Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 14
Öld er liðin síðan skólahald hófst
í því húsi Menntaskólans á Akur-
eyri sem jafnan er kallað Gamli
skóli. Af því tilefni er efnt til há-
tíðardagskrár á Sal í dag hefst
hún klukkan 14. Nemendur lesa
upp og leika á hljóðfæri og Finn-
ur Birgisson arkitekt fjallar um
húsið. Að þessu loknu færist há-
tíðin um skólann allan, hann verð-
ur skoðaður í krók og kima og
kaffi drukkið á kennarastofunni
og víðar. Nemendum, kennurum,
starfsfólki fyrr og síðar og öllum
velunnurum skólans er boðið til
hátíðarinnar.
Hús Menntaskólans á Akur-
eyri var ekki reist af góðu einu
því ráðist var í byggingu þess þar
sem hús Gagnfræðaskólans á
Möðruvöllum brann tveimur
árum áður. Fór skólahald í húsinu
fram undir þeim merkjum allt til
ársins 1930 þegar skólinn varð
menntaskóli og til varð Mennta-
skólinn á Akureyri með formleg-
um hætti.
Húsið er eitt af nokkrum
þekktum kennileitum Akureyrar
og óneitanlega í hópi glæstustu
skólahúsa landsins. Tignarlegt
stendur það neðst á Brekkunni og
mænir yfir Pollinn, með Lysti-
garðinn listafagran sér við hlið.
Í eitt ár stóð húsið eitt og sér á
sínum stað en 1905 var íþróttahús
byggt vestan við. Er það jafnan
kallað Fjósið. Síðar hafa fleiri hús
risið á Menntaskólareitnum;
heimavistin 1946-56, Möðruvellir
1969, Hólar 1996 og ný heimavist
2003.
Umsvif Menntaskólans á Akur-
eyri hafa aukist stórum með árun-
um og sést það einna best á því að
framan af hýsti Gamli skóli alla
starfsemina. Þar var öll kennsla,
heimavist, mötuneyti og íbúð
skólameistara. Í dag eru þar skrif-
stofur skólayfirvalda og erlend
tungumál kennd. Önnur starfsemi
fer fram í öðrum húsum.
Skólahald og siðir Menntaskól-
ans á Akureyri byggja á gömlum
merg og þekkt er væntumþykja
nemenda um skólann sinn. Skóla-
yfirvöldum er mikið í mun að
halda í hefðirnar en horfa um leið
til framtíðar og lýsa þau skólan-
um sem gamalgróinni stofnun en
um leið framsæknum nútíma-
skóla í stöðugri þróun. Megin-
markið hans er að búa nemendur
undir háskólanám í lýðræðisþjóð-
félagi og koma öllum nemendum
til nokkurs þroska. Fullyrða má
að það hafi í flestum tilfellum
tekist vel.
bjorn@frettabladid.is
14 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
KARL BRETAPRINS Erfingi bresku
krúnunnar er 56 ára í dag.
Gamli skóli verður gamall
HÚS MA HUNDRAÐ ÁRA: HÁTÍÐARDAGSKRÁ Á SAL Í DAG
„Stundum finnst mér eins og hálfur hnöttur-
inn sé lagður rauðu teppi.“
- Afmælisbarn dagsins gengur oft eftir rauðum dreglum.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Oddur Guðmundsson, skipasmiður,
síðast búsettur á Kumbaravogi, andaðist
laugardaginn 6. nóvember.
JARÐARFARIR
13.30 Hákon Pálsson, fv. rafveitustjóri á
Sauðárkróki, hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri, verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 15. nóvember nk.
13.00 Bjarni Ólafsson verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 19. nóvember nk.
AFMÆLI
Hjálmar Árnason alþingismaður er 54
ára.
Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi
er 43 ára.
GAMLI SKÓLI Kennsla hófst í húsinu 4. október 1904. Aldarafmæli þess er fagnað ríkulega í dag.
Bandaríska blaðakonan Elizabeth
Cochrane, sem jafnan skrifaði
undir nafninu Nellie Bly, sagðist
ekki hafa þolinmæði til að vinna
á dagblaði, þannig að hún ákvað
að fara að dæmi skáldsöguper-
sónunnar Phileas Fogg og ferðast
umhverfis jörðina á áttatíu dög-
um.
Reyndar tókst henni að komast
þessa leið á 72 dögum, 6 klukku-
stundum og ellefu mínútum.
Hún skrifaði ferðasögu sína og
gaf út á bók árið 1890. Bókin
heitir að sjálfsögðu Umhverfis
jörðina á 72 dögum.
Hún lagði af stað frá New York
þann 14. nóvember árið 1889,
fyrir réttum 115 árum. Fyrsta
stopp var í London, en hún kom
við í París þar sem hún heilsaði
aðeins upp á Jules Verne, höfund
sögunnar um Phileas Fogg.
Þaðan hélt hún áfram til Brindisi,
Port Said, Ismailia, Suez, Aden,
Colombo, Penang, Singapúr,
Hong Kong, Yokohama, San
Francisco og loks aftur til New
York þar sem hún lauk ferð sinni
25. janúar árið 1890.
Hún var þá 25 ára gömul og
hafði stundað rannsóknarblaða-
mennsku af ýmsu tagi áður en
hún hélt í heimsreisuna. Meðal
annars hafði hún látið leggja sig
inn á geðveikrahæli og afhjúpað
skelfilegt ástand þar, sem endaði
fyrir dómstólum.
ELIZABETH COCHRANE Hún fór
umhverfis jörðina á 72 dögum fyrir
115 árum.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1851 Skáldsagan Moby Dick eftir
Herman Melville kemur út í
Bandaríkjunum.
1882 Pat Garrett drepur Billy the
Kid í villta vestrinu í Banda-
ríkjunum.
1918 Tékkóslóvakía verður lýðveldi.
1922 Breska ríkisútvarpið BBC
hefur útsendingar.
1940 Þjóðverjar eyðileggja með
loftárásum stóran hluta af
borginni Coventry í
Englandi.
1951 Bandaríkin veita Júgóslavíu
hernaðar- og efnahagsaðstoð.
1969 Bandaríkjamenn senda
annað mannað geimfar
sitt, Apollo 12, til tunglsins.
1973 Anna Bretaprinsessa giftist
Mark Phillip í Westminster
Abbey.
„Ég ætla að fara að kaupa jólagjafir í vikunni því ég er sett 24.
desember og vil ekkert vera að draga þetta neitt á langinn,“
segir Ilmur Stefánsdóttir, sem opnaði sýningu á verkum sín-
um í Iðnó í gær. Hún á von á sínu fjórða barni en sinnir
mæðrahlutverki sínu og myndlist af miklum myndarskap. „Af-
mælisveisla sonarins er svo á sunnudag og nóg að snúast í
kringum það,“ segir Ilmur og bætir við að hún þurfi einnig að
mæta í mæðraskoðun á fimmtudag þar sem skoðað verður
hvernig barnið snýr.
„Ég held reyndar að ég fari í tannaðgerð á föstudaginn,“ segir
Ilmur og skellir upp úr og segir vikuna fara mikið í persónu-
lega snúninga. Annars fylgir hún sýningunni sinni aðeins eftir
og ætlar sér einnig að spjalla við fjölmiðla um sýninguna
sína. „Auðvitað er ég ekkert hætt að hugsa um listina þó að
barn sé á leiðinni og er með fjölmargt í gangi,“ segir Ilmur,
sem ætlar að sækja um listamannalaun hjá ríkinu í vikunni til
að gera sér kleift að vinna að sýningu sem hún hefur lengi
verið með í huganum. „Það er alveg nóg hjá mér að gera,“
segir Ilmur.
VIKAN SEM VERÐUR
ILMUR STEFÁNSDÓTTIR ÆTLAR SÉR AÐ KAUPA JÓLAGJAFIR Í VIKUNNI OG FARA Í MÆÐRASKOÐUN.
Persónulegir snúningar ásamt jólainnkaupum
Umhverfis jörðina á 72 dögum
Rúnar
Geirmundsson
Sigur›ur
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað
við undirbúning útfara.
Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020
Þegar andlát ber að
lést á líknardeild Landakots að morgni 5. nóvember síðastliðinn
og verður hún jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18.
nóvember klukkan 13.00.
Okkar ástkæra
Marta Aðalheiður Einarsdóttir
frá Brú í Biskupstungum, Furugerði 1,
Þorbjörg Erna Óskarsdóttir Steinn Jóhannesson
Þorleifur Kristján Óskarsson Valgerður Lárusdóttir
Ingibjörg Óskarsdóttir
Guðmundur Hermann Óskarsson Brynhildur Sigurjónsdóttir
María Erna Óskarsdóttir
Lilja Jóhanna Óskarsdóttir Örlygur Sigurbjörnsson
Grétar Óskarsson Svanhildur Guðmundsdóttir
Barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Okkar ástkæri
Ingólfur Helgi Jökulsson
málarameistari, Vogatungu 81,
Verður jarðsunginn frá Digraneskirkju, Kópavogi, mánudaginn
15. nóv. kl. 15.00.
Margrét Scheving Kristinsdóttir
Helgi Örn Ingólfsson Annette Ingólfsson
Guðjón Haukur Ingólfsson
Sigurlína Scheving Jón Haukur Eltonsson
Olgeir Einarsson Unnur Skúladóttir
Hólmfríður Einarsdóttir Sævar Hafsteinsson
Kristinn Einarsson Ágústa Jónsdóttir
Stefán Jökulsson Bergljót Baldursdóttir
Garðar Jökulsson Helga Nielsen
Guðmundur Jón Smárason
barnabörn og barnabarnabörn.
ILMUR STEFÁNSDÓTTIR Notar hrærivél sem trommu. Ilmur er
með myndlistarsýningu í Iðnó þessa dagana.
Tilkynningar um andlát og
jarðarfarir eru velkomnar á síður
Fréttablaðsins.
Sími: 550 5000