Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 13
en ákveðin samþjöppun hefur þó átt sér stað,“ segir Hörður. Hann segir að viðskiptavinir Marels séu mjög kröfuharðir og séu ákaflega meðvitaðir um það hvaða eiginleika þeir vilji sjá í vinnsluvélum sínum. „Þeir sem hafa besta vöruna og bestu þjón- ustuna ná árangri,“ segir Hörð- ur. Það er til marks um árangur Marels að nú á félagið í reglu- legu viðskiptasambandi við fjörutíu af fimmtíu stærstu framleiðendur kjúklinga- og dýrakjöts í heiminum og á í við- skiptum við alla þá tuttugu stærstu. „Við höfum nú náð lág- marksstærð til að keppa á þess- um markaði,“ segir Hörður. Krónan til trafala Hann segir að þótt vel hafi gengið sé mikill þrýstingur á fyrirtæki í þessum geira að draga úr kostnaði og því sé að nokkru leyti óhentugt að vera með starfsemi í Danmörku og á Íslandi þar sem vinnuafl er dýrt. „Skattaumhverfið hér á Ís- landi er mjög gott en launa- kostnaður er mjög hár og hækk- ar miklu hraðar en í löndunum í kringum okkur,“ segir Hörður. Þá segir hann að sterkt gengi ís- lensku krónunnar sé félaginu erfitt um þessar mundir og telur raunar að íslenskur gjaldmiðill sé íslenskum iðnframleiðendum fjötur um fót. „Þróunin er í þá átt að myntsvæðin stækki og maður sér fyrir sér að Banda- ríkjadalur, evran og einhver af asísku gjaldmiðlunum verði ráð- andi. Það er hæpið að íslenska krónan bætist í þann hóp,“ segir hann. Hörður bendir á fleiri kosti við að reka iðnfyrirtæki á Ís- landi. „Góð menntun, frumkvöð- laeiginleikar og ákveðin sam- heldni nýtast okkur mjög vel. Við erum með afburðagott starfsfólk hér sem leggur geysi- lega mikið á sig,“ segir hann. Tilbúnir í frekari sókn Í ljósi þess hve mikil krafan um kostnaðarlækkun er telur Hörð- ur ekki ólíklegt að hluti fram- leiðslu Marels muni í framtíð- inni færast til landa þar sem launakostnaður er lægri. Miðað við vöxt Marels á undanförnum árum er ekki ósennilegt að fé- lagið þurfi að opna enn fleiri verksmiðjur og miðað við um- fang félagsins í dag má gera ráð fyrir að fjölmörg lönd í heimin- um komi til greina sem heim- kynni næstu verksmiðju. Á síð- ustu 10 árum hefur árlegur vöxtur félagsins verið um 25 prósent. Varðandi framtíð félagsins segist Hörður telja að Marel muni halda áfram að vaxa. „Tekjur okkar núna gera okkur vel í stakk búin að vaxa á hag- væman hátt,“ segir hann. Hann grípur til líkingar úr knatt- spyrnunni til að lýsa þróuninni hjá Marel á undanförnum árum: „Marel hefur lengi verið sterkt sóknarlið en vörnin hefur ekki verið sérlega góð og við höfum oft spilað án markvarðar. Nú má segja að við séum búin að þétta vörnina og setja mann í markið og séum tilbúin til þess að takast á við enn frekari vöxt.“ thkjart@frettabladid 13SUNNUDAGUR 14. nóvember 2004 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 63 82 11 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 63 82 11 /2 00 4 Banki allra landsmanna 7,1%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.10.2004–31.10.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00 Hvort heldur flriggja e›a fimm dyra er Micran nett og au›velt a› aka henni og leggja í stæ›i. Innanr‡mi› er svo haglega hanna› a› fletta er rúmbesti bíllinn í sínum stær›arflokki. Micran er full af hugvitsamlegum lausnum sem gera aksturinn flægilegri og skemmtilegri. Nissan Micra – nútíminn á hjólum Primera og Almera – a›eins fyrir kröfuhar›a VETRARTILBO‹ Micra Visa 1,2i Beinskiptur 80 3 1.390.000 kr. 1.300.000 kr. Micra Visa 1,2i Beinskiptur 80 5 1.440.000 kr. 1.350.000 kr. Micra Visa 1,2i Sjálfskiptur 80 5 1.590.000 kr. 1.500.000 kr. Tilbo›sver› gildir frá 1. nóv. – 31. des. 2004 Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Ver›skrá Tilbo›sver› – á n‡jum Nissan KAUPAUKI Vetrardekk me› umfelgun fylgja öllum Nissan á vetrartilbo›i. Nissan Primera Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 Ver›skrá 2.380.000 kr. Tilbo›sver› 2.240.000 kr. Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 Ver›skrá 2.445.000 kr. Tilbo›sver› 2.305.000 kr. Nissan Almera Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Almera Visia 1,5i Beinskiptur 90 5 Ver›skrá 1.730.000 kr. Tilbo›sver› 1.620.000 kr. Almera Acenta 1,8i Beinskiptur 116 5 Ver›skrá 1.830.000 kr. Tilbo›sver› 1.690.000 kr. Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 Ver›skrá 1.930.000 kr. Tilbo›sver› 1.790.000 kr. Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 Ver›skrá 1.940.000 kr. Tilbo›sver› 1.800.000 kr. Á LAUGARDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.