Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2004, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 14.11.2004, Qupperneq 39
SUNNUDAGUR 14. nóvember 2004 19 Hvenær byrja börn að ljúga? SVAR: Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verð- ur að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Hugarkenning Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknar- svið sálfræðinga sem á íslensku hefur verið nefnt „hugarkenn- ing“ (e. theory of mind) og teng- ist eiginleika barna til að skilja hugsanir og tilfinningar annarra. Þessi þroski er ekki talinn vera til staðar fyrr en börn eru um það bil þriggja ára. Þá fyrst geta þau gert sér grein fyrir því að þó þau viti eitthvað er ekki víst að allir aðrir viti það líka. Fram að þriggja ára aldri ályktar barnið að allir viti það sem það veit. Í þessu felst að barnið er tækni- lega ekki fært um að segja ósatt fyrr en það hefur náð þessum þroska. Fram að þeim aldri hlýt- ur hvers kyns ósannsögli barns að flokkast undir vanþekkingu eða skilningsleysi. Hvað er lygi? Þegar börn hafa náð þroska til að geta beitt ósannsögli snýst spurningin, um hvenær þau byrji að skrökva, um siðferðisþroska. Hvað er það að ljúga? Er það ein- faldlega að segja ósatt eða þarf það að vera vísvitandi ósannsögli sem beitt er til að blekkja aðra? Þetta kannaði svissneski sál- fræðingurinn Jean Piaget. Hann fékk börn til að leggja siðferðis- legan dóm á samskipti út frá samtölum sem fólu í sér lygar, getgátur og ýkjur. Hann hélt því síðan fram að börn þyrftu að vera um það bil 11 ára áður en þau gætu tekið tillit til ætlunar gerenda þegar um ósannsögli var að ræða. Fram að þeim aldri byggðist siðferðislegt mat þeirra á sannleiksgildi frásagnanna. Seinni tíma rannsóknir hafa í að- alatriðum staðfest niðurstöður Piagets þó sýnt hafi verið fram á að börn geti tekið tillit til ætlun- ar gerenda mun yngri en 11 ára. Siðferðislegt mat ungra barna er reyndar mjög líkt siðferðislegu mati eldri barna og fullorðinna, sérstaklega þegar ætlun fólks og rangfærslur eru undirstrikaðar. Lygi og reglur samfélagsins Taka þarf tillit til þess að skiln- ingur barna á hugtakinu lygi mótast af þeim reglum sem þau búa við í sínu umhverfi. Því eru bæði menning og samfélag mikil- vægir áhrifaþættir þegar kemur að siðferðiskennd barna og hvenær þau telja sig vera að ljúga. Þetta sést til dæmis af því að ef fullyrðing, sem viljandi er höfð röng, hlýtur refsingu frá fullorðnum eru börn yngri en sex ára líklegri til að meta hana sem lygi en sömu fullyrðingu sem ekki hlýtur refsingu (Bussey, 1992). Þannig getur ósannsögli verið hluti af flóknu félagslegu samspili milli fólks og svokölluð „hvít lygi“ getur jafnvel verið fé- lagslega jákvæð. Spurningunni um það hvenær börn byrja að ljúga vil ég svara með því að segja að þau hafa ekki forsendurnar til að geta brugðið fyrir sig ósannsögli fyrr en þau eru um það bil þriggja ára eins og fram hefur komið. Hvort þau eru í raun að ljúga þegar þau segja ekki nákvæmlega rétt frá er síðan skilgreiningaratriði því lygi vísar til þess að til sé eitt- hvað sem heitir sannleikur. Lilja Ósk Úlfarsdóttir, doktor í sálfræði. Heimildaskrá verður birt á vefnum. Davíð og ölið Hver er uppruni orðatilækisins „að sýna einhverjum hvar Davíð keypti ölið“? SVAR: Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta ein- hvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögninni að komast að, til dæmis „Þú kemst að því hvar Davíð keypti ölið ef þú gerir ekki eins og ég segi.“ Danskur og þýskur uppruni Hingað til lands hefur orðasam- bandið borist úr dönsku þar sem það er notað með sögnunum lære og vise og felur í sér væga hótun eins og í íslensku. Ekki er vitað til þess að um einhvern sérstakan Davíð sé átt en vel er hugsanlegt að einhver saga sé upphaflega að baki. Orðasambandið hafa Danir fengið frá Þjóðverjum en breytt nafninu. Í þýsku er til dæmis sagt: „Er weiss, wo Barthel den Most holt“, það er „hann veit hvert Barthel sækir mjöðinn.“ Merkingin er „slyngur, kænn, þekkir öll brögð“. Í háþýsku mun orðasambandið komið úr lágþýsku „he weet, wo Barthel de Mus herhalt“. Merk- ingin er skýrð þannig: Hann veit, hvert storkurinn (Barthel) sækir mýsnar (það er börnin). Sá sem trúir því ekki lengur að storkur- inn komi með börnin telst kominn til vits. Mál smáþjófa Önnur skýring á þýska samband- inu er sótt í mál smáþjófa. Úr hebresku kemur orðið Barsel „járn, kúbein“ og Moos (maíoth „smámynt“) „peningar“. Bein merking væri þá: Þjófurinn veit hvernig hann nær peningunum með því að nota kúbein. Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður Orðabókar Há- skólans. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn- ast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð, hvað er Klinefelter-heilkenni, hvaðan kemur orðið karafla og getur farið svo við skiptingu frumna að tveir eins litn- ingar verði í sömu frumu? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. GOSI Hann byrjaði snemma að ljúga og þá stækkaði nefið á honum. Satt og ekki satt?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.