Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 8
8 30. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÍRAKSSTRÍÐ Hugmyndir um að draga stuðning Íslands við Íraks- stríðið til baka eru „vitleysisum- ræða“ úr röðum „afturhalds- kommatitta“, að mati Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Davíð lét þessi orð falla við utan- dagskrárumræður á Alþingi í gær þar sem þingmenn ræddu orð Hjálmars Árnasonar um að það þyrfti að endurskoða stuðning Ís- lendinga við stríðið í Írak og það kæmi til greina af sinni hálfu að draga þann stuðning til baka. Þingmenn Samfylkingarinnar hrósuðu Hjálmari fyrir málflutn- ing sinn en hann bað þá um að oftúlka hann ekki. Steingrímur J. Sigfússon sagði það leitt að um- ræða um þetta alvarlega mál væri á stigi „fliss og fíflaláta“ af hálfu utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra sagði að ef Íslendingar myndu draga stuðn- ing sinn til baka væru þeir að draga til baka stuðning sinn við uppbyggingarstarf í samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um áframhaldandi veru erlendra hermanna í Írak. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að þingmönnum væri frjálst að dvelja við fortíðina, en innrás- inni í Írak væri löngu lokið og því þyrfti fyrst og fremst að horfa til framtíðar, sem lyti að uppbygg- ingu Íraks. - bs HEILBRIGÐISMÁL Það sem af er þessu ári hafa fimm manns greinst með HIV-smit hér á landi, fjórir karlmenn og ein kona. Þá hafa þrír sjúklingar greinst með alnæmi og einn þeirra látist af völdum sjúkdómsins. Þetta kemur fram á vefsíðu landlæknisembættisins. Tveir þeirra sjúklinga sem greindust með alnæmi voru með þekkt HIV-smit en voru ekki í lyfja- meðferð meðal annars vegna aukaverkana af lyfjunum, þegar þeir veiktust af alnæmi. Sá þriðji greindist fyrst með HIV skömmu áður en hann lést af völdum al- næmis. Í Noregi hefur nýsmiti af völd- um HIV-veirunnar fjölgað á þessu ári, einkum meðal homma. Sama máli gegnir um Svíþjóð, en þar stafar þróunin af fjölgun inn- flytjenda, sem smitast hafa utan landsins. Í Danmörku hefur einnig orðið aukning á HIV-smiti. Hér á landi hafa í heildina 28 prósent HIV-smitaðra sýkst er- lendis. Sé litið til undanfarinna fimm ára þá hafa 50 prósent smitaðra sýkst í útlöndum. - jss FANGELSISMÁL Fangelsismálastofn- un leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvenna- fangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kem- ur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsis- málastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra er lagt til að nýtt fang- elsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvía- bryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegn- ingarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafang- elsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögun- um liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fanga- verðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismála- stofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefna- meðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismála- stjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánun- ar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngun- um fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla- Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinn- ar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan. hrs@frettabladid.is DALAI LAMA Í RÚSSLANDI Hinn útlægi trúarleiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, kom í heimsókn til Elista í suður- hluta Rússlands í gær. Rússnesk stjórnvöld neituðu í gær að veita honum vegabréfs- áritun en skiptu um skoðun og gerðu hon- um því kleift að ferðast til landsins. 5 690691 2000 08 Lífsreynslus agan • He ilsa • • M atur • Kro ssgátur 47. tbl. 66. árg., 30. nó vember 2004. g•á~tPersónuleikaprófið Aðeins 599 kr. Jóhanna Vigdís leik kona og fleiri skvísur ˙ }™Ät@Çöàày àâÇâÅ Anna Linda Traustadóttir Gerðist múslími! Hefur þú séð hann ? Bridget jones kúrinn Innlit hjá Manuelu Handtöskur í hundr að ár Föndrað fyrir jólin Kom að kærastanum með annarri í bólinu! 00 Vikan47. tbl.'04-1 19.11.2004 15:06 Pag e 1 ný og fersk í hverri viku Aðeins 599 kr. Náðu í eintak á næsta sölustað Vilji til að leggja niður tvö fangelsi Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Þá er talið brýnt að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði – með afeitrunarstöð. KVENNAFANGELSIÐ Í KÓPAVOGI Fangelsismálastofnun telur brýnna að kvenföngum verði tryggð sama aðstaða og karl- föngum en að settur verði á laggirnar sérstakur vistunarstaður fyrir þær. Góð reynsla sé af því að vista saman karl- og kvenfanga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K Fimm manns hafa greinst með HIV-smit: Einn hefur látist úr alnæmi á árinu SMIT Í ÚTLÖNDUM Sé litið til undanfarinna fimm ára þá hafa 50 prósent HIV-smitaðra sýkst í útlöndum. Davíð Odsson um stuðninginn við Íraksstríðið: Vitleysisumræða frá afturhaldskommatittum DAVÍÐ ODDSSON Á FUNDI UTANRÍKISNEFNDAR Í GÆR Segir ekki koma til greina að draga stuðning við stríðið til baka án þess að firra sig ábyrgð á uppbyggingarstarfi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.