Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 2
2 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Nýr meirihluti bæjarstjórnar: Friður og framfarir í Eyjum SVEITARSTJÓRNAMÁL Sjálfstæðis- flokkur og Vestmannaeyjalisti skrifuðu aðfaranótt laugardags undir yfirlýsingu um meirihluta- samstarf í bæjarstjórn Vestmanna- eyja undir slagorðinu „friður og framfarir“. Samstarfi V-lista og Framsóknarflokks var slitið á fundi bæjarráðs á föstudagskvöld. Ekki hefur endanlega verið geng- ið frá skipan í embætti, segir Lúðvík Bergvinsson, oddviti V-listans, en þau mál verða rædd eftir að sam- starfsyfirlýsingin hefur verið lögð fyrir félagsfundi flokkanna tveggja. Sjálfstæðismenn samþykktu sam- starfið á fundi í gær, en V-listinn hefur boðað félagsfund á mánudag. „Við þessar aðstæður taka menn hagsmuni sveitarfélagsins fram yfir gömul deilumál,“ sagði Arnar Sigur- mundsson, oddviti sjálfstæðis- manna. Lúðvík Bergvinsson tekur í sama streng og segir menn ætla að snúa bökum saman. „Og þegar menn gera það þýðir ekkert að vola það sem liðið er,“ sagði hann. Andrés Sigmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, sem áður gekk úr samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn í andstöðu við stjórn Fram- sóknarfélagsins í Eyjum, er að von- um ósáttur og segir samstarfsslitin nú gerð „með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna“. - óká Lést eftir hnefa- högg í höfuðið Danskur hermaður lést eftir að hafa fengið hnefahögg í andlitið fyrir framan bar skemmtistaðarins Traffic í Keflavík. Í kjölfarið var 29 ára gamall Skoti sem höggið veitti handtekinn á heimili sínu í Keflavík. LÖGREGLUMÁL Danskur hermaður lést eftir hnefahögg á skemmti- staðnum Traffic í Keflavík í fyrri- nótt. 29 ára gamall skoskur maður var handtekinn í kjölfarið en hann er grunaður um að hafa slegið manninn. Sá var í gær úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til mánudags. Sjúkraflutningamenn komu á skemmtistaðinn þar sem tilkynnt hafði verið um slasaðan mann klukkan rúmlega fjögur aðfaranótt laugardags. Þeir fluttu manninn inn í starfsmanna- aðstöðu staðarins þar sem þeir gerðu á honum endurlífgunartil- raunir. Síðar var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja þar sem hann var úr- skurðaður látinn. Ekkert blóð var sjáanlegt á vettvangi né á þeim látna þegar lögreglan kom á stað- inn. Átti þá reyndar eftir að fara fram vettvangsrannsókn. Ekki var talin þörf á að fá tæknideild lög- reglunnar í Reykjavík til að rann- saka vettvanginn. Vitni sögðu að danski her- maðurinn hafi verið sleginn eitt högg í höfuðið fyrir framan bar veitingastaðarins. Að því loknu er sá sem höggið veitti sagður hafa gengið rakleiðis út af staðnum. Lögreglan handtók manninn skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og virtist hann talsvert mikið ölvaður. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins hafði Dan- inn verið „utan í“ kærustu hins mannsins, sem líkaði það illa og kýldi hermanninn. Maðurinn sem höggið vitni sáu slá hinn er skoskur ríkisborgari sem verið hefur búsettur hér á landi í nokk- ur ár. Karl Hermannsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík, segist ekki vita til þess að maðurinn hafi áður komið við sögu lögreglu. Daninn kom hingað til landsins á föstudagskvöld með flugvél danska hersins. Hann ætlaði að gista ásamt félögum sínum úr flugáhöfninni á Hótel Keflavík. Saman fóru þeir í miðbæ Kefla- víkur til að skemmta sér eftir að hafa komið sér fyrir á hótelinu. Danski hermaðurinn hét Flemm- ing Tolstrup og var 33 ára. hrs@frettabladid.is Lögregluþjónar: Hjálpuðu til við innbrot FRAKKLAND, AFP Franskur innbrots- þjófur taldi það ekki eftir sér að fá lögregluna til að hjálpa sér við inn- brot. Maðurinn hringdi á lögreglu- stöðina í Enghien-les-Bains, smábæ norðvestur af París, síðla kvölds og bað um hjálp við að komast inn í skartgripaverslun. Hann sagðist vera eigandi verslunarinnar en kvaðst hafa týnt lyklunum og kæm- ist því ekki inn. Lögreglumenn komu á vettvang og hjálpuðu honum inn. Þá fór að gruna að eitthvað væri á seyði þeg- ar hann stakk inn á sig úrum og pennum að verðmæti milljón. Hann slapp þó út en náðist næsta dag. ■ ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Ætlað er að tekjur borgarinnar aukist um 870 milljónir króna við útsvarshækkunina, en peningana á að nota til að greiða niður skuldir eða mæta hugsanlegum launa- hækkunum. Skattheimta: Hækkun í Reykjavík SKATTAR Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans ákvað í gær að leggja til á fundi borgarstjórn- ar þann 16. nóvember að út- svarsprósenta næsta árs verði 13,03 prósent í stað 12,7 prósenta og fasteignaskattur af íbúðarhús- næði 0,345 prósent af fasteigna- mati í stað 0,320 prósenta. Þórólfur Árnason borgarstjóri segir forsvarsmenn ríkisvaldsins hafa legið sveitarfélögunum á hálsi fyrir að nýta ekki betur skattstofna sem þau hafa til um- ráða. „Ég tel óábyrgt að krefjast fleiri tekjustofna ef við sem stýr- um sveitarfélögunum nýtum ekki tekjustofnana sem þegar eru fyrir hendi,“ sagði hann. - þlg BÁTUR Í VANDA Fjórar björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins Lands- bjargar í Eyjafirði voru kallaðar út síðdegis í gær eftir að tilkynn- ing barst um neyðarblys innar- lega í firðinum. Fljótlega barst til- kynning frá trillu að hún hefði komið að vélarvana hraðbát og hafði áhöfn hans skotið blysinu. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ BJÖRGUNARSVEITIR ,,Ekkert blóð var sjáanlegt á vettvangi né á þeim látna þegar lögreglan kom á stað- inn. „Jújú, ég þáði hálfan heilann.“ Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, þáði kvöldverðarboð PLO árið 1990 í Túnis, þar sem Jasser heitinn Arafat klauf í tvennt lambshöfuð og deildi lambsheilanum með Stein- grími, sem voru sérréttindi íslenska ráðherrans sem heiðursgests. SPURNING DAGSINS Steingrímur, vildirðu ekki heilan? FLYTJA SÆRÐAN HERMANN Yfir 400 bandarískir hermenn hafa verið fluttir á hersjúkrahús í Þýskalandi eftir að hafa særst í Falluja. Bardagar í Falluja: Neyð meðal almennings ÍRAK, AFP/AP Hjálparsamtök lýsa miklum áhyggjum af aðbúnaði óbreyttra borgara í Falluja sem enn hafast við í borginni. Birgða- lest Rauða hálfmánans var hleypt að sjúkrahúsi í vesturhluta borg- arinnar en var bannað að dreifa matvælum til fólks í borginni meðan bardagar stæðu enn yfir. Írakar segjast hafa náð mark- miðum sínum í Falluja, borgin sé á þeirra valdi og aðeins eigi eftir að uppræta fáeina hópa víga- manna. Þeir segja þúsund víga- menn hafa fallið og 200 verið tekna til fanga. Ein bandarísk hersveit var í gær send frá Falluja til Mosul þar sem vígamenn hafa haldið uppi miklum árásum meðan á bardög- um í Falluja stendur. ■ ÖKUNÍÐINGAR Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögregl- unnar í Hafnarfirði og Garðabæ aðfaranótt laugardags og á laug- ardag fyrir ölvun við akstur. Fíkniefni fundust enn fremur í bíl sem lögreglan stöðvaði og gekkst ökumaður við eign þeirra. Þá voru níu teknir fyrir of hrað- an akstur, þar af einn sem var 49 kílómetrum yfir hámarkshraða. Tappatogari með skera Frábær græja - Tappinn flýgur af Heimastjórn Palestínu óskar hjálpar við framkvæmd forsetakosninga: Í framboð úr fangelsi PALESTÍNA, AFP/AP Palestínumenn kjósa sér nýjan forseta í síðasta lagi 9. janúar, sagði Ahmed Qur- eia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sem hét því að láta kosningar fara fram eins fljótt og auðið er. Samkvæmt pal- estínskum lögum þurfa þær að fara fram innan 60 daga frá and- láti forsetans. Marwan Barghuti, einn vinsæl- asti forystumaður Palestínu- manna, hefur ákveðið að bjóða sig fram þrátt fyrir að hann afpláni nú fimmfaldan lífstíðardóm vegna morða sem ísraelskur dóm- stóll fann hann sekan um. Palestínumenn óskuðu í gær eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að tryggja að kosningarnar færu vel og örugglega fram. Stefnt hafði verið að því að kjósa forseta, þing og sveitarstjórnir snemma á næsta ári en andlát Arafats varð til þess að flýta verð- ur forsetakosningunum. Michel Barnier, utanríkisráð- herra Frakklands, hvatti í gær til stofnunar Palestínuríkis eins fljótt og auðið væri, jafnvel þó landamæri þess væru aðeins ákveðin til bráðabirgða fyrst um sinn. ■ LÚÐVÍK BERGVINSSON Oddviti V-listans í Vestmannaeyjum leggur samstarfsyfirlýsingu V-lista og Sjálfstæðis- flokks fyrir félagsfund á morgun. Sjálfstæð- ismenn samþykktu samstarfið í gær. BIÐJAST FYRIR VIÐ GRÖF ARAFATS Þúsundir Palestínumanna lögðu leið sína að gröf Jassers Arafat í gær og báðust þar fyrir. Þeirra á meðal voru forystumenn heimastjórnarinnar. FYRIR UTAN SKEMMTISTAÐINN TRAFFIC Í KEFLAVÍK Ekkert blóð var sjáanlegt á vettvangi né á þeim látna þegar lögreglan kom á staðinn. M YN D /VÍKU R FRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.