Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2004 Betri myndir en þú átt að venjast! www.sonycenter.is *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. 3.495 krónur á mánuði vaxtalaust eða 41.940 krónur staðgreitt.* 5,1 milljón pixlar. Tryggir að þú sérð öll smáatriðin í myndinni - skýrar. Stamina tæknin hjá Sony sparar orku og tryggir þér lengri endingu á rafhlöðunum. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Sony linsa með 3x optical aðdrætti og allt að 6x digital. Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú 256 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 9.995,- Þú sparar 9.000,- DSC-P93A Ferðamanna leitað: Með stolna fornmuni ALSÍR, AP Fimm þýskir ferðamenn fundust heilir á húfi eftir að hafa verið saknað í fjölda daga í Sa- hara-eyðimörkinni. Ferðalang- arnir eiga yfir höfði sér kæru fyrir stuld á fornminjum. Ferðamennirnir fundust á laugardag í Tassili-þjóðgarðinum, svæði þar sem 32 evrópskum ferðamönnum var rænt á síðasta ári. Þeir höfðu lagt upp í ferð sína frá Túnis 11. nóvember með leið- sögumanni sem þeir stungu af á þriðjudag. Þegar fólkið fannst kom í ljós að það hafði fornmuni úr þjóð- garðinum í fórum sínum. ■ Við Eyjafjörð: Skjálfti sem enginn fann JARÐSKJÁLFTAR Jarðskjálfti af stærð- argráðunni 3,4 á Richter með upp- tök fyrir mynni Eyjafjarðar átti sér stað um klukkan hálf eitt í gærdag. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands kemur fram að eftirskjálftar hafi ekki fylgt í kjölfarið og engar til- kynningar um að fólk hafi orðið skjálftans vart. „Þarna nálægt Flatey og þar norður af hefur verið frekar mikið um að vera undanfarnar vikur, svona heldur meira en venjulega,“ segir Ragnar Stefánsson jarðeðlis- fræðingur, en bætir við að virknin sé þó ekki mikil miðað við þann breytileika sem búast megi við. - óká Snæfellsnes: Öll nema eitt að sameinast SAMEINING Unnið er að því að leggja fyrir atkvæði tillögu um að sameina öll sveitarfélögin á Snæ- fellsnesi nema eitt, það eru Kol- beinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafells- sveit, Snæfellsbær, Stykkishólms- bær og Grundarfjarðarbær en til- lagan er m.a. byggð á niðurstöð- um skoðanakönnunar sem sýndi að alls staðar er meirihluti fyrir þessari sameiningu nema í Grundarfjarðarbæ. Stefnt er að því að atkvæðagreiðslan fari fram í apríl á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að Kol- beinsstaðahreppur, sem liggur syðst á Snæfellsnesi og að Borg- arbyggð, verði hluti af sameinuðu sveitarfélagi sveitarfélaga sunn- an Skarðsheiðar. Þessi sveitarfé- lög eru Borgarfjarðarsveit, Borg- arbyggð, Hvítársíðuhreppur og Skorradalshreppur sem þegar eru í viðræðum um sameiningu. - ghs Belgía: Aðstoðar- maður skot- inn í höfuð ÁRÁS Aðstoðarmaður í bænahúsi gyðinga í Antwerpen í Belgíu var skotinn í höfuðið á heimleið úr vinnunni. Hann liggur lífshættu- lega særður á sjúkrahúsi. Lög- regla sagði of snemmt að fullyrða nokkuð um að gyðingahatur hefði ráðið árásinni. Snemma sumars urðu margir gyðingar á svæðinu fyrir árásum, þeirra á meðal einn sem var stunginn af þremur ungmennum af norður-afrískum uppruna. ■ FRÁ HAGAMEL Móðirin er einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps. Harmleikur á Hagamel: Ákærð fyrir manndráp DÓMSMÁL Mál gegn móður, sem grunuð er um að hafa orðið ellefu ára dóttur sinni að bana á heimili þeirra á Hagamel í byrjun júní, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan er ákærð fyrir manndráp og tilraun til manndráps en hún stórslasaði fjórtán ára son sinn sömu nótt. Talið er að móðirin hafi reynt að svipta sig lífi eftir að hafa orðið dóttur sinni að bana og stór- slasað son sinn. Hún var úrskurð- uð í gæsluvarðhald daginn eftir að hún framdi verknaðinn. Henni var gert að sæta geðrannsókn og hefur hún verið vistuð á Sogni. - hrs SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG? Kort sem sýnir sameinað sveitarfélag sunnan Skarðsheiðar. Gert er ráð fyrir að Kolbeins- staðahreppur syðst á Snæfellsnesi bætist í þennan hóp. Aðhaldsmitti Aðhaldsbuxur Stuttar / síðar skálmar Kringlunni 8-12 - sími 553 3600 www.olympia.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.