Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 André Bachmann. Jón Karl Ólafsson. Kína. 30 30. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Einn besti körfuboltamaður lands- ins er Hlynur Elías Bæringsson, leikmaður með Snæfelli. Hlynur er dökkur yfirlitum, stæltur og svip- sterkur og hefur löngum verið þekktur fyrir þykkan makka og vill- ingslegt útlit. Það brá svo til tíðinda fyrir nokkru að Hlynur skar hár sitt stutt; kvenkyns áhorfendum körfu- boltans til nokkurs ama. „Ég var orðinn svo hárprúður að ég dreif mig í klippingu eftir lands- leikinn á móti Dönum. Ætlaði að halda síða hárinu og særa það að- eins og snyrta. Skipti þá engum tog- um að klippingin varð svo mis- heppnuð að ég sá ekki annan kost vænstan en að skera það allt af. Uppgötvaði strax í stólnum að ég hefði alfarið átt að sleppa þessari klippingu,“ segir Hlynur sem varð ekkert sérstaklega svekktur yfir mistökunum. „Stutta hárið hentar auðvitað betur í körfuna enda tómt vesen að taka það endalaust frá aug- unum. Ég hafði verið síðhærður í dálítinn tíma og alveg kominn tími á að breyta til. Í raun kýs ég að hafa hárið sítt en þetta er líka spurningin um að nenna að hafa fyrir því að safna því. Það er ágætt þegar það er komið, en skelfilegur millikaflinn þegar það síkkar. Hár mitt vex þó fremur hratt svo ég á enn þá séns.“ Hlynur segir athyglina eitthvað minni eftir að hárið fauk. „Ég veit svo sem ekki hvað stelpur vilja, en ég á kærustu sem mig grunar að hefði viljað að ég héldi hárinu, þótt hún hafi stundum kvartað sáran undan því líka.“ thordis@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Fékk nýtt parkett og húsgögn en gefur ekki upp kostnaðinn Davíð henti öllu út af skrifstofunni RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i EFTIR Nú er makkinn farinn og allt annað að sjá kappann sem gefur þó ekkert eftir inni á vellinum.FYRIR Hlynur skartaði forláta lubba. DÓTAKASSINN ...fær sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir fyrir að láta ekki deigan síga og ætla sér stóra hluti á næsta ári þrátt fyrir að hafa þríbrotnað á ökkla í slysi fyrr í vikunni. HRÓSIÐ Lárétt: 2 þverlyndur, 6 leyfist, 8 rá, 9 fiska, 11 tve- ir eins, 12 fjasa, 14 saklausi, 16 rot, 17 á fæti, 18 í röð, 20 flakk - á, 21 ... sóllilja. Lóðrétt: 1 lítill, 3 í röð, 4 kona ekki af þessum heimi, 5 stefnulaus ganga, 7 staður í mosfellsbæ, 10 for, 13 aska, 15 jörp meri, 16 veitingastaður, 19 tveir eins. LAUSN. Lárétt: 2þrár, 6má,8slá,9ála,11ff, 12rausa, 14 frómi,16ko, 17 tær, 18rst,20rp,21ásta. Lóðrétt: 1smár, 3rs,4álfamær, 5ráf, 7álafoss, 10aur, 13sót,15irpa,16krá,19tt. HLYNUR BÆRINGSSON: KÖRFUBOLTAMAÐUR SNÆFELLS Skar af sér svartan makkann 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Hljómsveitinni SKE hefur verið boðið að koma fram á tónlistar- hátíðinni SXSW sem fer fram í Austin í Texas í mars á næsta ári. Life, Death, Happiness & Stuff, sem er fyrsta plata hljóm- sveitarinnar, hefur þegar náð eyrum áhrifamikilla plötusnúða í Bandaríkjunum á borð við Nic Harcourt frá KCRW. Fór hann fögrum orðum um plötuna í dálki sínum í dagblaðinu New York Times. Átta laga útgáfa af Life, Death, Happiness & Stuff var gefin út hjá útibúi Smekkleysu í Bretlandi í september sl. og hefur fengið góðar undirtekir í blöðum og útvarpi. Platan verður gefin út víðar snemma á næsta ári en dreifingarfyrirtæki í Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu, Belgíu og Hollandi hafa þegar látið áhuga sinn í ljós. Stefnt er að því að setja aðra plötu SKE, Feelings Are Great, sem kom út fyrir skömmu, í al- þjóðlega dreifingu hjá útgáfu- fyrirtæki Smekkleysu í Bret- landi í apríl á næsta ári. Smá- skífa af plötunni verður gefin út í febrúar. ■ SKE spilar á tónleikahátíð í Texas SKE Það er nóg að gerast hjá hljómsveitinni SKE um þessar mundir. Dótið? Ciggy Ciggy Sputnik. Sem er? Elektrónískur sígarettuteljari sem hjálpar reykingafólki að telja sígaretturnar sem það reykir. Þannig getur reykingafólkið reynt að hemja sig þegar að fíkninni kemur sem hjálpar því síðan að lifa heilsusamlegra lífi. Hvernig virkar tækið? Teljaran- um er rennt ofan á sígarettupakk- ann sem verður að vera í hörðu boxi. Á Ciggy Ciggy Sputnik eru fjórir takkar: endurstilling, bæta við, minnka við og til að ræsa tækið. Á tækinu er lítill skjár sem sýnir hversu margar sígarettur hafa verið reyktar eða eru eftir í pakkanum, allt eft- ir því hvora leiðina reykingamaðurinn vill fara. Þótt tækið telji ekki sjálfkrafa hversu margar sígarettur eru eftir í pakkanum man það hversu margar sígar- ettur búið er að merkja við þegar slökkt er á því. Aðalhugmyndin með tækinu er að hjálpa sígarettu- fólki að ná tökum á fíkninni. Með því að merkja við hverja sígarettu sem fólkið reykir verður fólk með- virkara um hvað það er að gera, því reykingar vilja oft verða ómeðvituð fíkn. Hvað kostar það? Ciggy Ciggy Sputnik kost- ar aðeins 5 dollara eða rétt rúmar 300 krónur á heimasíðunni thecigar- ettecounter.com. Þar er bæði tekið við Visa og Eurocard kreditkortum. Þó verður að taka fram að slíkur teljari er bara eitt vopnið enn í að fá fólk til að hætta reykja. Hvort hann virkar fer hins vegar tvennum sögum af, samkvæmt notendum spjallsíðna. Sumir benda þó á að breyttar hefðir og venjur við reykingar geti auðveldað fólki að hætta að reykja.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.