Fréttablaðið - 13.10.2004, Side 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Íslensk
ofurhetja
Á dauða mínum átti ég von, enekki því að Danir tækju sig og
smíðuðu fyrstu íslensku ofurhetj-
una síðan á dögum Agga Skalla-
grímssonar og Gunna Hámundar.
Ofurhetjan heitir Hallgrímur Örn
Hallgrímsson og kom fram á sjónar-
sviðið í fyrrakvöld í framhaldsþætti
í Danska sjónvarpinu (rás 1) sem
heitir „Örninn“.
DANIR eru miklir sómamenn.
Fyrst björguðu þeir íslensku hand-
ritunum í hús og varðveittu þau á
tímum sem Íslendingar notuðu þau
ýmist í uppkveikju eða í bætur á
skóna sína. Svo skiluðu þeir heila
klabbinu aftur og „Fladö-bogen, ves-
gú“ varð að íslensku máltæki.
OG NÚ hafa Danir orðið fyrstir
allra þjóða til að viðurkenna í verki
að það sé töff að vera Íslendingur.
Örninn var nefnilega töff þáttur.
Lögregluforinginn Hallgrímur Örn
var á leiðinni til Íslands að heim-
sækja mömmu sína sem var í andar-
slitrunum, en varð að fresta ferð-
inni um óákveðinn tíma vegna að-
kallandi skyldustarfa: Lögreglu-
þjónn sem hafði verið að fá sér
smók inni á klósetti á Kastrup-flug-
velli var myrtur með karatehöggi á
nefið, og rússneska mafían og arab-
ískir hryðjuverkamenn leika laus-
um hala í flugstöðinni.
SEM SANNUR Íslendingur er
Hallgrímur jafngáfaður og hann er
harðsnúinn, og hann talar reiprenn-
andi rússnesku og arabísku, fyrir
utan íslensku og dönsku, og auk
þess má auðvitað gera ráð fyrir því
að hann hafi lært latínu, þýsku og
frönsku í menntaskóla. Svona mað-
ur er vitanlega umsvermaður af
kvenfólki. Bara við það eitt að sjá
þennan eldklára íslenska töffara
réttist úr manni þar sem maður
húkti í sjónvarpssófanum. Allar göt-
ur síðan 1262 hefur verið misjafn-
lega púkalegt að vera Íslendingur,
og nú er það allt í einu breytt. Eftir
nokkur hundruð ár í skammakrókn-
um eru íslenskar ofurhetjur aftur
komnar fram á sjónarsviðið, og það
er Danska ríkissjónvarpinu að
þakka. Einhver kynni að álíta að það
hefði verið í verkahring RUV að sjá
íslenskum sjónvarpsáhorfendum
fyrir íslenskum ofurhetjum – en það
er nú eins og það er, og fæst orð
bera minnsta ábyrgð. ■
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »