Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 4

Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 4
4 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Fráveitumál í Molduhrauni eru ekki í samræmi við reglugerð: Garðabær braut stjórnsýslulög ÚRSKURÐUR Garðabær braut stjórnsýslulög með því að ganga ekki frá fráveitukerfinu við iðn- aðarhverfið í Molduhrauni á við- unandi hátt. Úrskurðarnefnd um hollustu- hætti og mengunarvarnir kvað upp úrskurð þessa efnis eftir að húsfélagið Miðhrauni 22 hafði kært bæinn. Fallist var á þau rök húsfélagsins að rotþróarkerfið annaði ekki hverfinu og á þá kröfu félagsins að fráveitukerfið væri ekki í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp. Kröfu um að bænum væri skylt að koma upp sameiginlegu fráveitukerfi var vísað frá. Úrskurðarnefndin sagði það ekki vera á verksviði nefndar- innar að kveða á um slíkt. Málið hefur verið í gangi allt síðan í október árið 2001 þegar bæjaryfirvöldum var sent bréf frá lögmanni húsfélagsins þar sem kvartað var yfir ástandinu. Þó að kröfunni um að bænum væri skylt að koma upp sameigin- legu fráveitukerfi hafi verið vísað frá telja heimildir Fréttablaðsins víst að fyrirtæki í Molduhrauni muni fara fram á það við bæjar- yfirvöld í Garðabæ að þau lagi fráveitumálin. Staðfest sé að bær- inn hafi með frágangi sínum brot- ið stjórnsýslulög. - th Lög samþykkt eftir breytingar nefndar Í gær voru sett lög á verkfall kennara. Gerðardómur kemur fyrr saman en til stóð og kauphækkun gildir frá því að kennarar mæta til starfa. Stjórnarandstaðan segir lögin vond, ögrandi og hugsanlega gera illt verra. KENNARAVERKFALL Alþingi sam- þykkti frumvarp til laga sem banna verkfall kennara í grunn- skólum með 28 atkvæðum gegn 21. Þær breytingar urðu í meðför- um Allsherjarnefndar að gerðar- dómur kemur mun fyrr saman en í upphaflegu frumvarpi eða 20. nóvember takist samningar ekki milli deilenda. Gerðardómurinn á að skila af sér fyrir 20. febrúar og ákvarðanir hans eru bindandi sem kjarasamn- ingur á milli aðila frá og með gildis- töku laganna en ekki 15. desem- ber eins og lagt var til í upphafi. Þetta ákvæði tryggir að kaup- hækkanir gilda frá þeim degi sem kennarar koma til starfa á ný, sem verður strax á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar Alþingis, segir að ákvæðið um að gefa deilendum svigrúm til frjálsra samninga til 15. desember hafi verið í upphaf- legu frumvarpi til að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar. „Það kom skýrt fram hjá deiluaðilum að þeir kærðu sig ekki um þennan frest og þegar það lá fyrir vorum við í allt annarri stöðu,“ segir Bjarni. Stjórnarandstaðan greiddi at- kvæði gegn lögunum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að breytingar nefndarinnar hafi að vísu verið til bóta en flokkurinn sé í grundvall- aratriðum á móti lagasetningunni: „Við erum andsnúin því að setja lög á verkföll og lögbinda kaup og kjör með þessum hætti.“ Björgvin G. Sigurðsson, tals- maður Samfylkingarinnar í menntamálum, segir að flokkur- inn hafi farið vandlega yfir lögin með opnum hug enda hefðu kenn- arar gefið til kynna að þeir sættu sig við gerðardóm: „Við teljum að þessi lög séu ofbeldisfull, ögrandi og vond og geti jafnvel haft verri afleiðingar í för með sér en áfram- haldandi verkfall, mæti kennarar ekki til vinnu á mánudag eða segi upp störfum í stórum hópum.“ Samfylkingin setur aðallega þriðju grein frumvarpsins fyrir sig. Björgvin segir að í raun banni hún að grunnskólakennarar fái sömu kjör og framhaldsskóla- kennarar. a.snaevarr@frettabladid.is Deilur á toppnum: CIA í uppnámi BANDARÍKIN, AFP Bandaríska leyni- þjónustan, CIA, er í upplausn í kjölfar þess að Porter Goss tók til starfa sem nýr yfirmaður hennar. Fjöldi háttsettra manna hótar að segja af sér í kjölfar deilna við manninn sem Goss lætur stjórna daglegum rekstri, að því er fram kom í Washington Post. Reyndir yfirmenn í leyniþjón- ustunni eru ósáttir við hversu mikið vald Goss hefur gefið næstráðanda sínum. Yfirmaður starfsemi leyni- þjónustunnar erlendis sagði af sér á föstudag að sögn blaðsins en sam- þykkti að hugsa málið yfir helgina. Fleiri eru sagðir íhuga uppsögn. ■ Þverárfjallsvegur: Velta á vegi í lagningu LÖGREGLA Fjórir sluppu lítið meiddir eftir bílveltu í hálku á Þverárfjalls- vegi um miðjan dag í gær. Lögregl- an á Blönduósi segir mildi að ekki fór verr, en fólkið var allt í bílbelt- um. Bíllinn, sem endastakkst og lenti á hvolfi ofan í skurði, er talinn gjörónýtur. Vegfarandi sem kom að slysinu og keyrði þá sem meiddust á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Vegurinn er nýr, ókláraður fjall- vegur sem styttir leiðina úr Skaga- firði yfir á Blönduós. Síma- og tal- stöðvarsambandslaust er uppi á fjallinu, en lögreglan hefur barist hart fyrir að fá símasamband þang- að upp vegna mikillar umferðar á annars varhugaverðum vegi. - þlg Suðurland: Þrjár veltur í mikilli hálku LÖGREGLA Nokkuð var um bílveltur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærmorgun. Bílaleigujeppi með þremur Japönum valt á Suðurlands- vegi vestan Biskupstungnabrautar án þess að nokkur meiddist. Svo valt bílaleigubíll með tveimur út- lendingum á Biskupstungnabraut ofan við Þrastarlund laust fyrir há- degi og urðu minniháttar meiðsl á fólki. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í Kömbunum en meidd- ist lítið. Allar bílvelturnar urðu vegna ísingar og hálku, en rigning var og þíða sem breyttist strax í krapa og ísingu á veginum. Bílarnir eru allir illa skemmdir. - þlg ■ ÍRAK ■ LÖGREGLA ,,Við telj- um að þessi lög séu of- beldisfull, ögrandi og vond og geti jafnvel haft verri afleiðingar í för með sér en áfram- haldandi verkfall. Styrkir þú stjórnmálaflokk með fjárframlögum? Spurning dagsins í dag: Finnur þú oft fyrir dagsyfju? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 17,5% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun BJÖRGUNARMAÐUR Þessi björgunarmaður hélt niður í námu í Henan-héraði til að bjarga námamönnum. 33 létust. Kolanámumenn: Kínverjar í mestri hættu KÍNA, AP Fjórir af hverjum fimm kolanámumönnum sem létu lífið í slysum á síðasta ári létust í Kína. Þá létust 6.702 einstaklingar í námuslysum í Kína. Fyrstu níu mánuði þessa árs létust 4.153 í námuslysum þrátt fyrir átak stjórnvalda til að auka öryggi í kolanámum. Kínverjar standa undir þriðj- ungi kolauppgraftar á heimsvísu. Afköst hvers starfsmanns eru þó minni en víða annars staðar og dánartíðni mun hærri. Þannig gefur hver bandarískur kola- námumaður upp fimmtíufalt meira magn kola en meðalkola- námuverkamaðurinn í Kína. Dánartíðni Kínverjanna er hins vegar hundraðfalt hærri. ■ VELTA VIÐ HVOLSVÖLL Kona slapp án teljandi meiðsla í bílveltu rétt austan við Hvolsvöll á tíunda tím- anum í gærmorgun. Mikil hálka var á veginum og missti ökumað- ur stjórn á honum þannig að hann kastaðist út af veginum. Bíllinn er talsvert skemmdur. VELTA Í MÝVATNSSVEIT Bíll valt við Höfða við Mývatn um miðn- ættið á föstudagskvöld. Ung stúlka var í bílnum og slapp án teljandi meiðsla. Bíllinn er tals- vert skemmdur. edda.is 3. sæti Börn Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 3. – 11. nóv. Framhald verðlauna- bókarinnar Greppiklóar. „Þýðing Þórarins Eldjárn er algjör snilld.“ – Birta KÓLNANDI VEÐUR Nú fellur hitastigið og má búast við frosti um allt land í kvöld og næstu daga. Undan- tekningin er þriðju- dagurinn, en þá gæti hlýnað um tíma syðra. Það veður vindasamt, sérstaklega norð- austanlands þar sem gæti orðið hvassviðri í dag og jafnvel storm- ur allra norðaustast. Það má búast við éljum fyrir norðan í dag en annars staðar verður úrkomulítið. Hann hallar sér í norðrið á morgun með hægum vindi og frosti um allt land. Þriðju- dagurinn er enn dálítið á reiki í spánum. Kaupmannahöfn 11°C sk. m. köflum London 9°C sk. m. köflum París 9°C skýjað Frankfurt 7°C léttskýjað Glasgow 13°C skýjað Stokkhólmur 8°C sk .m. köflum Barcelona 14°C sk. m. köflum Helsinki 2°C léttskýjað Osló 2°C úrkoma Róm 14°C rigning Madrid 12°C sk. m. köflum Amsterdam 10°C sk. m. köflum Þriðjudagur Yfirleitt fremur hæg norðlæg átt. Nokkuð stíf austlæg átt, sérstaklega vestan til. Heldur hægari eystra. Kveðja, Guðríður Arnardóttir náttúrufræðingur. All hvasst 0 0 -4 -5 -5 -2 0 +4 +2 +2 -8 -5 -5 -5 -4 0 0 -6 -5 -5 +1 Hvassviðri Hvassviðri All hvasst All hvasst Nokkur vindur Hvassviðri All hvasst Strekkingur Strekkingur Strekkingur 82,5% VIÐ MIÐHRAUN Í GARÐABÆ Fallist var á þau rök húsfélagsins að rot- þróarkerfið annaði ekki hverfinu. AÐ AFLOKINNI LAGASETNINGU Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræðir við þingmenn Samfylkingarinnar, Jóhönnu Sig- urðardóttur og Guðmund Árna Stefánsson, að aflokinni lagasetningu sem batt enda á verkfall kennara í hádeginu í gær. KLERKAR HANDTEKNIR Íraskir lögreglumenn og bandarískir her- menn hafa handtekið æðstu klerka í þremur moskum súnnímúslima, að sögn leiðtoga súnnímúslima. All- ir hafa klerkarnir beitt sér gegn árásum á Falluja, borg sem er að mestu byggð súnnímúslimum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.