Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 6

Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 6
6 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Bankaræningjar fyrir dómi: Krefst um eins árs fangelsis DÓMSMÁL Saksóknari krafðist þess að tuttugu og eins árs mað- ur, sem framdi vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vesturgötu í Reykjavík 17. nóv- ember fyrir ári síðan, fengi í kringum tólf mánaða fangelsis- dóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Með manninum var tuttugu og fimm ára maður ákærður en hann ók bílnum sem notaður var við ránið. Í ákæru ríkissaksókn- ara segir að sá eldri hafi látið yngri manninum í té hníf og lambhúshettu, sem hann hafi hulið andlit sitt með er hann fór inn í bankann og ógnaði tveimur gjaldkerum með hnífum. Neyddi yngri maðurinn annan gjaldker- ann til að láta af hendi 430 þús- und krónur í peningaseðlum, sem ræninginn hafði síðan á brott með sér. Sá eldri játaði akstur flóttabíls- ins fyrir dómi en neitaði að eiga þátt í ráninu að öðru leyti. Sak- sóknari taldi sanngjarnt að hann fengi skilorðsbundinn dóm. Hann er með hreint sakavottorð. ■ Fordómar í garð útlendinga aukast Á fimm árum hafa viðhorf breyst þannig að færri vilja hleypa flóttafólki inn í landið og fleiri eru andsnúnari því að fólk sem hingað flytur haldi siðum sínum. Fleiri telja þó að landinn hafi gott af erlendum áhrifum. ÞJÓÐFÉLAGSGERÐ Fordómar í garð útlendinga hafa aukist hér á landi síðustu ár, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Al- þjóðahús á viðhorfi Íslendinga til útlendinga, framandi menningar og flóttamanna. Tæplega 36 prósent aðspurðra í könnun Gallups eru á móti því að fólk sem hingað flytur frá öðrum löndum eigi rétt á að halda eigin siðum og venjum og þá eru tæp 72 prósent andsnúin því að leyfa ætti fleiri útlendingum að vinna hér á landi. Að sama skapi eru rúm 72 prósent frekar eða mjög ósam- mála því að Íslendingar ætti að taka við fleiri flóttamönnum. Þegar horft er til fyrri kannana kemur í ljós að þeim fækkar tals- vert sem jákvæðir eru fyrir því að leyfa fleiri útlendingum að starfa hér á landi og þeim fækkar líka nokkuð sem eru sammála því að Íslendingar eigi að taka á móti fleiri flóttamönnum. Frá árinu 1999 hefur þeim sem vilja leyfa fleiri útlendingum að starfa hér fækkað um 14 prósent. Fyrir fimm árum voru rúmlega 42 prós- ent svarenda sammála því að heimila ætti fleiri útlendingum að starfa hér, en í ár er talan komin niður í 28 prósent. Á sama tíma fækkar þeim sem finnst að þjóðin eigi að taka við fleiri flóttamönn- um um 18 prósent. Hjá Alþjóða- húsi kemur fram að þegar horft sé til afstöðu fólks eftir búsetu ann- ars vegar og menntunar hins vegar komi í ljós að Reykvíkingar séu töluvert jákvæðari en aðrir landsmenn til málefna útlendinga og fólk með háskólamenntun já- kvæðara en aðrir. Þrátt fyrir að fólk virðist nú andsnúnara því en áður að fá út- lendinga í vinnu og að taka á móti flóttafólki þá fjölgar þeim engu að síður um 6 prósent frá 1999 sem telja að Íslendingar hafi gott af framandi menningu. Árið 1999 voru rúmlega 70 prósent þeirrar skoðunar, en eru 76,5 prósent í ár. Þá leiddi könnun Alþjóðahúss í ljós að fleiri gætu hugsað sér að sækja námskeið í erlendri matar- gerð en árið 1999. Þá sögðust rúm 45 prósent geta hugsað sér það á móti rúmum 59 prósentum nú. Könnun Gallup fór fram á tímabilinu 4. mars til 1. apríl í ár, en fyrst var hringt í fólk og því svo sendur póstlisti. 2.585 manns á aldrinum 16 til 75 ára voru í úr- taki og svarhlutfall var 41,6 prós- ent. olikr@frettabladid.is Kjarnorkudeila: Benda enn á Bandaríkin NORÐUR-KÓREA, AP Það er vel mögu- legt að leysa kjarnorkudeiluna á Kóreuskaga ef bandarísk stjórn- völd láta af því mark- miði sínu að steypa N o r ð u r - K ó r e u - stjórn af stóli. Þetta sagði tals- m a ð u r norður-kór- eska utan- r í k i s - ráðuneytis- ins í fyrstu yfirlýsingu þarlendra stjórnvalda um kjarnorkudeiluna eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. Sakir þess að Norður-Kóreu- menn neituðu að taka þátt varð ekkert af sex ríkja viðræðum um lausn á kjarnorkudeilunni sem halda átti í september. Norður- Kóreumenn hafa ekkert gefið út um hvort eða hvenær þeir taka aftur þátt í slíkum viðræðum. ■ 40 VÍGAMENN FELLDIR Pakist- anskir hermenn felldu allt að fjörutíu vígaliða í herferð sinni gegn Talibönum, að sögn Niaz Khatak, hershöfðingja í her Pakistans. Hann sagði þó að eng- ar vísbendingar hefðu fengist um nærveru Osama bin Laden. ENN RÁÐIST Á BÚDDISTA Einn lést og þrettán særðust í tveimur sprengjuárásum á búddista í sunnanverðu Taílandi. Sá yngsti sem særðist í sprengjuárásunum var eins árs drengur. Mikið hefur verið um árásir á múslima eftir að 85 múslimar létust í haldi lög- reglu. ■ EVRÓPA ■ ASÍA VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða flokkar stóðu að meirihluta-samstarfi í Vestmannaeyjum fram að helgi? 2Hvað verslanakeðju í Danmörkukeyptu Baugur og Straumur meiri- hluta í á föstudaginn? 3Á lagningu hvaða vegar féllst Skipu-lagsstofnun í vikulokin síðustu? Svörin eru á bls. 34 Sigrún Eldjárn edda.is Skemmtilegt framhald bókarinnar Týndu augun sem bóksalar völdu bestu íslensku barnabókina í fyrra. Hér rata Stína og Jonni í ný ævintýri – jafnvel enn ótrúlegri en síðast! Barátta gegn hryðjuverkum: Evrópuríkin brugðust BANDARÍKIN „Ekki er nógu mikill skilningur meðal Evrópuþjóða á því hversu alvarleg ógnin er,“ sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og gagnrýndi Evrópu- þjóðir fyrir að taka hryðju- verkaógnina ekki jafn alvarlega og bandarísk stjórnvöld. Scheffer sagði að umræðan í Evrópu hefði einkennst af því hversu langt mætti ganga í barátt- unni gegn hryðjuverkum með hliðsjón af mannréttindavernd. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að grafa undan mannréttindum. ■ Afganskar öryggissveitir: Börðust innbyrðis AFGANISTAN, AP Tveir afganskir lög- reglumenn og tveir liðsmenn af- gansks stríðsherra létust þegar kom til skotbardaga á milli fylk- inga þeirra í Helmand-héraði. At- vikið þykir undirstrika þau vandamál sem stjórnvöld standa frammi fyrir, stríðsherrar halda enn í fylkingar sínar auk þess sem lögregla, her og öryggissveitir stríða á stundum hver við aðra. Skotbardaginn braust út í kjöl- far deilna lögreglumanna og liðs- manna stríðsherrans en ekki var sagt frá því um hvað þeir deildu. ■ KJARABARÁTTA Samninganefnd leik- skólakennara hittist á fundi á Grand Hótel síðdegis á mánudag til að ákveða hvort deilu Félags ís- lenskra leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaga verði vísað til ríkissáttasemjara og hvort leitað verði heimildar í allsherjaratkvæðagreiðslu leik- skólakennara til að boða verkfall. „Við erum mjög slegin yfir þróuninni hjá grunnskólakennurum og teljum að þar sé um ákveðna að- för að ræða. Við lítum svo á að okk- ar launakröfur hafi verið kýldar niður og auðvitað mun það hafa ein- hver áhrif á þróunina í okkar kjara- baráttu. Annars get ég lítið sagt um framhaldið. Það skýrist eftir fund- inn á mánudaginn,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður félagsins. Leikskólakennarar hafa lagt fram launakröfur sem fela í sér sambærileg kjör og grunnskóla- kennarar hafa krafist. Viðmiðið er 230 þúsund krónur fyrir 30 ára deildarstjóra í lok samningstím- ans árið 2007. - ghs BJÖRG BJARNADÓTTIR „Við lítum svo á að okkar launakröfur hafi verið kýldar niður og auðvitað mun það hafa einhver áhrif á þróunina í okkar kjara- baráttu,“ segir hún. Leikskólakennarar: Ákveða boðun verkfalls á mánudag MÓTMÆLI Í SEÚL Mynd af Kim Jong-il, leið- toga Norður-Kóreu, var brennd í mótmælum í Seúl, höfuðborg Suður- Kóreu. SCHEFFER MEÐ BUSH Framkvæmdastjóri Nató hefur verið á ferðalagi í Bandaríkjunum. BÚNAÐARBANKINN VESTURGÖTU Í ráninu sem framið var fyrir ári síðan náðu ræningjarnir 430 þúsund krónum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HRYÐJUVERKAMAÐUR Í HALDI Aserar hafa framselt Magomed Salikhov til Rússlands. Hann er talinn hafa skipulagt sprengju- árás á fjölbýlishús í Buinaksk í Dagestan árið 1999. BIGLEY MINNST Hundruð manna og kvenna voru viðstödd minn- ingarathöfn um Kenneth Bigley í Liverpool. Bigley var myrtur af hryðjuverkamönnum í Írak sem héldu honum í gíslingu. Viðstadd- ur var Tony Blair, forsætisráð- herra Breta. STIGU Á JARÐSPRENGJU Þrír lét- ust þegar einn þeirra steig á jarð- sprengju á landamærum Grikklands og Tyrklands. Menn- irnir, eru taldir hafa verið ólög- legir innflytjendur. FLÓTTAFÓLK Flóttafólk frá Júgóslavíu við komuna á Akureyri í mars í fyrra. Ný könnun sem Alþjóðahús lét gera leiðir í ljós að færri taka flóttafólki fagnandi nú en áður. Fólk með háskólamenntun er þó jákvæðara í garð útlendinga og íbúar höfuðborgarinnar jákvæðari en landsbyggðarfólk. Fólk sem er frekar eða mjög ósammála því að leyfa ætti fleiri útlendingum að vinna hér á landi: 1999 57,7% 2000 58,9% 2001 56,0% 2002 61,6% 2003 66,0% 2004 71,9% HEIMILD: KÖNNUN GALLUP FYRIR ALÞJÓÐAHÚS 2004.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.