Fréttablaðið - 13.10.2004, Qupperneq 18
Á vefsíðunni fjarkennsla.is er hægt að fjárfesta í
mörgum margmiðlunarkennslubókum og þess
vegna setjast á skólabekk heima í stofu við tölvuna.
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
Stúdentaferðir er í samstarfi við háskóla, listaháskóla,
hótel- og ferðamálaskóla um víða veröld. Allar nánari upplýsingar
liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is.
Við aðstoðum þig við að finna rétta skólann!
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?Krakkar!
Komið að mála keramik.
Notið tímann og gerið
jólagjafirn r.
Opið virka daga kl. 8-18.
Keramik fyrir alla,
Laugavegi 48b, sími 552 2882
www.keramik.is
Hér er tálgað af kappi. Næstur er Sigmundur Hansen, þá Sveinbjörn Sigurjónsson. Við hlið hans situr Eygló Halldórsdóttir og
ystur er Gunnar Helgason.
Opnir tímar í tréskurði:
Þar sem margir fagrir munir verða til
Tréskurður tilheyrir bæði tóm-
stundagamni og nytjalist og þá
kúnst er hægt að læra á Vestur-
götu 7 í Reykjavík. Leiðbeinandi
er Sigmundur Hansen og hann
segir alla velkomna í tíma, á
hvaða aldri sem þeir eru. „Margir
halda að þessi staður sé bara fyrir
eldri borgara en það er misskiln-
ingur. Hingað er öllum frjálst að
koma til að taka þátt í því sem
fram fer,“ segir hann og undir það
tekur Harpa Rún Jóhannsdóttir,
forstöðumaður. „Félagsstarfið er
fyrir alla Reykvíkinga og er opið
virka daga frá 9 til 17.“
Tréskurðurinn er á dagskránni
á miðvikudögum milli kl. 13 og 16
og þar verða margir fallegir mun-
ir til. Sigmundur kveðst yfirleitt
forvinna hlutina heima því hann
sé mikill föndurkarl. „Síðan legg
ég þetta upp í hendurnar á fólkinu
og kenni því handbrögðin. Eitt
aðalmálið er að finna út hvernig
liggur í viðnum, því það verður að
beita hnífunum eins og æðarnar
liggja,“ segir hann og heldur
áfram: „Við eigum tólf járn og
lánum þau byrjendum en ef fólk
vill halda áfram þá kaupir það sér
áhöldin sjálft. Sumir fá sér sett
með þremur hnífum og halda
áfram að tálga heima hjá sér en
koma svo yfirleitt aftur og fá
frekari leiðbeiningar.“
Á Vesturgötunni eru hin ýmsu
námskeið í gangi, auk tréskurðar-
ins, svo sem myndlist, bútasaum-
ur, skrautskrift og postulínsmál-
un. Þar fyrir utan er spilað og
teflt og einn dagskrárliður heitir
Spurt og spjallað. Föstudagarnir
eru alskemmtilegastir, þá er safn-
ast við flygilinn og sungið og svo
dansað í aðalsalnum á eftir. Föstu-
dagarnir heita líka „sparidagar“!
gun@frettabladid.is
Hulda Ósk Ágústsdóttir sker út ramma
fyrir klukku og barómet.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Námskeið fram undan:
Ættarsagan skráð
Íslendingar eru þekktir fyrir mikinn
áhuga á ættfræði. Þorgrímur Gests-
son virkjar þann áhuga í námskeiði
sem hann kennir í Námsflokkum
Reykjavíkur og kallast Ritun ættar-
sögu. „Námskeiðið er til dæmis
hugsað fyrir fólk sem er að standa
fyrir ættarmóti og langar til að skrifa
sögu ættarinnar í stuttu máli. Einnig
hafa þeir sem teknir eru að eldast
áhuga á að punkta ýmislegt niður,
ég leiðbeini þeim hvernig best er að
haga þeirri vinnu. Síðan kynni ég
þátttakendum hvernig leita ber á
söfnum og fer með þá inn á helstu
bókasöfnin,“ segir Þorgrímur.
Viðtalstækni er atriði sem Þorgrím-
ur kennir: „Fólk tekur gjarnan viðtöl
við elstu fjölskyldumeðlimina, ég
kem með ábendingar hvernig best
er að standa að því, kenni fólki
einnig hvernig það getur nýtt sér
segulbandstækni og fleira.“
Gamlir nemendur Þorgríms hafa
sumir hafist handa við að skrá ætt-
arsögu sína. „Síðasti hópur var
mjög áhugasamur og skemmtileg-
ur,“ segir Þorgrímur og hlakkar til
að hitta næsta hóp.
Nánari upplýsingar á síðunni nams-
flokkar.is
Ýmsan fróðleik er að finna á bókasöfnum.