Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 19

Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 9 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 107 stk. Keypt & selt 16 stk. Þjónusta 22 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 23 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 17 stk. Atvinna 15 stk. Tilkynningar 5 stk. Komið með til St. John s Jólastemningin er í Kanada 24. - 27. nóv. (uppselt) og 28. nóv.- 1. des. (síðustu sæti) Bókanir og allar nánari upplýsingar: Hópferðamiðstöðin - Vestfjarðaleið, Hesthálsi 10, 110 Rvík, s. 5629950/5876000 • info@vesttravel.is • www.vesttravel.is Fjórir góðir dagar í afslöppuðu umhverfi höfuðborgar Nýfundnalands. Beint flug, aðeins um 3 klst. og gist er á glæsilegum hótelum. Mjög hagstætt að gera jólainnkaupin. Allar helstu verslanirnar. Skoðunarferðir, frábærir veitingastaðir, jólaskrúðganga og jólasýningar. Dæmi um verð, kr. 48.600 m.v. tvo í herbergi á Holiday Inn. VR-ávísun gildir. ’ ! Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 14. nóv., 319. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.54 13.12 16.30 Akureyri 9.53 12.57 16.00 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Rödd Hrafnhildar Halldórsdóttur hljómar vel í eyrum hlustenda Rásar 2 og meðal þeirra á hún marga aðdáendur. Hún er í beinni útsendingu þar á hverjum virkum degi frá 10-12, spjallar glaðlega við fólk og spilar tónlist og það á alveg ágætlega við hana. „Þetta er óskaplega skemmtilegt starf og verður aldrei leiðigjarnt. Ef ein- hver drungi kemur yfir mig opna ég sím- ann og þó að fólk sé bara að velja sér óska- lag verða oft skemmtileg samtöl í fram- haldinu.“ Hrafnhildur hóf að starfa við útvarp árið 1991, þá nýkomin frá námi í Austurríki, og byrjaði á Aðalstöðinni en 1994 lá leiðin í Ríkisútvarpið og þar hefur hún verið síðan, lengi vel á laugardagsmorgnum frá 9-12 og um tíma með morgunútvarpið frá 7-9. Það segir hún hafa verið erfiðasta kaflann í út- varpsvinnunni. „Það er meira en að segja það að finna alltaf 6-7 ný efni á hverjum einasta morgni og vera alltaf ferskur. Ég dáist að fólki sem er alltaf með puttann á púlsinum og fylgist með öllum fréttatímum jafnframt því að sinna heimili.“ Sjálf á Hrafnhildur þrjú börn, 12, 8 og 3 ára, sem hún kemur af stað í skóla og leik- skóla á morgnana áður en hún heldur til vinnu. Verkfallið í grunnskólunum hefur auðvitað raskað því mynstri undanfarið og Hrafnhildur segir skólabörnin vera orðin dauðþreytt á ástandinu. Hún mætir klukk- an 9 til vinnu sinnar og tekur til plöturnar, les tölvupóstinn og býr til gróft handrit að þættinum sem hún hefur reyndar undirbúið daginn áður, bæði á vinnustaðnum og heima. „Þetta er svona þáttur þar sem maður getur aldrei gengið að neinu vísu nema hvað yfirleitt er eitt viðtal á dag og ég er búin að skipuleggja það áður.“ Hrafn- hildur kveðst oft taka með sér plötur að heiman enda fær hún að spila sína uppá- haldstónlist eins og annað dagskrárgerðar- fólk á Rás 2. „Ég hef reynt að skapa mér minn stíl og finnst mér alltaf ganga betur og betur,“ segir hún. gun@frettabladid.is Spjallar glaðlega við fólk og spilar tónlist atvinna@frettabladid.is BSRB stendur fyrir starfsloka- námskeiði í BSRB-húsinu Grett- isgötu 89 dagana 22.,24. og 29. nóvember nk. og er skrán- ing hafin. Námskeiðið hefst kl. 16.30 og lýkur kl. 19.00. Und- anfarna vetur hefur BSRB stað- ið fyrir starfslokanámskeiðum á höfuborgarsvæðinu og hefur reynst mikill áhugi fyrir þessum námskeiðum. Mikill fjöldi fólks hefur stótt námskeið- in. Frekari upp- lýsingar eru að finna á www.bsrb.is Skráðir atvinnulausir voru 4394 þann 12. nóvember um allt land. Af þeim voru karlar 1950 en konur 2.444. Á höfuð- borgarsvæðinu voru 1430 karl- ar atvinnulausir en 1557 konur. Af þessum tölum má sjá að at- vinnuleysi greinist meira meðal kvenna en karla. Aðeins á Norðurlandi vestra eru fleiri karlar en konur atvinnulausir. Lífeyrissjóður verzlunar- manna hefur ákveðið að taka lífeyris- og örorkuréttindi sjóð- félaga til endurskoðunar til að bregðast við þeirri þróun að meðalævi Íslendinga lengist ár frá ári en á síðustu átta árum hefur hún lengst mun meira en á áratugunum þar á undan. Liggja fyrir stjórn sjóðsins tillög- ur að breyting- um. Þær gera meðal annars ráð fyrir því að margföldunar- stuðull lífeyris- réttinda verði lækkaður úr 1,65 í 1,5. Í dag er upphæð lífeyris reiknuð þannig að stigafjöldi einstak- lingsins er margfaldaður með stuðlinum 1,65 og viðmiðunar- launum sjóðsins. Flestir lífeyris- sjóðir á landinu miða við marg- földunarstuðulinn 1,4 til 1,5 og standa sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna því enn vel að vígi hvað það varðar. „Mér finnst útvarpið frábær miðill og hann hentar mér best,“ segir Hrafnhildur. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég fór til tann- læknisins sem ætl- aði að draga úr mér tönn en svo var ég bara sprautuð og missti af öllu. Til sölu Skidoo Formula Mach 1 árg. ‘92. Verð 200þús. Uppl. 699 3632. Skortur á iðnaðarmönnum BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Hrafnhildur Halldórsdóttir er í beinu sambandi við hlustendur Rásar 2. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.