Fréttablaðið - 14.11.2004, Qupperneq 54
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Vestmannaeyjalistinn og
Framsóknarflokkur.
Magasin du Nord.
Lagningu nýs Gjábakkavegar
milli Þingvalla og
Laugarvatns.
34 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
„Skákin gerir mann að betri manni
og verulega áríðandi fyrir börn að
geta setið í rólegheitunum og hugs-
að, án þess stöðugt að ýta á ein-
hverja takka. Skák gerir fólk einnig
yfirvegað,“ segir Sigurjóna Björg-
vinsdóttir, kennari í Breiðholts-
skóla, sem sjálf kenndi
skólabörnum skák á fyrri árum. „Ég
sagði þá við börnin að þegar þau
gætu hugsað þrjá leiki fram í tím-
ann, án þess að taka á nokkrum
manni, væru þau aðeins að byrja að
læra, því flumbrugangurinn var
slíkur. Skák er enda hugaríþrótt og
maður á að sitja lengi og hugsa.“
Sigurjóna er dóttir Björgvins
Abels Márussonar skákáhuga-
manns sem lést 1993. Í minningu
föður síns heldur hún árlega skák-
mót á heimili sínu í Breiðholti og
býður til mótsins systkinum sínum
og afkomendum, sem tefla saman
undir gamaldags veitingum; heima-
bökuðum kleinum, rúgbrauði,
kanilsnúðum og nýmóðins skinku-
hornum.
„Pabbi hafði óskaplegt yndi af
skák. Hann missti heyrnina ungur
og gat þá ekki tekið þátt í samræð-
um. Skákin var því hans afþreying
og hann tefldi geysilega mikið.
Pabbi fæddist 5. nóvember 1916 en
lést þann 13. nóvember 1993, og ég
reyni að halda mótið fyrsta laugar-
dag í nóvember, nú í fjórða skiptið.“
Þetta er alvöru skákmót eftir
Monrad-kerfi sem setur fólk sjálf-
krafa í riðla eftir fyrstu umferð svo
skákmenn tefli ekki við ofjarla sína.
Farandbikar gengur á milli manna
og alltaf eru þrír verðlaunapening-
ar til eignar; gull, silfur og brons.
„Þátttakan fer sívaxandi. Á
fyrsta mótinu var teflt á sjö borðum
og í fyrra voru borðin ellefu; alls 22
keppendur og sá yngsti sjö ára.
Þetta virkar hvetjandi á börnin því
öll hafa þau augastað á bikarnum og
medalíu og vita að þau hljóta verð-
laun einn daginn ef þau æfa sig.“
Sjálf hefur Sigurjóna verið við-
loðandi mörg skákmót. „Nafn mitt
er ekki þekkt í skákheiminum en ég
tók þátt í Íslandsmótinu 1978 og
gekk afleitlega vegna þess að telft
var á kvöldin og ég var jafnan dauð-
þreytt með tvö lítil börn á heimilinu
þá,“ segir hún hlæjandi og bætir við
að Hrókurinn sé að gera góða hluti í
skákkennslu barna en Reykjavíkur-
borg mætti herða sig. „Borginni
hefur farið mjög aftur í þessu eftir
einsetningu skóla og ÍTR hætti að
hafa áhuga á tómstundastarfi
barna. Á sama tíma var skáknám
ekki gert aðgengilegt fyrir börn svo
kennslan í skólunum datt upp fyrir.
Það er aðeins í einstaka skólum þar
sem skólastjórar hafa brennandi
áhuga, eins og Rimaskóla, þar sem
börn kunna orðið að tefla,“ segir
Sigurjóna að lokum, enda kominn
tími á að dæma í mótinu.
thordis@frettabladid.is
Á SUNDI Herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff tóku á móti félögum í
Sjósundfélagi Íslands og Sjósundfélagi lögreglunnar á Bessastöðum í gær. Tilefnið var
nýútkomin ævisaga Eyjólfs Jónssonar, hins frækna sjósundkappa.
...fær finnski leikskólakennarinn
Katri Raakel Tauriainen fyrir að
vera fyrsti útlendingurinn sem
slær í gegn í íslenskum sjón-
varpsþætti en áhugi hennar á
heimilum og innanhússhönnun
kom henni í íslenska fjölmiðla,
þar sem hún geislar í þættinum
Innlit-Útlit.
HRÓSIÐ
■ TÓNLIST
NYLON Stúlknasveitin er á góðri siglingu
þessa dagana. Bókin um ævintýri Nylon í
sumar er komin út og platan 100% Nylon
er mest selda hljómplatan á Íslandi síð-
ustu vikur samkvæmt samantekt IBM
consulting, sem tekur saman lista yfir mest
seldu plötur á landinu fyrir hljómplötu-
framleiðendur.
SIGURJÓNA BJÖRGVINSDÓTTIR KENNARI: HELDUR SKÁKMÓT HEIMA Í MINNINGU FÖÐUR SÍNS
Skák gerir fólk yfirvegað
FJÖLSKYLDUSKÁKMÓT Á HEIMILI SIGURJÓNU BJÖRGVINSDÓTTUR KENNARA
Árlega heldur hún skákmót í minningu föður síns Björgvins Abels Márussonar, sem vegna
heyrnarleysis átti flestar samverustundir með öðrum í gegnum taflborðið.
Fullt nafn: Stefán Máni Sigþórsson.
Hvernig ertu núna? Mjög fínn bara,
staddur í útgáfupartíinu mínu, gæti ekki
verið betra.
Hæð: 188 cm.
Augnalitur: Grænblár.
Starf: Rithöfundur.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Hjúskaparstaða: Í sambúð með börn.
Hvaðan ertu? Ólafsvík.
Helsta afrek: Að hafa afrekað það að
fara úr fiskinum í bókmenntirnar.
Helstu veikleikar: Mikilmennskubrjálæði.
Helstu kostir: Snilligáfa.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: The West
Wing.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Hlaupanótan.
Uppáhaldsmatur: Lambakjöt.
Uppáhaldsveitingastaður: Hornið.
Uppáhaldsborg: Búdapest.
Uppáhaldsíþróttafélag: Víkingur,
Ólafsvík.
Mestu vonbrigði lífsins: Að hafa ekki
ennþá verið í þættinum Laugardags-
kvöld með Gísla Marteini.
Áugamál: Lyftingar.
Viltu vinna milljón? Já, ég vil vinna
milljón....dollara.
Jeppi eða sportbíll: Sportbíll.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
yrðir stór? Ég ætlaði að verða hryðju-
verkamaður.
Skelfilegasta lífsreynslan: Það er
einkamál.
Hver er fyndnastur? Aðalgaurinn í
The Office.
Hver er kynþokkafyllst? Það er Sig-
rún Jóhannsdóttir mezzó-sópran-
söngkona.
Trúir þú á drauga? Já.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Mörgæs.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera?
Hæna.
Áttu gæludýr? Ekki í augnablikinu
en ég er kattamaður.
Hvar líður þér best? Í vatni.
Besta kvikmynd í heimi: Apocal-
ypse Now.
Besta bók í heimi: Innstu myrkur
eftir Joseph Conrad.
Næst á dagskrá: Heimsfrægð og dauði.
HIN HLIÐIN
Á STEFÁNI MÁNA RITHÖFUNDI
Ætlaði að verða hryðjuverkamaður
STEFÁN MÁNI
SIGÞÓRSSON
03.06.70