Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 39
MIÐVIKUDAGUR 13. október 2004
Tækifæri í fjölbreyttu samfélagi:
Lýðræði – jafnrétti – fjölmenning
Málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ
Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð
Málþingið hefst föstudaginn 15. október kl. 14:00 og lýkur laugardaginn 16. október kl. 15.30
Aðalfyrirlesarar:
Föstudagur: Laugardagur:
Dr. Finn Thorbjørn Hansen, heimspekingur Dr. Gillian Klein, ritstjóri tímaritsins Race Equality Teaching
Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur
Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskólaráðgjafi Hróbjartur Árnason, lektor
Ketill Magnússon, heimspekingur
Edda Kjartansdóttir, kennari
Hafdís Ingvarsdóttir, dósent
Helga Rúna Gústafsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi
Ingibjörg Margrét Ísaksdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi
Á laugardag verða haldin ríflega hundrað erindi í málstofum frá kl. 8:50 – 15:30
Kynnt verður m.a. þróunar- og nýbreytnistarf á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla, á sviði símenntunar,
innan mismunandi námsgreina, um menntun kennara, með fötluðu fólki innan og utan skóla, notkun tölvu- og
upplýsingatækni, um aga og hegðun, um viðhorf unglinga, áhrif prófa, félagsstörf með nemendum og
foreldrasamstarf. Sjá dagskrá á http://malthing.khi.is
Þátttökugjald er kr. 1500
Málþingið er haldið á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ í samráði við Félag framhaldsskólakennara, Félag grunnskólakennara,
Félag íslenskra framhaldsskóla, Félag leikskólakennara, Félag tónlistarskólakennara, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Grunn – samtök
forstöðumanna skólaskrifstofa, Heimili og skóla, Leikskóla Reykjavíkur, Menntamálaráðuneytið, Skólastjórafélag Íslands, Samband
íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélag Íslands Málþingið er styrkt af Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Kennarasambandi Íslands,
Leikskólum Reykjavíkur, Menntamálaráðuneyti og Þroskaþjálfafélagi Íslands.
Sævar Karl, verslunareigandi og
tískufrömuður í Bankastræti, telur
að bunga sú, sem sást á baki
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta í fyrstu sjónvarpskappræðum
á móti Kerry hafi stafað af því að
hann hafi verið með eitthvað innan
á sér. Hann tekur því útskýringu
klæðskera forsetans, um að bung-
an hafi myndast þegar forsetinn
krosslagði handleggina og beygði
sig fram, ekki trúanlega.
„Hann hlýtur að vera með
eitthvað á bakinu innan und-
ir jakkanum þarna,“ sagði
Sævar Karl, sem hefur
næmt auga fyrir því hvernig
fatnaður á að fara á fólki og
hefur skoðað myndir af Bush
með bunguna.
„Þessi jakkaföt eru úr
mjög þunnu efni,
sem er mikið notað
þarna núna. Þessi
maður er nú ekki
best klæddi maður
í heimi. Mér
finnst hann ekki
sérlega flottur í
tauinu, allt að
því hálf lura-
legur,“ bætti
Sævar Karl við.
A ð s p u r ð u r
sagði hann að
Kerry væri litlu
betri. Þessi amerísku föt væru dá-
lítið sérstök. Jakkarnir væru yfir-
leitt ófóðraðir, eða hálffóðraðir.
„En þessir menn eru í lúxusföt-
um sem kosta 3-5.000 dollara,“
sagði hann. Það jafngildir 200- 350
þúsund íslenskum krónum. „Þeir
ganga ekkert í ódýrari fötum en
það. En þetta er bara þeirra stíll.
Þeir eru ekki eins flottir og Kofi
Annan sem gengur í Brione-fötum
og hlýðir klæðskeranum
sínum hvað varðar stíl-
inn. Jay Leno er klædd-
ur fötum sem eru meira
á evrópska vísu. Hann
er flottur, gjarnan í
Armani og maður sér
svolítið handbragðið.
Þetta er annar stíll heldur
en á þessum þunnu
efnum en for-
s e t a f r a m -
bjóðendurn-
ir þurfa
kannski að
vera í amer-
ískum stíl,“
sagði Sævar
Karl, sem
vildi þó ekki
fallast á að
kalla þetta
„hamborgara-
stíl“.
jss@frettabladid.is
Ekki flottir í tauinu