Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 32
24 23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Lotus Reflex T-þurrkur á tilboði 2 rúllur af Reflex Hydrosoft pappír – Reflex statíf fylgir Mánud aga til föstud aga frá kl. 8:00 til 18:00 Laugar daga f rá kl. 10:0 0 til 14 :00 Nýr op nunart ími í versl un RV: Verð aðei ns 1.488.- m .vsk R V 20 23 Það er margt í lífinu sem fer í taugarnar á mér en fátt jafn mikið og um- gangspest sú sem við flensu er kennd. Mér vitanlega eru til fáar varnir við þessum ár- lega vágesti að austan og fátt hægt að gera annað en leggjast niður og láta ósköpin yfir sig ganga. Ég er hræddur við sprautur og nálar og þorði ekki í bólusetningu enda hef ég heyrt um fólk sem hef- ur farið í sprautu og samt orðið fár- veikt. Gleypti bara mína lýs- istvennu og vonaði það besta. Ég slapp samt ekki en þar sem fátt er vinnualkanum verra en svona pest ranglaði ég um í hálfgerðu móki með dúndrandi hausverk í nokkra daga áður en ég gafst ég upp og lagðist fyrir. Það kórónar svo þessi ömurleg- heit og vinnutap að það er ekki séns að nota tímann sem maður liggur í veikindunum á uppbyggi- legan hátt. Maður er svo vankaður að maður getur ekki lesið neitt þyngra en Morgan Kane og heldur varla þræðinum í Leiðarljósi þegar maður reynir að gleyma þjáning- unni fyrir framan sjónvarpið. Það er óþolandi klemma að vera of veikur til að geta tekið þátt í dag- legu lífi en um leið ekki nógu veik- ur til að leggjast inn á spítala og láta dæla sig fullan af morfíni. Flensan getur bugað sterka and- ans menn og þannig þekki ég góðan mann, andlegan risa sem kom einu sinni til meðvitundar, með sótthita, þar sem hann kraup fyrir fram sjónvarpið og leitaði eftir styrk á Ómega. Það slær samt ekkert á þetta enda er flensa ekki hugarástand eins og timburmenn og almenn til- vistarkreppa sem hægt er að hugsa sig út úr. Fróðir menn segja mér að eina leiðin til að uppræta flensuna sé að bæta hreinlæti í Kína og kynna sal- ernispappír til sögunnar en þá hyrfu regnskógarnir með öllu og þá yrðum við fyrst í djúpum skít. Ég reyni því að taka pestinni af karlmennsku í nafni umhverfis- verndar. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON HEFUR UMHVERFISVERND AÐ LEIÐARLJÓSI OG SÆTTIR SIG VIÐ FLENSUNA Pest M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Foreldrar Kjarra eiga splunkunýjan BMW. En hvað eigum við? Ryð- hrúgu frá 1985. 86! Og þetta er gæðagripur frá Asíu! Víetnamar eru þekktir fyrir gæða- vörur! Við þurfum ekki nýjan bíl! Þurfum við ekki hurðina? Nýjan bíl, ég er ekki frá því! Við tökum strætó! Afsakið hvað ég kem seint! Ég var að spila körfuboltaleik sem dróst á langinn... ...og svo þurfti ég að fara með bók á bókasafnið. Ég gat ekki annað en sótt bókina því ég á að gera verkefni fyrir morgundaginn. Ég lofa að þetta kemur ekki aftur fyrir. Ég hef haft svo mikið að gera að það skiptir ekki máli þótt þú komir of seint! Eyddi ég þar með góðri afsökun til einskis? MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR. MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR, MATUR. Mamma, viltu vera memm í leynifélaginu mínu? Leynifélagi? Ég veit ekki... hvað gerir félagið? Sko, ég er hugmynda- smiður og ræð í hvaða leiki við förum en Hannes sér um að halda á hlutum fyrir mig! Og hverju myndi ég ráða? Útvega nammi og taka til! Það er ekkert leynilegt við það... svona er líf mitt! Nema þú færð derhúfu! S: 552 5070 við JL-Húsið Opið 08:00-18:30 Þar sem fiskurinn stoppar stutt Ýsuflök 399kr kg stór og falleg NÝ SENDING Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 Mikið úrval Mörkinni 6. Sími 588 5518 Leðurúlpur Rússkinnsúlpur Dúnúlpur Pelskápur Hattar og húfur FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.