Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 6
6 23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Flestir fá eitthvað Huga þarf mjög vel að því að lækka ríkisútgjöld á móti tekjulækkun rík- issjóðs svo að verðbólgan fari ekki af stað hér á landi þegar skattalækkun ríkisstjórnarinnar hefur tekið gildi. SKATTALÆKKUNIN Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Ís- lands, telur að fara þurfi vel yfir ríkisút- gjöldin með sparnað og hagræðingu í huga þegar skattalækkun ríkisstjórnar- innar tekur gildi. Ekki þurfi endilega að skera niður í útgjöldum til heilbrigðis- og velferðarmála. „Þetta geta verið liðir eins og atvinnumálin, til dæmis landbún- aðarmál og óbeinir styrkir til at- vinnuveganna. Mér dettur í hug sjómannaafsláttur, þó að ríkis- stjórnin hafi að vísu gefið loforð um að hann verði áfram. Og svo kemur til greina að spara í yfir- stjórn ríkisins, til dæmis í rekstri ráðuneyta og í utanríkisþjónust- unni. Einnig er hægt að fresta framkvæmdum, til dæmis vega- framkvæmdum og fjárfestingum hins opinbera,“ segir hann. Hvað varðar þá gagnrýni að skattalækkunin gagnist þeim tekjuhæstu í þjóðfélaginu mest segir Tryggvi Þór að sér sýnist flestir fá eitthvað. „Breyting- arnar gagnast helst þeim sem borga skatta, ekki þeim sem ekki borga skatta og fá ekki barnabæt- ur. Þeir sem borga hæstu skatt- ana munu eðlilega hagnast mest að krónutölu,“ segir hann. Tryggvi Þór hefur ekki miklar áhyggjur af því hvort almenningi sé treystandi til að hafa meira milli handanna. „Þetta er mis- munandi. Hluti fjárins fer í neyslu og hluti fer í aukinn sparn- að. Sumir nota alla peningana í neyslu, aðrir fá tækifæri til að greiða niður skuldir og enn aðrir nota tækifærið til að setja pen- inga í sparnað. Ég held að það sé heilbrigðast og best að treysta fólki til að vita sjálft hvað er því fyrir bestu.“ ghs@frettabladid.is Sameinuðu þjóðirnar: Hrekjast frá Afríku EÞÍÓPÍA, AP Átök á Fílabeins- ströndinni og í Darfur-héraði í Súdan fæla erlenda fjárfesta frá öðrum Afríkuríkjum. Þetta kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Eþíópíu um verslun og viðskipti. Afríka er fátækasta heimsálf- an. Í fyrra var um 990 milljörð- um króna af erlendu fé varið til fjárfestinga í Afríku, samanborið við 3.498 milljarða króna í Kína. Formaður efnahagsnefndar Afríku hjá SÞ segir það nauðsyn- legt að halda í og auka erlendar fjárfestingar til að auka og við- halda hagsæld í álfunni. ■ SELDI SALMONELLU-KJÚKLINGA Austurrísk stjórnvöld rannsaka nú hvort sláturhús þar í landi hafi selt sjö þúsund kjúklinga til Þýskalands vitandi að hænsnin voru sýkt af salmonellu áður en þeim var slátrað. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Talið er að um hundrað þúsund manns í Austurríki veikist vegna salmon- ellusýkingar á hverju ári. MYRTI FRANSKA KONU Lögreglan í London hefur handtekið 36 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa myrt og rænt 22 ára franska konu í vesturhluta London í ágúst. Konan var í tungumálanámi í London. Maður- inn er einnig grunaður um að hafa ráðist á og rænt aðra konu á svipuðum slóðum. ■ EVRÓPA VEISTU SVARIÐ? 1Hvar sprakk síðast meirihluti í bæj-arstjórn á landinu? 2Hvað fækkaði sveitarfélögum mikið álaugardaginn þegar nokkrir hreppar kusu um sameiningu? 3Hvers lensk er Teresa Borcz-Halifasem sleppt var úr haldi gíslatöku- manna í Írak fyrir skömmu? Svörin eru á bls. 30 „Einstaklega hæfileikaríkur höfundur“ „Bráðskemmtileg bók. Einstaklega hæfileikaríkur höfundur.“ - Kolbrún Bergþórsdóttir, Útvarp Saga Fífl dagsin s eftir Þors tein Guðm undsson Stjórnvöld í Íran: Hætta auðg- un úrans TEHERAN, AP Íranar hafa gert hlé á auðgun úrans og annarri þróun kjarnorkuvopna samkvæmt til- kynningu sem var útvarpað í Íran í gær. Írönsk stjórnvöld hafa ákveðið að gera hlé á þróun kjarn- orkuvopna í samræmi við samn- inga sem þau gerðu við Evrópu- sambandið og til að forðast refsi- aðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóð- anna. Skrifstofa kjarnorkueftirlits SÞ í Vínarborg segist taka yfirlýs- inguna trúanlega. Á fimmtudag- inn er búist við að Evrópusam- bandið tilkynni úrskurð sinn um hvort Íranar hafi staðið við gerða samninga um auðgun úrans. ■ KJARNORKUVER Í ÍRAN Íranar höfðu gert samninga við ESB um að auðga ekki úran. Gísli Gíslason: Sameining um áramót HAFNAMÁL Sameining hafna í Reykjavík, á Akranesi, á Grund- artanga og í Borgarnesi tekur gildi um áramótin. „Meiningin er að verkaskipting hafnanna verði skýrari og landnýting betri. Í því felast býsna margir og spennandi möguleikar. Við horfum til þess að það takist að hraða gerð Sunda- brautar því að samgöngur hér á milli verða að vera mjög góðar til að þetta virki sem skyldi,“ segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. ■ TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON „Þetta er mismun- andi. Hluti fjárins fer í neyslu og hluti fer í aukinn sparnað,“ segir hann. FLESTIR HAGNAST Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur heilbrigðast að treysta fólki til að vita hvað því er fyrir bestu. GRUNAÐUR UM ÖLVUNARAKSTUR Maður, grunaður um ölvun við akstur, missti stjórn á bíl sínum við Álverið í Straumsvík um klukkan ellefu á laugardagsmorg- un. Bíllinn hafnaði utan vegar og var maðurinn fluttur á slysa- deild. Hann var ekki talinn alvar- lega slasaður. SKEMMDI VÉLARHLÍF BÍLSINS Lögregla stóð ungan mann að því að fleygja sér ofan á vélarhlíf bíls sem lagt var á Strandgötu á Akureyri. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði maðurinn athæfið. Ekki fylgdi sögunni hvað honum gekk til. ÁREKSTUR Á EINBREIÐRI Árekst- ur tveggja bíla varð á einbreiðri brú í sunnanverðum Reyðarfirði í gærdag. Bílarnir komu úr gagn- stæðri átt. Þrír voru í bílunum og sluppu þeir án meiðsla. Bílarnir skemmdust nokkuð en voru öku- færir. HRAÐAKSTUR Í HÁLKU Tveir voru teknir fyrir hraðakstur af lögregl- unni á Eskifirði í gær. Þeir óku á 110 og 115 kílómetra hraða þrátt fyrir mikla hálku. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ALÞINGI Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, menntamálaráðherra mælti í gær fyrir frumvörpum sem fela í sér heimildir til ríkis- háskólanna til að hækka skrá- setningargjöld úr 32.500 krónum í 45.000 eða um 40 prósent. Á hækkunin að skila 140 milljón- um króna. Stjórnarandstæðingargerðu harða hríð að ráðherranum og sakaði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ríkisstjórnina um feluleik: „Þetta eru ekkert nema skóla- gjöld. Það væri miklu hreinlegra að viðurkenna það því þá yrðu gjöldin lánshæf sem þau eru ekki nú.“ Þorgerður Katrín vís- aði þessum málflutningi á bug. Ágúst Ólafur Ágústsson, Sam- fylkingu gagnrýndi framsóknar- menn sérstaklega sem hefðu lýst sig andsnúna skólagjöldum grunnnámi: „Fyrir einu til tveimur árum hélt þingmaður þeirra Dagný Jónsdóttir sömu ræðu og ég er að flytja nú, en nú þegir hún þunnu hljóði,“ sagði hann. - ás Skrásetningargjöld í Háskóla: Ráðherra sakaður um feluleik ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARS- DÓTTIR Menntamálaráðherra vísaði á Al- þingi í gær á bug fullyrðingum um að skrásetningargjöld væru dulbúin skóla- gjöld. SKÓLAMÁL Færri stúdentar í Kenn- araháskóla Íslands huga að kennslu við útskrift næsta haust en fyrir verkfall grunnskólakenn- ara, segir Sigurður Grétar Ólafs- son formaður stúdentaráðs KHÍ. „Ég tel að stór hluti nemenda sem í upphafi ætlaði í kennslu strax að loknu námi sé hættur við. Ég er einn þeirra,“ segir Sigurður: „Þegar fólk skráði sig í nám á sínum tíma vissi það að samning- arnir yrðu lausir á haustmánuðum þessa árs. Það átti von á að launin yrðu leiðrétt, en það gekk ekki eftir.“ Sigurður segir stöðu stúdenta ásættanlega miðað við þá miklu röskun sem hafi orðið á haustönn- inni en þá var æfingakennslu stúdenta í grunnskólum frestað vegna verkfalls grunnskólakenn- ara. „Eins og staðan er núna verða námslánin ekki greidd út seinna en í byrjun febrúar því þá ljúkum við vettvangsnáminu. Röskunin er því aðeins tvær til þrjár vikur,“ segir Sigurður. Áfanginn teljist til náms á haustmisseri þótt honum ljúki ekki fyrr en á vorönn. - gag Formaður stúdentaráðs Kennaraháskóla Íslands: Færri huga að kennslu næsta haust SIGURÐUR GRÉTAR ÓLAFSSON Segir kennaranema hafa talið að laun grunnskólakennara yrðu leiðrétt. Útskriftarnemar hugi heldur að áframhaldandi námi en að fara í kennslu næsta haust.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.