Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 9

Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 9
teppasalans Sami Ullah sem varð vitni að atburðinum. „Skeggjaður maður klæddur tötrum eins og betlari nálgaðist einkennisklædda friðargæsluliða og sprengdi sig í loft upp fyrir utan búðina mína. Bóksölustelpan hafði áður reynt að selja útlendingunum bækur,“ segir Sami Ullah. Þennan örlagaríka dag hafði Feriba farið að heiman heldur fyrr en venja var því hún þurfti að kaupa inn fyrir „morgunmat- inn“ sem snæddur er við sólarlag í föstumánuðnum Ramadan. Hún vissi ekki að þetta yrði síðasti dagur ævi hennar. Hún hafði líka tekið að sér að kaupa inn fyrir ömmu sína sem var gestkomandi á heimilinu. Laila móðir hennar segir: „Hún sagði við mig: „Mamma, taktu því rólega, ég kem heim með brauð og annað sem við þurfum fyrir kvöld- matinn.“ Ég sagði allt í lagi en reyndu að koma frekar snemma. Hún var þegar búin að selja fyrir tíu dollara þegar hún dó. Það sem hún var að selja var ekki þess virði. Útlendingunum líkaði bara svo vel við hana.“ Teppasalinn í Kjúklingastræti segir að Feriba hafi verið frábær sölumaður. Sumir kaupmennirnir segja raunar að hún hafi í raun verið betlari en haft bækur og blöð til að blekkja lögregluna, sem reynir að uppræta betl. „Friðar- gæsluliðarnir elskuðu hana,“ seg- ir teppasalinn. Foreldrarnir Það var ekki heiglum hent að finna heimilisfang fjölskyldu stúlkunnar. Mohammad Yousuf Wahib, oddviti kaupmannanna í Kjúklingastræti, gat vísað á í hvaða hverfi hún byggi. Sumir sögðu að faðir hennar hefði dáið í borgarastríðinu, aðrir að hann hefði stungið af heiman fyrir tíu árum, enn aðrir að hann væri í Íran. Ekkert af því reyndist rétt. Fjölskyldan reyndist búa í Rahm- an Mina-götu í rykugu úthverfi Karta-e-Naw. Lítill drengur vísar veginn að nýbyggðri búð úr timbri. „Þessi er pabbi stelpunn- ar!“ Inni í búðinni er faðirinn Talibshah Khaksar, fertugur mað- ur, lágvaxinn, skarpleitur, græn- eygður, með rakað andlit. Hann selur börnum sælgæti. Hann Talibshah býður okkur heim og við setjumst niður í litlu herbergi og biðjum fyrir hinni látnu. Móð- irin, Laila, eiginkona Talibshah, slæst í hópinn. Tvö barnanna koma inn með ærslagangi en hún rekur þau á dyr með barsmíðum. Faðirinn er nýkominn frá Íran þar sem hann hefur reynt að afla tekna til að sjá fjölskyldu sinni farborða undanfarið árið. Hann er greinilega ekki í jafnvægi, hvort sem það má rekja eingöngu til dótturmisserisins eða ekki. Hann hefur í hótunum við yfirvöld og segist hafa verið svikinn. „Konan mín gerði boð eftir mér daginn sem slysið varð og færði mér þau tíðindi að Feriba hefði slasast. Þegar ég kom heim fyrir þremur eða fjórum dögum eftir ársdvöl í Íran tóku ættingj- arnir á móti mér með kveinstöf- um. „Ég brast í grát því ég gerði mér ljóst þegar ég sá þennan harm að eitthvað hræðilegt hlyti að hafa gerst: Feriba hlyti að vera dáin. Ég fylltist mikilli reiði. Ég var heima í nokkra daga og fólk streymdi inn til að biðja fyrir henni. Því næst fór ég að forseta- höllinni. Ég vildi hitta Karzai for- seta en mér var ekki leyft það. Ég vildi segja honum að ég væri fað- ir stúlkunnar sem hefði fórnað lífi sínu og þessi stjórn gerði ekkert fyrir mig.“ Útlendingarnir sýndu meiri mannúð Talibshah Khaksar er í mikilli geðshræringu. Hann hefur í hót- unum við Karzai og segir í örviln- an að hann muni gera allt til að leita réttar síns, jafnvel fremja voðaverk. „Stjórnin lætur ekki einu sinni í ljósi samúð sína,“ segir faðirinn. „Þegar ég kom að máli við stjórn- ina sagðist hún ekkert geta gert fyrir foreldra þótt börn þeirra dæju. Ég varð ofsareiður. Þetta fólk virðist gersneytt allri mann- úð. Útlendingarnir sýna meiri samúð en forsetinn og ríkisstjórn- in. Foringjarnir og hermenn ISAF komu heim til mín nokkrum sinn- um og vottuðu samúð sína.“ Ríkisstjórnin borgaði Talib- shah og fjölskyldu hans 100.000 Afghani í skaðabætur en hann segir það einungis hafa hrokkið fyrir kostnaði við fyrsta dag út- fararinnar og bæna (Fatiha). Faðirinn fullyrðir að þrír menn hafi verið handteknir í tengslum við tilræðið. „Ég skil ekki hvers vegna stjórnin segir ekki frá því hverjir beri ábyrgð á skipulagn- ingunni. Þessa menn ætti að taka af lífi opinberlega. Tilræðismað- urinn var félagi í Hezb-e-Islami sem Gulbuddin Hekmatyar stjórnar. Hann baðst fyrir í mosku í Sray Khuja. Hann á að hand- taka,“ segir harmi sleginn faðir- inn. Aðspurður hvort hann treysti á stuðning útlendinga segist hann varla geta ætlast til þess ef ríkis- stjórn Afganistans geti það ekki. En hefur hann einhverjar skoðan- ir á útlendingunum sem drógu að sér tilræðismanninn sem varð dóttur hans að bana? Nei, hann veit ekkert um hvaðan þeir komu. Atvikið var ekki þeim að kenna heldur erlendum flugumönnum sem ríkisstjórnin á að uppræta. Faðirinn vill hvorki láta ljós- mynda sig né afhenda myndir af dóttur sinni. Talibshah og Laila eiga tvo syni og tvær dætur. Talibshah segir að hann muni aldrei leyfa börnum sínum að feta í fótspor Feribu og selja útlend- ingum varning í Kjúklingastræti. Hann segist ekki vita hvernig hann eigi að sjá fjölskyldunni far- borða nú þegar fyrirvinnan sé far- in og segist ráðþrota ef Karzai forseti hjálpi fjölskyldunni ekki. a.snaevarr@frettabladid.is 9SUNNUDAGUR 14. nóvember 2004 08:00 – 08:20 Skráning, afhending ráðstefnugagna 08:20 – 08:30 Opnun 08:30 – 09:20 Uppruni DRG og þróun í heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna Jugna Shah framkvæmdastjóri Nimitt Consulting Inc., Minnesota 09:20 – 10:00 DRG sem stjórnunarupplýsingar á St. Göran í Svíþjóð Dr. Birgir Jakobsson forstjóri St. Göran 10:00 – 10:20 Umræður og kaffi 10:20 – 10:40 Þróun og staða á LSH Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri SFU 10:40 – 11:00 Viðhorf klíniskra stjórnenda Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir sviðsstjóri LSH 11:00 – 11:15 Heilbrigðisráðuneytið og DRG Sveinn Magnússon skrifstofustjóri HTR 11:15 – 11:35 Viðhorf klínískra stjórnenda Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir verkefnast. gæðamála lyflækningasviði I LSH 11:35 – 11:55 Kostnaður, framleiðni og fjámögnun Guðbjartur Ellert Jónsson verkefnastjóri SFU 11:55 – 12:05 Umræður 12:05 – 13:00 Hádegisverður á Grand Hótel 13:00 – 13:40 Samningar byggðir á DRG sem fjármögnunartæki Dr. Birgir Jakobsson forstjóri St. Göran 13:40 – 14:20 Outpatient/APC in USA - gæði og árangur Jugna Shah framkvæmdastjóri Nimitt Consulting Inc., Minnesota 14:20 – 15:05 Viðhorf klínískra stjórnenda Margrét Oddsdóttir yfirlæknir LSH 15:05 – 15:35 Umræður og kaffi 15:25 – 15:45 Viðhorf og pólitík Jónína Bjartmarz 15:45 – 15:55 Samantekt forstjóra LSH 15:55 – 16:00 Ráðstefnuslit Auðlegð í heilbrigðiskerfinu Ráðstefna um nýjar fjármögnunarleiðir á Grand Hótel 18. nóvember n.k. Dagskrá: Ráðstefnugjald kr. 9.000,- með hádegisverði. Rafræn skráning á www.icelandtravel.is Nánari upplýsingar og umsjón: Ferðaskrifastofa Íslands, Camilla Twingmark, sími 585 4376 camilla@icelandtravel.is Athugið að ekki er hægt að bóka í síma. Vegna mikils áhuga eru þáttakendur hvattir til að hraða skráningu. Breytt fjármögnun Verkefnið „breytt fjármögnun LSH“ hófst formlega árið 2000 með ákvörðun um að prófa notkun framleiðslumælikerfisins DRG á kvennasviði. Tilgangur verkefnisins er, auk prófunar á DRG, að afla betri upplýsinga um starfsemi spítalans til reksturs og stjórnunar, kostnaðargreina starfsemina og hagræða í rekstri. Samhliða innleiðingu DRG og annarra framleiðslumælikvarða hefur verið unnið að kostnaðarfærslum á sjúklinga. Frá árinu 2004 er allur kostnaður færður á meðferð sjúklinga nema stofn- og viðhaldskostnaður, S-merkt lyf á dag og göngudeildum og kennslu- og vísindakostnaður. Meðal fyrirlesara eru: Dr. Birgir Jakobsson barnalæknir og forstjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi. Sjúkrahúsið er eina einkarekna bráða- sjúkrahús Svíþjóðar. Starfsmannafjöldi er um 1.500 og árleg velta er um einn milljarður sænskra króna. Jugna Shah, MPH sem hefur sérhæft sig í breyttri fjármögnun í ferliþjónustu og innleiðingu breyttrar fjármögnunar. Hún stýrir fyrir hönd tveggja bandarískra stofnana, U.S. DHHS og USAID, innleiðingu á breyttri fjármögnun í heilbrigðisþjónustu í Rúmeníu. FERIBA, 13 ÁRA Sést hér í miðju ásamt frænda sínum, vinkonu og herkonu úr friðar- gæsluliði NATO. Herkonan hafði tekið ástfóstri við Feribu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.