Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 28
Fyrsta gröfin var tekin þennan dag árið 1838 í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, Hóla- vallagarði. Vökumaðurinn, en svo eru þeir kallaðir sem fyrstir hljóta leg í vígðum reit var raunar kona, Guðrún Oddsdóttir, eigin- kona Þórðar Sveinbjörnssonar dómstjóra í Landsyfirréttinum. Frá þessu segir í hinu ágæta verki Björns Th. Björnssonar, „Minningarmörk í Hólavalla- kirkjugarði“. Þar segir jafn- framt að nokkurn tíma hafi tekið að finna einhvern sem nógu heppilegur var til þess að verða fyrstur greftraður í hinum nýja garði, sem tilbúinn var til notk- unar síðsumars 1838: „En nú vildi svo til þetta haust, að það voru ekki nema fátæklingsræfl- ar sem skildu við þetta jarðlíf og alls ekki trúandi fyrir svo nýjum og rokdýrum garði til frambúð- ar.“ Þá vildi svo heppilega til að þessu leyti fyrir yfirvöldin að húsmóðirin á einu virðulegasta heimili bæjarins sálaðist. Björn Th. Björnsson vitnar í æviminn- ingar Þórðar dómstjóra um veik- indi frú Guðrúnar og andlát: „Hún fjaraði burt tærð, og ör- magna af lifrarveiki sinni, og þar af leiðandi rýrnunarsótt.“ Bardenfleth stiftamtmaður varð að sögn glaður við að fá þessa merkiskonu til fyrstu greftrunar í garðinum en aðrir höfðu undan vikist vegna hjátrú- ar. Fjölmenni var við útför og jarðarför Guðrúnar Svein- björnsson og seinna reisti Þórð- ur maður hennar veglegan kross á leiði hennar. Hann er stærsti járnkrossinn í kirkjugarðinum. Guðrún Oddsdóttir Svein- björnsson var 59 ára þegar hún dó. Hún átti ekki afkomendur sem lifðu, hvorki með fyrri manni sínum Stefáni Stephensen amtmanni, né Þórði Sveinbjörns- syni domstjóra. Þórður átti af- komendur. Í veikindum konu sinnar réð hann sér ráðskonu, eina orðlögðustu blómarós bæj- arins, Kristine Cathrine Knud- sen, sem Björn Th. segir okkur að hafi þó áður fallerast með mági sínum. Í ævisögu Árna Helgasonar stiftprófasts í Görð- um segir svo um brúðkaupið: „Sveinbjörnsen giftist hastar- lega Kristine Knudsen um dag- inn. Þórður og Kristine áttu börn og er kunnastur þeirra Svein- björn Sveinbjörnsson tónskáld, höfundur lagsins við þjóðsöng- inn, „Ó, Guð vors lands“. ■ KIRKJUGARÐURINN VIÐ SUÐURGÖTU Friðsæll og fallegur staður í hjarta borgarinnar. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þrítug í dag. Hún ætlar að halda upp á afmælið klukkan sex á laugardaginn kemur í HK-heimilinu Fagralundi í Foss- vogi. „Þetta verður ekkert formlegt eða stíft. Bara standandi kokk- teilpartí og ekki gerð krafa um ræðuhöld. Ég fæ bara til mín vini og vandamenn og við reynum að hafa það notalegt saman. Yfir- skrift veislunnar er „Við erum öll tuttugu og tveggja ára. Alltaf.“ Og svo er þema: Afneitun og sjálfsb- lekking. Júlíus sonur minn, sem er fimm ára, er mjög áhugasamur um að hjálpa til við undirbúninginn.“ Hvernig leggst þetta í þig? „Mér finnst ég nú alltaf vera tuttugu og tveggja. En maður fer auðvitað að hugleiða aldurinn þeg- ar maður fyllir tuginn. Heitir það ekki að verða aldursmeðvitaður? Annars er bara svo mikið að gera þessa dagana að ég hef eiginlega ekkert leitt hugann að þessu. Það er svo stutt eftir af þinghaldinu fram að jólum. Það er auðvitað fjárlagaumræðan. Ég sit líka í fé- lagsmálanefnd og þar er verið að fjalla um breytingar á íbúðalánun- um. Við erum að skoða tillögur fé- lagsmálaráðherra um 90% lán. Breytingarnar á húsnæðislánun- um eru svo örar að maður á fullt í fangi með að fylgjast með. Tilboð bankanna hafa gjörbreytt þessu umhverfi.“ Og sjálfur afmælisdagurinn? Ég er nú mikið afmælisbarn og geri alltaf eitthvað. En nú er fjöl- skylda mín öll erlendis nema mamma, svo ég reikna með að elda bara eitthvað gott handa mér og Júlíusi syni mínum. Um kvöldið fer ég svo á fund hjá Samfylking- unni í Garðabæ.“ ■ KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ER ÞRÍTUG Í DAG „Heitir það ekki að vera aldursmeðvitaður, þegar maður fer að hugsa um afmælisdaginn sinn?“ 20 23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR HARPO MARX Bandaríski grínleikarinn Harpp Marx fæddist þennan dag árið 1888. Heppileg vökukona fundin VÖKUMAÐURINN VAR KONA: FYRSTA GRÖFIN TEKIN Í KIRKJUGARÐINUM VIÐ SUÐURGÖTU „Harpo, hún er yndisleg manneskja. Hún á skilið að giftast góðum manni. Gifstu henni áður en hún finnur hann.“ - Harpo Marx hafði vit á því að verða aldrei fullorðinn. Það var kjarninn í skopi hans. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Sturla Böðvars- son samgöngu- ráðherra er 59 ára. Hlín Agnarsdóttir leikstjóri er 51 árs. ANDLÁT Jóhanna Símonardóttir Snorrabraut 56b, Reykjavík, lést laugardaginn 20. nóvember. Sverrir Örn Valdimarsson prentari, Langeyrarvegi 20, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 21. nóvember. Vigdís Sigurlaug Baldvinsdóttir, frá Ólafsfirði, Háaleitisbraut 115, lést 18. nóvember. Þennan dag árið 1979, var IRA-maðurinn Thomas McMahon dæmdur fyrir til- ræðið gegn Mountbatten lá- varði. Þrír létust auk Mount- battens, þar á meðal Nicholas, barnabarn lávarð- arins, 14 ára að aldri. Thom- as McMahon hlaut lífstíðar- dóm fyrir þetta tilræði en var látinn laus í umdeildu sam- komulagi Breta við Sinn Fein, sem kennt var við föstudaginn langa. Morðið á Mountbatten átti sér stað 27. ágúst 1979. Lávarðurinn var ásamt fjölskyldu og vinum við veiðar á skipi sínu „Shadow V“ í Donegalflóa við Írland. Írski lýðveldisherinn gekkst þegar við morðinu og einnig við áras á breska hermenn í Down- sýslu sama dag, þar sem 18 voru drepnir. Nokkru síðar náðist Thomas McMahon en hann var foringi alræmdar sveitar í lýðveldishernum sem kennd var við Suður- Armagh og talin var bera ábyrgð á dauða meira en 100 breskra hermanna. Morðið á Mountbatten, sem var náfrændi Elísabetar drottningar og hetja úr seinni heimsstyrjöld, herti Breta í afstöðu sinni til Norður-Írlands og leiddi til einarðrar andstöðu Margrétar Thatcher við írska lýðveldisherinn og stórnmálaarm hans, Sinn Fein. 23. NÓVEMBER 1979 Leiðtogar Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1897 Ransom Eli Olds fær bandarískt einkaleyfi á „vélknúnum vagni“. Hann stofnaði seinna bílafyrir- tækið Oldsmobile. 1916 Karlakór KFUM stofnaður. Tuttugu árum seinna breyttist hann í karlakór- inn Fóstbræður. 1939 Var fyrsta stórorrustan háð á hafinu við Ísland. Þýsku herskipin Scharn- horst og Gneisenau sökktu breska skipinu Rawalpindi út af Suð- Austurlandi. 1940 Rúmenía gengur í lið með öxulveldunum. 1990 Kom íslenska alfræði- orðabókin út hjá Erni og Örlygi. Mountbatten lávarður myrtur Finnst ég alltaf vera tuttugu og tveggja Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáleturs- dálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.