Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2004 Ljúffeng máltíð með lágmarks fyrirhöfn Balti • Korma • Sweet & Sour • Tikka Masala GRÆNA BÚÐIN ehf. Eddufelli 2, 111 Rvk. S-fax 557-8100 netfang: ccw@ccw.is veffang: www.ccw.is Sigurlaug s. 821-6174 Umboðsaðili fyrir Oshadi nudd- og ilmkjarnaolíur og Custom Craftworks nudd- bekki og stól, snyrtistól og aukahluti. Verslun þri. 14 - 18:30 laug. 11 - 15 Jóga mán - mið - föst. kl. 16:30 - 18:30 Hugleiðsluhópar fyrir byrjendur og len gra komna, mán - mið kl. 20:30 Heilun við sorg, reiði, þunglyndi, kvíða... Kærleikssamtökin sjá www.ccw.is Fyrir bætta líðan og betri stjórn á lífi þínu. • Virk leið til sjálfsstyrkingar • Helgar- og kvöldnámskeið • Gjafakort - upplögð jólagjöf! Hafðu samband í síma 553 3934 milli kl. 10 og 12 virka daga. Guðrún Óladóttir reikimeistari Reiki Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK FRÍ HEIMSENDING Nánari uppl‡singar á somi.is FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX. Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan Besta leiðin til að stuðla að bein- um tönnum er að ungbörn séu á brjósti. Þetta er niðurstaða ítalskrar rannsóknar sem greint er frá á vef breska ríkisútvarps- ins, BBC. Í henni var komist að því að ungbörn sem drukku af pela og sugu þumalinn fyrsta árið voru tvisvar sinnum líklegri til að fá skakkar tennur en börn sem fengu brjóstamjólk. Skýringin er sú að börn beita munninum á ann- an hátt þegar þau sjúga brjóst en pela. Það hefur áhrif á hvernig tennurnar raðast í góminn. Þó að börnin missi síðar barnatennurn- ar og fái fullorðinstennur er talið sýnt að staðsetning barnatanna hafi áhrif á hvernig fullorðins- tennurnar raðast. ■ Natural Calcium er lífrænt kalk unnið úr kalk- og steinefnarík- um sjávarþörungum, car- bonat kalk. Natural Calcium er eina kalkið á markaðin- um sem er vottað lífrænt og er algerlega laust við auka- efni eða dýraafurðir. Sam- anburðarrannsóknir sýna betri upptöku í beinin af líf- rænu kalki. Kalkið fæst bæði í hylkjum og í nær bragðlausu dufti. Ein teskeið af duftinu er dagskammtur, þægilegt að blanda út í safa, jógúrt, kakó eða annan mat. Kalkið er auð- melt og veldur ekki melting- artregðu. Það hentar til dæmis fólki með mjólkur- óþol. Natural Calcium fæst í apótekum og versluninni Maður lifandi. Framleiðandi kalksins er Lifestream og umboðsaðili Celsus ehf. ■ Börn hafa mjög gott af brjóstamjólk. Brjóstamjólk og beinar tennur Börn sem ekki eru á brjósti fá frekar skakkar tennur. Lífrænt kalk úr þörungum Fæst bæði í dufti og hylkju SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Síðuspik Ert þú með síðuspik? Fer síðuspikið í taugarnar á þér? Í næstu hollráðum mun ég fjalla um hvernig best er að losna við síðu- spik. Ef þú ferð eftir því sem ég legg fyrir þig, kæri lesandi, munt þú ná að ganga verulega á fituforða líkama þíns og þar með talið hið alræmda síðuspik. Áður en við byrjum að hugleiða hvernig við brennum síðu- spiki þurfum við að gera okkur grein fyrir því af hverju síðuspik verður til. Hvernig verður síðuspik til? Líkaminn notast aðallega við þrjú orkuefni. Þau eru fita, kolvetni og prótín, reyndar er fjórða orkuefnið alkóhól en við skulum láta það liggja á milli hluta. Orkuefnin eru geymd í líkamanum og mynda orku- forða hans. Orkuefni þýðir einfald- lega efni sem gefur okkur orku, þá orku sem við lifum á og göngum fyr- ir. Auk þess eru prótín og fita aðal- uppbyggingarefni líkamans. Ef við hugsum okkur líkamann sem bíl þá er bíllinn úr prótíni og fitu meðan hann notar kolvetni meira eins og bensín. Hvers vegna fitnum við? Við fitnum, svo til undantekningar- laust, vegna þess að við neytum fleiri hitaeininga en við brennum. Þá er sama hvaða orkuefni við innbyrð- um því kolvetni, prótín og fita verða öll að fitu sé þeirra neytt í of miklu magni, þó líklegra verði að teljast að líkaminn geymi fitu sem fitu en kol- vetni eða prótín þar sem hann þarf að hafa fyrir því að umbreyta síðar- nefndu efnunum yfir í fitu áður en hann geymir þau. Hvar eru orkuefnin geymd? Kolvetnin eru geymd í mestu magni í lifrinni, svo í vöðvunum og í minnstu magni í blóðinu. Vöðvar, húð, hár, bein og fleiri vefir líkamans „geyma“ prótínefnin. En hvar er fitan geymd? Ástarhandföng? Líklega væru flestir alveg sáttir við að vera lausir, altént að mestu, við hin svokölluðu ástarhandföng. Ástæðan fyrir því að við fáum ástar- handföng er að við geymum öll fitu á fyrir fram ákveðnum stöðum, en það ræðst mest af erfðum. Epli og perur - karlar og konur? Almennt er talað um tvær tegundir fitusöfnunar; annars vegar þeir sem verða eins og epli í laginu þegar þeir fitna, fitna meira á efri hluta líkam- ans; hins vegar þeir sem verða eins og pera í laginu, fitna meira á neðri hluta líkamans. Eplalagið er oftar kennt við karla og perulagið við kon- ur. Þó eru vissulega til karlar sem fitna meira eins og konur og öfugt. Besta leiðin til þess að losna við ást- arhandföngin er að stunda líkams- rækt sem er frekar orkufrek. Sjálfur hef ég alltaf sagt að besta aðferðin til þess að brenna fitu og grennast sé gott, reglulegt og kraftmikið kynlíf plús vatn og svefn! Líklega er það skemmtilegasta líkamsræktin! Þó er nokkurn veginn sama hvaða líkams- rækt er stunduð, eina skilyrðið sem hún þarf að uppfylla er að hún örvi hjartsláttinn. Í næsta hollráði mun ég fjalla um hvernig best er að taka fyrstu skrefin í áttina að því að losna við síðuspikið. Sölvi Fannar Viðarsson er framkvæmda- stjóri Heilsu- ráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil. Alzheimer dregur úr minni, náms- færni, samskiptahæfileikum, dómgreind og skynsemi auk þess sem hæfni til daglegra at- hafna verður sífellt minni. Samkvæmt bandarísku aldursrannsóknarstöðinni þjást um 4,5 milljónir Bandaríkjamanna af Alzh- eimer. Engin lækning finnst við þessum sjúk- dómi en daglega finnast samt aðferðir til að halda honum í skefjum. Suma áhættuþætti varðandi Alzheimer er ekki hægt að ráða við svo sem öldrun og erfðir. En það er hægt að fresta sjúkdómn- um og halda honum í skefjum með eftirfarandi aðgerðum: -Stefndu að heilbrigðu hjarta. Hár blóðþrýstingur og hjartasjúk- dómar auka líkurnar á því að þú fáir minnissjúkdóma. Það er hægt að stjórna hvoru tveggja með því að halda þyngdinni, kólesteróli og blóðsykri í skefjum. -Stundaðu reglulega líkamsþjálfun. Líkams- rækt heldur stöðugu blóð- flæði til heilans og minnk- ar líkurnar á hjartasjúk- dómum og heilablóðfalli. -Þjálfaðu hugann líka. Ráddu krossgátur, lestu góðar bækur, farðu á námskeið. Þannig geturðu styrkt heilasellurnar. ■ Að halda heilanum heilum Alzheimersjúkdómurinn herjar á heilann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.