.
Nýtt útspil þarf að koma til.
Sveitarfélögin tókust á hendur gríðarlegt verkefni þegar grunn-
skólinn var fluttur til þeirra. Samhliða hefur verið staðið yfir ferli
sem leiða á til fækkunar og stækkunar sveitarfélaganna. Flutning-
ur grunnskólans ýtti á eftir þessari þróun þar sem smærri sveitar-
félög réðu einfaldlega ekki við verkefnið. Við núverandi kringum-
stæður má spyrja sig hvort flutningur grunnskólans hafi verið of
snemma á ferðinni miðað við samrunaþróun sveitarfélaganna.
Fleira ætti að gera það að verkum að ríkisvaldið finni til ábyrgð-
ar. Sjálft gerði ríkið samninga við framhaldskólakennara og aðrar
háskólamenntaðar stéttir. Ekki er ósanngjarnt að grunnskólakenn-
arar leiti samsvörunar í kjörum þeirra sem hafa svipaða menntun
og ábyrgð. Ef sveitarfélögin ráða ekki við að mæta þeim saman-
burði sem ríkið hefur skapað þarf að endurskoða stærð þeirra og
tekjustofna.
Þetta eru viðamikil verkefni og verða ekki leyst í einu vetfangi.
Forysta kennara þarf líka að líta í eigin barm. Efast má um tíma-
setningu verkfalls. Leikskólakennarar eru með lausa samninga og
sambærilegar stéttir við grunnskólakennara munu brátt setjast að
samningaborðinu. Þetta skapar þrýsting við samningaborðið sem
grunnskólakennarar gætu vel verið án. Skammtímasamningur, án
þess að hengt væri of mikið af hliðarkröfum á hann, hefði hugsan-
lega skapað tíma til að leysa úr þeim grundvallarvanda sem blasir
við að leysa í deilunni.
Staða efnahagsmála er vissulega einnig áhyggjuefni viðsemj-
enda kennara. Heyrst hafa raddir stjórnarþingmanna um að kjara-
bætur kennara muni ýta undir þenslu og verðbólgu. Þær raddir
verða hjáróma þegar fjárlög og skattalækkunartillögur senda út
skilaboð til samfélagsins um að ekki sé mikil ástæða til að óttast
þenslu. ■
13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Kennaradeilan leysist ekki á núverandi forsendum.
Stjórnin finni
til ábyrgðar
FRÁ DEGI TIL DAGS
Skiljanlegt er að á fyrstu stigum deilunnar hafi
ríkisvaldið haldið sig til hlés. Nú er hins vegar að
verða fullreynt á þeim forsendum sem liggja fyrir.
,,
Jólahlaðborð á Hótel Örk
Hafðu samband í síma 483 4700, info@hotel-ork.is,
www.hotel-ork.is Útvegum bíla fyrir hópa, stóra sem smáa.
Munið okkar frábæru árshátíðakjör.
Jólahlaðborð
að hætti Eika
20. 26. og 27. nóvember
03. 04. 10. og 11. desember
Veislustjóri:
Flosi Ólafsson
Drekkhlaðin veisluborðin svigna
undan gómsætum kræsingum úr
smiðju matreiðslumeistara
Hótel Arkar.
Verð: 4.490,- krónur
( með gistingu krónur 8.790,- á mann í tvíbýli).
Föstudagstilboð: 3.990,- krónur
( með gistingu krónur 7.990,- á mann í tvíbýli).
ATH: Uppselt í gistingu 20. og 27. nóvember, laust í sal.
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Skipta kosningarnar máli?
Engin hetja
Þó að argentínski byltingarmaðurinn og
kommúnistinn Ernesto Che Guevara sé
búinn að hvíla í gröf sinni í næstum
fjóra áratugi er persóna hans enn heitt
deiluefni um allan heim og þar á með-
al á Íslandi. Nýlega opnuðu ungir frjáls-
hyggjumenn sérstaka vefsíðu til að láta
í ljós óánægju sína með
það hvernig mynd
Che Guevara er
hampað á tísku-
fatnaði. Á slóð-
inni che.uf.is má
lesa þessi um-
mæli: „Í dag
kemst maður
vart í gegn um
daginn án þess
að sjá einhvern í Che Guevara bol. En
hver er þessi maður? Af hverju er hann
í tísku? Sumir halda að hann hafi verið
„frelsishetja“ og baráttumaður fyrir
mannréttindum og bættum lífskjörum.
Raunin er önnur. Ef málið er skoðað
betur kemur í ljós dekkri og ógeðfelldari
mynd en flestir láta sig dreyma um.“
Síðan er rakinn ferill Guevara sem er
blóði drifinn. Meðal annars að hann hafi
stofnað fyrstu þrælabúðirnar á Kúbu,
fyrirskipað aftökur á saklausu fólki og
sjálfur tekið fólk af lífi með köldu blóði.
Á hrós skilið
Stjórnmálamenn sem hlusta á gagnrýni
og bregðast við henni á jákvæðan hátt
stækka áreiðanlega fyrir vikið í augum
almennings. Hinir sem þora ekki að
bakka með neitt, jafnvel þótt þeir viti
upp á sig vitleysu, eru á villigötum. Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra á hrós skilið fyrir að
bregðast við gagnrýni stjórnarandstöð-
unnar á skipan nýrrar fjölmiðlanefndar
með því að fjölga í nefndinni eins og
krafa var gerð um. Yfirlýsing hennar í
gær um að nefndin eigi að vinna í ná-
inni samvinnu við hagsmunaaðila, svo
sem Blaðamannafélag Íslands, er einnig
jákvætt innlegg í mál-
ið og hjálpar von-
andi til að skapa
grundvöll fyrir því
að hægt sé að
ræða málefnið af
yfirvegun og þekk-
ingu.
Í DAG
FORSETAKJÖR Í
BANDARÍKJUNUM
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Í Evrópu virðist það
vera nokkuð almenn,
en sennilega röng trú, að ef
Kerry sigri muni utanríkis-
stefna Bandaríkjanna breyt-
ast í veigamiklum atriðum
og verða miklu líkari stefnu
Evrópuríkja.
,,
Vefritið Vísir.is hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Undir Skoðanir á
vefnum hefur skapast öflugur vettvangur fyrir þjóðfélagsumræðu. Þar birtist daglega
nýtt efni sem ekki hefur birst annars staðar og einnig efni eftir pistlahöfunda Frétta-
blaðsins. Lesendur geta skrifað athugasemdir við greinar á vefnum og er hugmynd-
in að segja frá þeim framlögum í Fréttablaðinu eftir því sem tilefni gefst til. Aðal-
greinin á Vísi í dag fjallar um fjölmiðla og er hana eingöngu að finna á vefnum. Þar
er sagt frá skiptum skoðunum í Frakklandi um eignarhald á fjölmiðlum í framhaldi
af því að vopnaframleiðandinn og auðkýfingurinn Serge Dassault eignaðist marga
helstu fjölmiðla landsins. Í greininni er efnið einnig tengt umræðum hér á landi um
eignarhald á íslenskum fjölmiðlum.
Skoðanir og umræður á Vísir.is
ORÐRÉTT
Málað sig út í horn
Sjarminn lekur af Katrínu og
traustið af Illuga. Ólafur Teitur
hefur hins vegar fyrir löngu
málað sig út í horn íslenskrar
fjölmiðlunar og væri best
geymdur á þingi án kjörs.
Eiríkur Jónsson
DV 12. október
Upplýsa um eiturvopnin
Á hinn bóginn hefir margan
undrað að stríðsfélagar Íslend-
inga í Írak skuli ekki hafa
gengið á Halldór Ásgrímsson
að hann upplýsti þá um eitur-
efnavopnin, en hann lýsti yfir í
fjölmiðlum með flírubrosi 13.
janúar sl. að „ég hefi alltaf vit-
að að þau voru til“.
Sverrir Hermannsson
Morgunblaðið 12. október
gm@frettabladid.is